Taka höndum saman með Færeyingum við verndun tungumálsins Þorbjörn Þórðarson skrifar 28. júní 2019 16:22 Við sköpum á íslensku og viljum auðvitað geta notað tungumálið okkar á öllum sviðum, segir menntamálaráðherra. Vísir/vilhelm Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir að á fundi hennar með Hönnu Jensen, menntamálaráðherra Færeyja, hafi verið ákveðið að vinna að samstarfssamningi Íslands og Færeyja um verkefni á sviði máltækni. Segja má að Færeyingar glími við sömu áskoranir og við Íslendingar þegar vernd tungumálsins er annars vegar. Á fundinum ræddu ráðherrarnir meðal annars þingsályktun sem Alþingi samþykkti á liðnu vorþingi um að efla íslensku sem opinbert mál á Íslandi og aðgerðaáætlun hennar og verkáætlunina máltækni fyrir íslensku sem nú er unnið eftir. „Þau vilja vinna með okkur að gera samskonar þingsályktun fyrir þinginu hjá þeim. Svo auðvitað máltækniáætlunin okkar sem er stórmerkileg þar sem við erum að kalla saman okkar færustu hugbúnaðarverkfræðinga og málvísindafólk til að sjá til þess að íslenskan lifi í hinum stafræna heimi.“En eru það ekki einkafyrirtæki sem leiða þetta, eins og Google sem gerði þetta af sjálfsdáðum. Án ríkisstyrkja?„Við þurfum að koma fram með tæknilausnir til þessara fyrirtækja því þau eru mjög ráðandi á markaðnum. Við þurfum að passa upp á að íslenska geti þróast í takt við það sem er að gerast. Við erum að leita eftir samstarfi við þessa aðila til að ná þeim framgangi og árangri sem nauðsynlegt er,“ segir Lilja.Lengi voru áhyggjur af því að íslenska væri of dönskuskotin. Í dag eru áhyggjur svipaðar nema af enskuskotinni íslensku. Finnst þér þetta vera meira vandamál í dag en þegar þú varst að alast upp?„Það sem við sjáum er að málvísindafólkið okkar hefur verið að rannsaka til að mynda máltöku barna. Það er hreinlega munur á máltöku barna nú og fyrir fimmtán árum vegna áhrifa snjalltækja. En ég lít líka svo á að það séu ákveðin tækifæri í þessu. Íslendingar eru meðvitaðir um mikilvægi tungumálsins og vilja veg tungumálsins sem mestan. Ég finn það þegar ég er að tala við Hönnu Jensen, færeyska menntamálaráðherrann, að Færeyingar eru að hugsa um þetta á svipuðum nótum og öll minni málssvæði. Og ekki bara minni málssvæði. Frakkar eru mikið að hugsa um sitt tungumál og passa að hægt sé að nálgast þeirra tungumál sem víðast. Það er þannig að við gerum allt auðvitað á íslensku. Við sköpum á íslensku og viljum auðvitað geta notað tungumálið okkar á öllum sviðum. “ Færeyjar Íslenska á tækniöld Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir að á fundi hennar með Hönnu Jensen, menntamálaráðherra Færeyja, hafi verið ákveðið að vinna að samstarfssamningi Íslands og Færeyja um verkefni á sviði máltækni. Segja má að Færeyingar glími við sömu áskoranir og við Íslendingar þegar vernd tungumálsins er annars vegar. Á fundinum ræddu ráðherrarnir meðal annars þingsályktun sem Alþingi samþykkti á liðnu vorþingi um að efla íslensku sem opinbert mál á Íslandi og aðgerðaáætlun hennar og verkáætlunina máltækni fyrir íslensku sem nú er unnið eftir. „Þau vilja vinna með okkur að gera samskonar þingsályktun fyrir þinginu hjá þeim. Svo auðvitað máltækniáætlunin okkar sem er stórmerkileg þar sem við erum að kalla saman okkar færustu hugbúnaðarverkfræðinga og málvísindafólk til að sjá til þess að íslenskan lifi í hinum stafræna heimi.“En eru það ekki einkafyrirtæki sem leiða þetta, eins og Google sem gerði þetta af sjálfsdáðum. Án ríkisstyrkja?„Við þurfum að koma fram með tæknilausnir til þessara fyrirtækja því þau eru mjög ráðandi á markaðnum. Við þurfum að passa upp á að íslenska geti þróast í takt við það sem er að gerast. Við erum að leita eftir samstarfi við þessa aðila til að ná þeim framgangi og árangri sem nauðsynlegt er,“ segir Lilja.Lengi voru áhyggjur af því að íslenska væri of dönskuskotin. Í dag eru áhyggjur svipaðar nema af enskuskotinni íslensku. Finnst þér þetta vera meira vandamál í dag en þegar þú varst að alast upp?„Það sem við sjáum er að málvísindafólkið okkar hefur verið að rannsaka til að mynda máltöku barna. Það er hreinlega munur á máltöku barna nú og fyrir fimmtán árum vegna áhrifa snjalltækja. En ég lít líka svo á að það séu ákveðin tækifæri í þessu. Íslendingar eru meðvitaðir um mikilvægi tungumálsins og vilja veg tungumálsins sem mestan. Ég finn það þegar ég er að tala við Hönnu Jensen, færeyska menntamálaráðherrann, að Færeyingar eru að hugsa um þetta á svipuðum nótum og öll minni málssvæði. Og ekki bara minni málssvæði. Frakkar eru mikið að hugsa um sitt tungumál og passa að hægt sé að nálgast þeirra tungumál sem víðast. Það er þannig að við gerum allt auðvitað á íslensku. Við sköpum á íslensku og viljum auðvitað geta notað tungumálið okkar á öllum sviðum. “
Færeyjar Íslenska á tækniöld Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira