Lýsa stórkostlegum en martraðarkenndum fyrsta degi Íslandsferðar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. júní 2019 13:45 Skömmu eftir að Mike Korpp uppgötvaði að bíllinn var pikkfastur. Mynd/Skjáskotið Óhætt er að segja að fyrsti dagur bandarísku YouTube-ferðalanganna Megan og Michael Korpp hér á Íslandi hafi verið viðburðarmikill. Týndu þau dróna við Seljalandsfoss auk þess sem að þau festu húsbíl sinn í mýri á tjaldsvæði á Suðurlandi. Myndband þeirra af deginum gefur merkilega innsýn inn í þankagang ferðamanna sem sækja Ísland heim í fyrsta skipti. Megan og Michael reka vinsæla YouTube-rás með yfir 200 þúsund fylgjendum þar sem þau skrásetja líf sitt og ferðalög fjölskyldunnar. Fjölskyldan er í stærra lagi enda telur hún ellefu manns. Þau voru þó bara þrjú á ferð um Ísland en með í för var elsti sonur þeirra, Elijah. Ævintýrið á Íslandi fór reyndar ekki vel af stað þar sem flugvél þeirra bilaði á flugvelli í New York og varð töluverð töf á fluginu til Íslands á meðan viðgerðum stóð. Þau komust þó fyrr en síðar til Íslands. Hér á landi ferðast þau um á húsbíl og er ætlunin að vera hér á landi næstu daga. Myndbandið sem þau birta á YouTube var birt í morgun og stefna þau á að birta nokkur myndbönd um Íslandsdvölina.Festu dróna á klettabelti við Seljalandsfoss Eftir að hafa verslað í Costco héldu þau af stað áleiðis að Seljalandsfossi þar sem þau virtust njóta þess mjög að geta komist fyrir aftan fossinn. Það var hins vegar við Seljalandsfoss þar sem vandræði þeirra hófust. Mike reif upp dróna til að ná fallegum mynd af fossinum en hann virðist hafa misreiknað sig á flugi sem varð til þess að hann hrapaði til jarðar í klettabelti við fossinn, eins og sjá má á myndbandinu.Augnablikið áður en dróninn rakst í klettavegginn.Mynd/Skjáskot„Jæja, megi dróninn hvíla í friði. Það er ómögulegt að finna hann uppi á klettabeltinu. Við getum séð staðsetningu hans svona um það bil, eftir að við horfðum á myndefnið. Svæðið er lokað af af góðri ástæðu svo fólk fari ekki að príla þarna og það er ekki hægt að sækja hann. Hann er farinn,“ sagði Mike og virðist sem svo að þau hafi ákveðið að skilja drónann eftir í klettabeltinu við fossinn. Eftir langt og strangt ferðalag ákvað fjölskyldan að stoppa á tjaldsvæði í grennd við Seljalandsfoss til þess að hvíla lúin bein. Sú ákvörðun átti hins vegar eftir að enda með ósköpum. Í myndbandinu má sjá þau vera að leita að rafmagnstengi til þess að tengja rafmagn við húsbílinn. Svo virðist hins vegar sem að Mike hafi fengið vitlausar leiðbeiningar eða hann hafi ekki skilið leiðbeiningarnar sem hann fékk frá tjaldvörðum um hvar finna mætti tengið.Pikkfesti bílinn á tólf sekúndum Keyrðu þau eftir slóða þangað sem þau segja að þeim hafi verið bent að fara. Þar neitaði húsbíllinn hins vegar að fara upp örlitla brekku og eftir að þau sneru við voru þau komin í ákveðnar ógöngur. Þá kom Mike auga á örlítinn slóða sem lá yfir mýri í átt að nærliggjandi bóndabæ. Eftir að hafa kannað aðstæður ákvað hann að keyra eftir slóðanum. Ekki vildi betur til en svo að Mike pikkfesti húsbílinn í mýrinni eftir að hafa keyrt örfáa metra eftir slóðanum. Þar máttu þau dúsa enda ekki hægt að ná í tæki til að losa húsbíllinn fyrr en daginn eftir.Bíllinn var pikkfastur, eins og sjá má.Mynd/Sjáskot.„Þið verðið að muna að við höfum eiginlega ekkert sofið,“ sagði Megan. „Þetta er merkilegt vegna þess að það er svo ótrúlega fallegt hérna. Við erum í Eden en við erum samt föst á einhverju túni á Íslandi.“ „Þetta er gönguslóði sem við erum á, það eiga ekki að vera bílar hérna,“ sagði Mike um upphaflega slóðann sem þau keyrðu eftir, eftir að hann fór og spurði tjaldverði hvort hægt væri að liðsinna þeim í því að koma bílnum úr mýrinni. Í myndbandinu segir hann að þau hafi fengið þær upplýsingar að forsvarsmenn á tjaldstæðinu hafi sagst bera ábyrð á þessum ógöngum þar sem þeim hafi verið sagt að keyra eftir gönguslóðanum í leit að rafmagni. „Þeir ætluðu að redda okkur út en geta ekki aðstoðað okkar fyrr en á morgun þannig að þau sögðu okkur að vera bara hér. Við erum með þennan fallega stað alveg út af fyrir okkur,“ sagði Mike. „Þetta var ótrúlegur dagur, á bæði góðan og slæman veg,“ segir Megan í lok myndbandsins. „Við týndum drónanum og festum okkur en á sama tíma erum við a fallegasta stað sem við nokkurn tímann komið til.“Svaðilför fjölskyldunnar má sjá hér að neðan. Ferðamennska á Íslandi Samfélagsmiðlar Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Lifandi tónlist og kósý væb í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Sjá meira
Óhætt er að segja að fyrsti dagur bandarísku YouTube-ferðalanganna Megan og Michael Korpp hér á Íslandi hafi verið viðburðarmikill. Týndu þau dróna við Seljalandsfoss auk þess sem að þau festu húsbíl sinn í mýri á tjaldsvæði á Suðurlandi. Myndband þeirra af deginum gefur merkilega innsýn inn í þankagang ferðamanna sem sækja Ísland heim í fyrsta skipti. Megan og Michael reka vinsæla YouTube-rás með yfir 200 þúsund fylgjendum þar sem þau skrásetja líf sitt og ferðalög fjölskyldunnar. Fjölskyldan er í stærra lagi enda telur hún ellefu manns. Þau voru þó bara þrjú á ferð um Ísland en með í för var elsti sonur þeirra, Elijah. Ævintýrið á Íslandi fór reyndar ekki vel af stað þar sem flugvél þeirra bilaði á flugvelli í New York og varð töluverð töf á fluginu til Íslands á meðan viðgerðum stóð. Þau komust þó fyrr en síðar til Íslands. Hér á landi ferðast þau um á húsbíl og er ætlunin að vera hér á landi næstu daga. Myndbandið sem þau birta á YouTube var birt í morgun og stefna þau á að birta nokkur myndbönd um Íslandsdvölina.Festu dróna á klettabelti við Seljalandsfoss Eftir að hafa verslað í Costco héldu þau af stað áleiðis að Seljalandsfossi þar sem þau virtust njóta þess mjög að geta komist fyrir aftan fossinn. Það var hins vegar við Seljalandsfoss þar sem vandræði þeirra hófust. Mike reif upp dróna til að ná fallegum mynd af fossinum en hann virðist hafa misreiknað sig á flugi sem varð til þess að hann hrapaði til jarðar í klettabelti við fossinn, eins og sjá má á myndbandinu.Augnablikið áður en dróninn rakst í klettavegginn.Mynd/Skjáskot„Jæja, megi dróninn hvíla í friði. Það er ómögulegt að finna hann uppi á klettabeltinu. Við getum séð staðsetningu hans svona um það bil, eftir að við horfðum á myndefnið. Svæðið er lokað af af góðri ástæðu svo fólk fari ekki að príla þarna og það er ekki hægt að sækja hann. Hann er farinn,“ sagði Mike og virðist sem svo að þau hafi ákveðið að skilja drónann eftir í klettabeltinu við fossinn. Eftir langt og strangt ferðalag ákvað fjölskyldan að stoppa á tjaldsvæði í grennd við Seljalandsfoss til þess að hvíla lúin bein. Sú ákvörðun átti hins vegar eftir að enda með ósköpum. Í myndbandinu má sjá þau vera að leita að rafmagnstengi til þess að tengja rafmagn við húsbílinn. Svo virðist hins vegar sem að Mike hafi fengið vitlausar leiðbeiningar eða hann hafi ekki skilið leiðbeiningarnar sem hann fékk frá tjaldvörðum um hvar finna mætti tengið.Pikkfesti bílinn á tólf sekúndum Keyrðu þau eftir slóða þangað sem þau segja að þeim hafi verið bent að fara. Þar neitaði húsbíllinn hins vegar að fara upp örlitla brekku og eftir að þau sneru við voru þau komin í ákveðnar ógöngur. Þá kom Mike auga á örlítinn slóða sem lá yfir mýri í átt að nærliggjandi bóndabæ. Eftir að hafa kannað aðstæður ákvað hann að keyra eftir slóðanum. Ekki vildi betur til en svo að Mike pikkfesti húsbílinn í mýrinni eftir að hafa keyrt örfáa metra eftir slóðanum. Þar máttu þau dúsa enda ekki hægt að ná í tæki til að losa húsbíllinn fyrr en daginn eftir.Bíllinn var pikkfastur, eins og sjá má.Mynd/Sjáskot.„Þið verðið að muna að við höfum eiginlega ekkert sofið,“ sagði Megan. „Þetta er merkilegt vegna þess að það er svo ótrúlega fallegt hérna. Við erum í Eden en við erum samt föst á einhverju túni á Íslandi.“ „Þetta er gönguslóði sem við erum á, það eiga ekki að vera bílar hérna,“ sagði Mike um upphaflega slóðann sem þau keyrðu eftir, eftir að hann fór og spurði tjaldverði hvort hægt væri að liðsinna þeim í því að koma bílnum úr mýrinni. Í myndbandinu segir hann að þau hafi fengið þær upplýsingar að forsvarsmenn á tjaldstæðinu hafi sagst bera ábyrð á þessum ógöngum þar sem þeim hafi verið sagt að keyra eftir gönguslóðanum í leit að rafmagni. „Þeir ætluðu að redda okkur út en geta ekki aðstoðað okkar fyrr en á morgun þannig að þau sögðu okkur að vera bara hér. Við erum með þennan fallega stað alveg út af fyrir okkur,“ sagði Mike. „Þetta var ótrúlegur dagur, á bæði góðan og slæman veg,“ segir Megan í lok myndbandsins. „Við týndum drónanum og festum okkur en á sama tíma erum við a fallegasta stað sem við nokkurn tímann komið til.“Svaðilför fjölskyldunnar má sjá hér að neðan.
Ferðamennska á Íslandi Samfélagsmiðlar Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Lifandi tónlist og kósý væb í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Sjá meira