Segir Ísland láta til sín taka í mannréttindamálum svo eftir sé tekið Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 27. júní 2019 17:30 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, ávarpaði Mannréttindaráð Sameinuðu Þjóðanna í dag. Mynd/Stjórnarráðið „Ísland hefur í raun og veru verið mjög virkt í Mannréttindaráðinu á þessum stutta tíma sem við höfum setið í ráðinu,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sem ávarpaði Mannréttindaráð Sameinuðu Þjóðanna í dag. Ísland tók sæti í ráðinu í fyrra þegar Bandaríkin yfirgáfu ráðið. Katrín er í þriggja daga heimsókn í Genf í tengslum við júnílotu Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna þar sem jafnréttismál eru í brennidepli. Hún ræddi meðal annars baráttuna gegn kynbundu ofbeldi, launamun kynjanna og réttinn til aðgengis að heilnæmu umhverfi. Í umræðu um baráttu gegn kynbundnu ofbeldi á vinnustöðum í morgun miðlaði hún meðal annars reynslu Íslendinga og umræðunni sem hefur átt sér stað hér á landi, til dæmis í tengslum við MeToo hreyfinguna. „Ég var að fara yfir það hvað við höfum verið að gera og mikilvægi þess að vinna bæði með verkalýðshreyfingunni og samtökum atvinnurekenda til að uppræta kynbundið ofbeldi og kynbundið áreiti á vinnustöðum. Þetta er stórmál hér og Alþjóðavinnumálastofnunin er að taka hart á þessum málum sem ég tel fagnaðarefni.“ Síðdegis í dag ræddi Katrín svo kynbundin launamun og launajafnrétti en leggur Ísland fram tillögu í ráðinu þar sem launajafnrétti er viðurkennt sem réttindamál. Hún segir að Ísland hafi látið til sín taka eftir að það tók sæti í Mannréttindaráðinu svo eftir sé tekið. „Við fengum hér auðvitað samþykkta tillögu um stöðu mannréttindamála í Sádi-Arabíu sem vakti mikla athygli á alþjóðavettvangi. Hér í þessari fundarlotu Mannréttindaráðsins verður til umræðu tillaga sem Ísland leiðir sömuleiðis um stöðu mannréttinda á Filippseyjum. Það er mín sannfæring að það hafi verið rétt ákvörðun að taka þetta sæti og ég tel að íslenska fastanefndin hér hafi staðið sig gríðarlega vel í að reisa flögg í tilteknum mannréttindamálum. Ég finn það að eftir því hafi verið tekið.“ Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Tengdar fréttir Ísland fordæmdi morðið á Khashoggi í yfirlýsingu um Sádi-Arabíu Fastafulltrúi Íslands flutti yfirlýsinguna sem nokkur ríki í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna standa sameiginlega að. 7. mars 2019 09:51 Ísland leggur fram fyrstu ályktanirnar í mannréttindaráðinu Ísland gagnrýnir Filippseyjar og Sádí-Arabíu í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. Michelle Bachelet, mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna, flutti yfirlitsræðu í morgun um stöðu mannréttinda í heiminum við upphaf fundarlotu mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna. 24. júní 2019 16:45 Ísland kosið varaforseti mannréttindaráðs SÞ Fastafulltrúi Íslands stýrir því starfi mannréttindaráðsins á næsta ári með forseta þess. 4. desember 2018 17:53 Ísland hefur frumkvæði að ákúrum gegn Sádum Í sameiginlegri yfirlýsingu ætla Evrópuríki að frumkvæði Íslands að hvetja Sáda til að sleppa kvennréttindasinnum og vinna með rannsakendum SÞ á morðinu á Jamal Khashoggi. 6. mars 2019 07:53 Segir Ísland sanna að smáríki geta verið leiðtogar á heimsvísu Framkvæmdastjóri Mannréttindavaktarinnar í Genf segir að þrátt fyrir smæð sína sé Ísland leiðandi ríki á vettvangi Mannréttindaráðs Sameinuðu Þjóðanna. Hann vonast til að Ísland beiti sér fyrir umbótum sem kalli á meira mannréttindareftirlit með sjálfum meðlimum ráðsins. 15. maí 2019 12:15 Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira
