Sendir mál ALC aftur til Landsréttar Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. júní 2019 12:10 Flugvélin sem Isavia kyrrsetti vegna skuldar WOW air sést hér á Keflavíkurflugvelli. Visir/vilhelm Hæstiréttur hefur ómerkt úrskurð Landsréttar í máli flugvélaleigunnar ALC gegn Isavia. Málinu er vísað aftur til Landsréttar til löglegrar meðferðar, ekki síst í ljósi þess að „að með hinum kærða úrskurði var í verulegum atriðum vikið frá réttri meðferð málsins,“ eins og fram kemur í dómi Hæstaréttar. Isavia kyrrsetti farþegaþotu í eigu ALC þegar WOW air varð gjaldþrota í lok mars sem tryggingu fyrir skuldum fallna flugfélagsins vegna flugvallargjalda og annarrar þjónustu á Keflavíkurflugvelli. ALC lagði í kjölfarið fram aðfararbeiðni um miðjan apríl þar sem fyrirtækið krafðist þess að Isavia léti vélina af hendi. Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði í byrjun maí að Isavia hafi verið heimilt að kyrrsetja þotuna en aðeins vegna gjalda sem tengdust þotunni sjálfri, um 80 milljónum króna, en ekki fyrir allri skuld WOW air sem sögð er um tveir milljarðar króna, Landsréttur komst aftur á móti að þeirri niðurstöðu að ISAVIA mætti halda flugvélinni vegna heildarskuldar WOW air, ekki eingöngu þeirra sem tengdust flugvélinni sem ALC vill fá afhenta. Flugvélaleigufyrirtækið kærði úrskurð Landsréttar til Hæstarétts sem kvað upp dóm sinn í gær.Óheimilt að krukka í forsendum Þar er þess getið að það hafi verið ISAVIA sem kærði úrskurð héraðsdóms vegna málskostnaðar, en ekki ALC. Þegar fyrir Landsrétt var komið hafi ALC gert varakröfu um að kærði úrskurðurinn yrði staðfestur - rétt eins og ISAVIA, sem þó fór fram á að forsendum úrskurðarins yrði breytt. Á það féllst Landsréttur.Hæstiréttur taldi hins vegar að Landrétti hefði borið að verða við kröfu ISAVIA um synjun aðfaragerðar, án þess að þess að taka á nokkurn hátt afstöðu til röksemda fyrir henni og leysa einvörðungu úr ágreiningi aðilanna um málskostnað. „Í þeirri úrlausn hefði engu getað breytt hvort röksemdir fyrir niðurstöðu héraðsdóms um önnur atriði kynnu í einhverju að hafa þótt ekki geta staðist,“ segir í dómi Hæstaréttar og bætt við: „Var því talið að með hinum kærða úrskurði hefði í verulegum atriðum verið vikið frá réttri meðferð málsins og því óhjákvæmilegt án kröfu að ómerkja úrskurðinn og vísa málinu á ný til Landsréttar til löglegrar meðferðar.“Dóm Hæstaréttar má nálgast hér. Deilur ISAVIA og ALC Dómsmál Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur WOW Air Tengdar fréttir ALC fær að kæra til Hæstaréttar Hæstiréttur Íslands hefur gefið flugvélaleigufyrirtækinu ALC leyfi til að áfrýja úrskurði Landsréttar í máli fyrirtækisins gegn Isavia. 19. júní 2019 14:20 Skoða ólíkar sviðsmyndir í kyrrsetningarmáli ALC Ekkert útlit virðist vera fyrir að Airbus-þota bandaríska flugvélaleigufyrirtækisins ALC, sem Isavia kyrrsetti á Keflavíkurflugvelli í lok mars fyrir ríflega tveggja milljarða króna skuld WOW air, losni þaðan í bráð. 11. júní 2019 07:42 Isavia mátti halda WOW-vélinni fyrir tveggja milljarða skuld Landsréttur komst að þessari niðurstöðu í dag og staðfesti þar með úrskurð Héraðsdóms Reykjaness frá því í byrjun mánaðar. 24. maí 2019 17:52 Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Fleiri fréttir Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Sjá meira
