Fótbolti

Frakkar á toppinn eftir öruggan sigur í Andorra | Öll úrslitin í undankeppninni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Mbappé kom Frökkum á bragðið gegn Andorramönnum.
Mbappé kom Frökkum á bragðið gegn Andorramönnum. vísir/getty
Heimsmeistarar Frakklands tylltu sér á toppi H-riðils undankeppni EM 2020 með öruggum 0-4 sigri á Andorra í kvöld.

Kylian Mbappé, Wissam Ben Yedder, Florian Thauvin og Kurt Zouma skoruðu mörk Frakka sem eru með níu stig á toppi H-riðils.

Ísland vann Tyrkland, 2-1, á Laugardalsvellinum í kvöld. Tyrkir og Íslendingar eru með níu stig líkt og Frakkar.

Í sama riðli vann Albanía 2-0 sigur á Moldóvu á heimavelli. Albanir eru í 4. sæti riðilsins með sex stig en Moldóvar með þrjú stig í 5. sætinu.

Þýskaland sýndi Eistlandi enga miskunn í leik liðanna í C-riðli og vann 8-0 sigur. Þjóðverjar voru komnir í 4-0 eftir 26 mínútur.

Marco Reus (2), Serge Gnabry (2), Leon Goretzka, Ilkay Gündogan (víti), Timo Werner og Leroy Sané skoruðu mörk þýska liðsins sem er í 2. sæti riðilsins með níu stig, þremur stigum á eftir toppliði Norður-Írlands sem vann 0-1 útisigur á Hvíta-Rússlandi. Þýskaland á einn til leiks góða á Norður-Írland.

Í J-riðli gerðu unnu Ítalir Bosníumenn, 2-1, í Tórínó. Marco Verratti skoraði sigurmark ítalska liðsins þegar fjórar mínútur voru til leiksloka.

Ítalía er með tólf stig á toppi riðilsins, þremur stigum á undan Finnlandi sem vann 0-2 útisigur á Liechtenstein. Í þriðja leik J-riðils vann Armenía 2-3 sigur á Grikklandi.

Ungverjaland vann 1-0 sigur á Wales í E-riðli. Með sigrinum fóru Ungverjar á topp riðilsins. Walesverjar eru hins vegar í 4. sæti riðilsins. Í sama riðli vann Slóvakía stórsigur á Aserbaídsjan, 1-5. Slóvakar eru í 2. sæti riðilsins.

Belgar eru með fullt hús stiga á toppi I-riðils eftir 3-0 sigur á Skotum á heimavelli. Rússar, sem unnu 1-0 sigur á Kýpverjum, eru í 2. sæti riðilsins með níu stig. Fyrr í dag vann Kasakstan öruggan sigur á San Marinó, 4-0.

Úrslit dagsins:

C-riðill

Þýskaland 8-0 Eistland

Hvíta-Rússland 0-1 Norður-Ísland

E-riðill

Ungverjaland 1-0 Wales

Aserbaídsjan 1-5 Slóvakía

H-riðill

Andorra 0-4 Frakkland

Ísland 2-1 Tyrkland

Albanía 2-0 Moldóva

I-riðill

Belgía 3-0 Skotland

Rússland 1-0 Kýpur

Kasakstan 4-0 San Marinó

J-riðill

Ítalía 2-1 Bosnía

Liechtenstein 0-2 Finnland

Grikkland 2-3 Armenía


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×