„Ísland hefur í raun og veru verið mjög virkt í Mannréttindaráðinu á þessum stutta tíma sem við höfum setið í ráðinu,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sem ávarpaði Mannréttindaráð Sameinuðu Þjóðanna í dag. Ísland tók sæti í ráðinu í fyrra þegar Bandaríkin yfirgáfu ráðið. Katrín er í þriggja daga heimsókn í Genf í tengslum við júnílotu Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna þar sem jafnréttismál eru í brennidepli. Hún ræddi meðal annars baráttuna gegn kynbundu ofbeldi, launamun kynjanna og réttinn til aðgengis að heilnæmu umhverfi. Í umræðu um baráttu gegn kynbundnu ofbeldi á vinnustöðum í morgun miðlaði hún meðal annars reynslu Íslendinga og umræðunni sem hefur átt sér stað hér á landi, til dæmis í tengslum við MeToo hreyfinguna. „Ég var að fara yfir það hvað við höfum verið að gera og mikilvægi þess að vinna bæði með verkalýðshreyfingunni og samtökum atvinnurekenda til að uppræta kynbundið ofbeldi og kynbundið áreiti á vinnustöðum. Þetta er stórmál hér og Alþjóðavinnumálastofnunin er að taka hart á þessum málum sem ég tel fagnaðarefni.“ Síðdegis í dag ræddi Katrín svo kynbundin launamun og launajafnrétti en leggur Ísland fram tillögu í ráðinu þar sem launajafnrétti er viðurkennt sem réttindamál. Hún segir að Ísland hafi látið til sín taka eftir að það tók sæti í Mannréttindaráðinu svo eftir sé tekið. „Við fengum hér auðvitað samþykkta tillögu um stöðu mannréttindamála í Sádi-Arabíu sem vakti mikla athygli á alþjóðavettvangi. Hér í þessari fundarlotu Mannréttindaráðsins verður til umræðu tillaga sem Ísland leiðir sömuleiðis um stöðu mannréttinda á Filippseyjum. Það er mín sannfæring að það hafi verið rétt ákvörðun að taka þetta sæti og ég tel að íslenska fastanefndin hér hafi staðið sig gríðarlega vel í að reisa flögg í tilteknum mannréttindamálum. Ég finn það að eftir því hafi verið tekið.“
Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Tengdar fréttir Ísland fordæmdi morðið á Khashoggi í yfirlýsingu um Sádi-Arabíu Fastafulltrúi Íslands flutti yfirlýsinguna sem nokkur ríki í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna standa sameiginlega að. 7. mars 2019 09:51 Ísland leggur fram fyrstu ályktanirnar í mannréttindaráðinu Ísland gagnrýnir Filippseyjar og Sádí-Arabíu í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. Michelle Bachelet, mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna, flutti yfirlitsræðu í morgun um stöðu mannréttinda í heiminum við upphaf fundarlotu mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna. 24. júní 2019 16:45 Ísland kosið varaforseti mannréttindaráðs SÞ Fastafulltrúi Íslands stýrir því starfi mannréttindaráðsins á næsta ári með forseta þess. 4. desember 2018 17:53 Ísland hefur frumkvæði að ákúrum gegn Sádum Í sameiginlegri yfirlýsingu ætla Evrópuríki að frumkvæði Íslands að hvetja Sáda til að sleppa kvennréttindasinnum og vinna með rannsakendum SÞ á morðinu á Jamal Khashoggi. 6. mars 2019 07:53 Segir Ísland sanna að smáríki geta verið leiðtogar á heimsvísu Framkvæmdastjóri Mannréttindavaktarinnar í Genf segir að þrátt fyrir smæð sína sé Ísland leiðandi ríki á vettvangi Mannréttindaráðs Sameinuðu Þjóðanna. Hann vonast til að Ísland beiti sér fyrir umbótum sem kalli á meira mannréttindareftirlit með sjálfum meðlimum ráðsins. 15. maí 2019 12:15 Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira
Ísland fordæmdi morðið á Khashoggi í yfirlýsingu um Sádi-Arabíu Fastafulltrúi Íslands flutti yfirlýsinguna sem nokkur ríki í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna standa sameiginlega að. 7. mars 2019 09:51
Ísland leggur fram fyrstu ályktanirnar í mannréttindaráðinu Ísland gagnrýnir Filippseyjar og Sádí-Arabíu í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. Michelle Bachelet, mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna, flutti yfirlitsræðu í morgun um stöðu mannréttinda í heiminum við upphaf fundarlotu mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna. 24. júní 2019 16:45
Ísland kosið varaforseti mannréttindaráðs SÞ Fastafulltrúi Íslands stýrir því starfi mannréttindaráðsins á næsta ári með forseta þess. 4. desember 2018 17:53
Ísland hefur frumkvæði að ákúrum gegn Sádum Í sameiginlegri yfirlýsingu ætla Evrópuríki að frumkvæði Íslands að hvetja Sáda til að sleppa kvennréttindasinnum og vinna með rannsakendum SÞ á morðinu á Jamal Khashoggi. 6. mars 2019 07:53
Segir Ísland sanna að smáríki geta verið leiðtogar á heimsvísu Framkvæmdastjóri Mannréttindavaktarinnar í Genf segir að þrátt fyrir smæð sína sé Ísland leiðandi ríki á vettvangi Mannréttindaráðs Sameinuðu Þjóðanna. Hann vonast til að Ísland beiti sér fyrir umbótum sem kalli á meira mannréttindareftirlit með sjálfum meðlimum ráðsins. 15. maí 2019 12:15