Samkynhneigð ekki lengur ólögleg í Botsvana 11. júní 2019 18:25 Baráttufólk fagnar sigri fyrir utan Hæstarétt Botsvana í Gaborone í dag. Vísir/AP Hæstiréttur Botsvana felldi úr gildi lög sem hefðu lagt allt að sjö ára fangelsi við samkynjasamböndum og taldi þau stangast á við stjórnarskrá í dag. Lögin hafa verið í gildi frá árinu 1965 þegar landið laut enn nýlendustjórn Breta. Námsmaður höfðaði mál til að fá lögunum hnekkt á þeim forsendum að samfélagið væri breytt og samkynhneigð væri viðurkenndari í dag en þegar þau voru sett. Þrír dómarar dæmdu í málinu og komust þeir að samhljóða niðurstöðu, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. „Mannleg reisn er skert þegar minnihlutahópar eru jaðarsettir,“ sagði Michael Elburu, dómari. Sagði hann lögin mismuna fólki. Kynhneigð væri ekki tískufyrirbæri heldur mikilvægur hluti af persónuleika fólks. Samkynhneigð er enn bönnuð með lögum í 31 af 54 löndum Afríku. Dómstóll í Kenía staðfesti sambærileg lög sem mannréttindafrömuðir reyndu að hnekkja í síðasta mánuði. Þar liggur allt að fjórtán ára fangelsi við kynlífi samkynhneigðra. Í Súdan, Sómalíu, Máritaníu og norðanverðri Nígeríu liggur dauðarefsing við kynlífi samkynhneigðra. Í Tansaníu geta samkynhneigðir átt yfir höfði sér lífstíðarfangelsisvist. Önnur lönd hafa færst í átt til frjálslyndis undanfarin ár. Þannig hafa lög gegn samkynhneigð verið felld úr gildi í Angóla, Mósambík og Seychelles-eyjum. Botsvana Hinsegin Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Hæstiréttur Botsvana felldi úr gildi lög sem hefðu lagt allt að sjö ára fangelsi við samkynjasamböndum og taldi þau stangast á við stjórnarskrá í dag. Lögin hafa verið í gildi frá árinu 1965 þegar landið laut enn nýlendustjórn Breta. Námsmaður höfðaði mál til að fá lögunum hnekkt á þeim forsendum að samfélagið væri breytt og samkynhneigð væri viðurkenndari í dag en þegar þau voru sett. Þrír dómarar dæmdu í málinu og komust þeir að samhljóða niðurstöðu, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. „Mannleg reisn er skert þegar minnihlutahópar eru jaðarsettir,“ sagði Michael Elburu, dómari. Sagði hann lögin mismuna fólki. Kynhneigð væri ekki tískufyrirbæri heldur mikilvægur hluti af persónuleika fólks. Samkynhneigð er enn bönnuð með lögum í 31 af 54 löndum Afríku. Dómstóll í Kenía staðfesti sambærileg lög sem mannréttindafrömuðir reyndu að hnekkja í síðasta mánuði. Þar liggur allt að fjórtán ára fangelsi við kynlífi samkynhneigðra. Í Súdan, Sómalíu, Máritaníu og norðanverðri Nígeríu liggur dauðarefsing við kynlífi samkynhneigðra. Í Tansaníu geta samkynhneigðir átt yfir höfði sér lífstíðarfangelsisvist. Önnur lönd hafa færst í átt til frjálslyndis undanfarin ár. Þannig hafa lög gegn samkynhneigð verið felld úr gildi í Angóla, Mósambík og Seychelles-eyjum.
Botsvana Hinsegin Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira