„Viele Leute haben gestorben hier“ Jakob Bjarnar skrifar 28. júní 2019 15:20 Kristinn vissi ekki fyrr en miðaldra karl reif sig skyndilega úr fötunum og gerði sig líklegan til að henda sér í öldurótið. Svo virðist sem Kristni R. Ólafssyni, útvarpsmanni og Spánarvini, hafi með naumindum tekist að forða Þjóðverja frá því að stinga sér til sunds í Reynisfjöru. Kristinn telur víst að hann hafi forðað manninum frá bráðum bana. „Í gær forðaði ég eflaust þýskum ferðamanni frá því að drekkja sjálfum sér í briminu við Reynisfjöru. Miðaldra karlinn reif sig skyndilega úr fötunum og stóð allt í einu á sundskýlunni. Hljóp síðan í sjó fram og átti eftir nokkur skref þegar ég stökk til og skipaði honum með bendingum og óðum að koma sér hið bráðasta á þurrt aftur. „You wanna drown your self! Get out of the water!“ Kristinn R. Ólafsson, sem ekki síst er þekktur fyrir vinsæla útvarpspistla sína frá Spáni í gegnum tíðina, greinir frá þessu á Facebooksíðu sinni nú fyrir skemmstu. Og kann að segja frá atvikinu. „Ég hafði staðið og fylgst með hópi Spánverja sem ég hef verið með í hringferð - að þeir færu sér ekki að voða. Þetta og rauður stakkur minn gerðu mig svolítið strandvarðarlega. Þjóðverjinn hefur eflaust talið mig yfirvald á staðnum og hlýddi mér umyrðalaust.“ Það fylgir sögunni að Kristinn hafi gleymt að taka mynd af Þjóðverjanum á skýlunni. En hann spurði hvaðan maðurinn væri og ítrekaði við hann hversu hættulegt athæfi hans hefði verið. „Skil ekki hvernig einhver menntaskólaþýska, úr dýpstu hugarfylgsnum hrökk uppúr mér: „Viele Leute haben gestorben hier“.“ Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Varað við óvenjuháum öldum í Reynisfjöru Spáð er allt að sex til sjö metra háum öldum í Reynisfjöru og nágrenni á morgun. Veðurfræðingur segir ástæðu til að vara við sjóganginum og mögulega loka fjörunum fyrir umferð. 31. ágúst 2018 15:09 Ferðamaður féll í klettum við Reynisfjöru Ferðamaður féll í klettum við Reynisfjöru síðdegis í dag. 22. júní 2019 17:38 Viðvörunarkerfi fyrir hættulegar öldur við Reynisfjöru enn á tilraunastigi Ferðamenn voru hætt komnir í fjörunni á laugardag er þeir hættu sér of nálægt briminu en viðvörunarkerfinu er ætlað að vara fólk við þegar öldugangur á svæðinu fer yfir ákveðinn hættustuðul. 7. nóvember 2018 23:00 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Svo virðist sem Kristni R. Ólafssyni, útvarpsmanni og Spánarvini, hafi með naumindum tekist að forða Þjóðverja frá því að stinga sér til sunds í Reynisfjöru. Kristinn telur víst að hann hafi forðað manninum frá bráðum bana. „Í gær forðaði ég eflaust þýskum ferðamanni frá því að drekkja sjálfum sér í briminu við Reynisfjöru. Miðaldra karlinn reif sig skyndilega úr fötunum og stóð allt í einu á sundskýlunni. Hljóp síðan í sjó fram og átti eftir nokkur skref þegar ég stökk til og skipaði honum með bendingum og óðum að koma sér hið bráðasta á þurrt aftur. „You wanna drown your self! Get out of the water!“ Kristinn R. Ólafsson, sem ekki síst er þekktur fyrir vinsæla útvarpspistla sína frá Spáni í gegnum tíðina, greinir frá þessu á Facebooksíðu sinni nú fyrir skemmstu. Og kann að segja frá atvikinu. „Ég hafði staðið og fylgst með hópi Spánverja sem ég hef verið með í hringferð - að þeir færu sér ekki að voða. Þetta og rauður stakkur minn gerðu mig svolítið strandvarðarlega. Þjóðverjinn hefur eflaust talið mig yfirvald á staðnum og hlýddi mér umyrðalaust.“ Það fylgir sögunni að Kristinn hafi gleymt að taka mynd af Þjóðverjanum á skýlunni. En hann spurði hvaðan maðurinn væri og ítrekaði við hann hversu hættulegt athæfi hans hefði verið. „Skil ekki hvernig einhver menntaskólaþýska, úr dýpstu hugarfylgsnum hrökk uppúr mér: „Viele Leute haben gestorben hier“.“
Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Varað við óvenjuháum öldum í Reynisfjöru Spáð er allt að sex til sjö metra háum öldum í Reynisfjöru og nágrenni á morgun. Veðurfræðingur segir ástæðu til að vara við sjóganginum og mögulega loka fjörunum fyrir umferð. 31. ágúst 2018 15:09 Ferðamaður féll í klettum við Reynisfjöru Ferðamaður féll í klettum við Reynisfjöru síðdegis í dag. 22. júní 2019 17:38 Viðvörunarkerfi fyrir hættulegar öldur við Reynisfjöru enn á tilraunastigi Ferðamenn voru hætt komnir í fjörunni á laugardag er þeir hættu sér of nálægt briminu en viðvörunarkerfinu er ætlað að vara fólk við þegar öldugangur á svæðinu fer yfir ákveðinn hættustuðul. 7. nóvember 2018 23:00 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Varað við óvenjuháum öldum í Reynisfjöru Spáð er allt að sex til sjö metra háum öldum í Reynisfjöru og nágrenni á morgun. Veðurfræðingur segir ástæðu til að vara við sjóganginum og mögulega loka fjörunum fyrir umferð. 31. ágúst 2018 15:09
Ferðamaður féll í klettum við Reynisfjöru Ferðamaður féll í klettum við Reynisfjöru síðdegis í dag. 22. júní 2019 17:38
Viðvörunarkerfi fyrir hættulegar öldur við Reynisfjöru enn á tilraunastigi Ferðamenn voru hætt komnir í fjörunni á laugardag er þeir hættu sér of nálægt briminu en viðvörunarkerfinu er ætlað að vara fólk við þegar öldugangur á svæðinu fer yfir ákveðinn hættustuðul. 7. nóvember 2018 23:00