Hæstiréttur hefur ómerkt úrskurð Landsréttar í máli flugvélaleigunnar ALC gegn Isavia. Málinu er vísað aftur til Landsréttar til löglegrar meðferðar, ekki síst í ljósi þess að „að með hinum kærða úrskurði var í verulegum atriðum vikið frá réttri meðferð málsins,“ eins og fram kemur í dómi Hæstaréttar. Isavia kyrrsetti farþegaþotu í eigu ALC þegar WOW air varð gjaldþrota í lok mars sem tryggingu fyrir skuldum fallna flugfélagsins vegna flugvallargjalda og annarrar þjónustu á Keflavíkurflugvelli. ALC lagði í kjölfarið fram aðfararbeiðni um miðjan apríl þar sem fyrirtækið krafðist þess að Isavia léti vélina af hendi. Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði í byrjun maí að Isavia hafi verið heimilt að kyrrsetja þotuna en aðeins vegna gjalda sem tengdust þotunni sjálfri, um 80 milljónum króna, en ekki fyrir allri skuld WOW air sem sögð er um tveir milljarðar króna, Landsréttur komst aftur á móti að þeirri niðurstöðu að ISAVIA mætti halda flugvélinni vegna heildarskuldar WOW air, ekki eingöngu þeirra sem tengdust flugvélinni sem ALC vill fá afhenta. Flugvélaleigufyrirtækið kærði úrskurð Landsréttar til Hæstarétts sem kvað upp dóm sinn í gær.Óheimilt að krukka í forsendum Þar er þess getið að það hafi verið ISAVIA sem kærði úrskurð héraðsdóms vegna málskostnaðar, en ekki ALC. Þegar fyrir Landsrétt var komið hafi ALC gert varakröfu um að kærði úrskurðurinn yrði staðfestur - rétt eins og ISAVIA, sem þó fór fram á að forsendum úrskurðarins yrði breytt. Á það féllst Landsréttur.Hæstiréttur taldi hins vegar að Landrétti hefði borið að verða við kröfu ISAVIA um synjun aðfaragerðar, án þess að þess að taka á nokkurn hátt afstöðu til röksemda fyrir henni og leysa einvörðungu úr ágreiningi aðilanna um málskostnað. „Í þeirri úrlausn hefði engu getað breytt hvort röksemdir fyrir niðurstöðu héraðsdóms um önnur atriði kynnu í einhverju að hafa þótt ekki geta staðist,“ segir í dómi Hæstaréttar og bætt við: „Var því talið að með hinum kærða úrskurði hefði í verulegum atriðum verið vikið frá réttri meðferð málsins og því óhjákvæmilegt án kröfu að ómerkja úrskurðinn og vísa málinu á ný til Landsréttar til löglegrar meðferðar.“Dóm Hæstaréttar má nálgast hér.
Deilur ISAVIA og ALC Dómsmál Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur WOW Air Tengdar fréttir ALC fær að kæra til Hæstaréttar Hæstiréttur Íslands hefur gefið flugvélaleigufyrirtækinu ALC leyfi til að áfrýja úrskurði Landsréttar í máli fyrirtækisins gegn Isavia. 19. júní 2019 14:20 Skoða ólíkar sviðsmyndir í kyrrsetningarmáli ALC Ekkert útlit virðist vera fyrir að Airbus-þota bandaríska flugvélaleigufyrirtækisins ALC, sem Isavia kyrrsetti á Keflavíkurflugvelli í lok mars fyrir ríflega tveggja milljarða króna skuld WOW air, losni þaðan í bráð. 11. júní 2019 07:42 Isavia mátti halda WOW-vélinni fyrir tveggja milljarða skuld Landsréttur komst að þessari niðurstöðu í dag og staðfesti þar með úrskurð Héraðsdóms Reykjaness frá því í byrjun mánaðar. 24. maí 2019 17:52 Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Fleiri fréttir Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Sjá meira
ALC fær að kæra til Hæstaréttar Hæstiréttur Íslands hefur gefið flugvélaleigufyrirtækinu ALC leyfi til að áfrýja úrskurði Landsréttar í máli fyrirtækisins gegn Isavia. 19. júní 2019 14:20
Skoða ólíkar sviðsmyndir í kyrrsetningarmáli ALC Ekkert útlit virðist vera fyrir að Airbus-þota bandaríska flugvélaleigufyrirtækisins ALC, sem Isavia kyrrsetti á Keflavíkurflugvelli í lok mars fyrir ríflega tveggja milljarða króna skuld WOW air, losni þaðan í bráð. 11. júní 2019 07:42
Isavia mátti halda WOW-vélinni fyrir tveggja milljarða skuld Landsréttur komst að þessari niðurstöðu í dag og staðfesti þar með úrskurð Héraðsdóms Reykjaness frá því í byrjun mánaðar. 24. maí 2019 17:52