Samkynhneigð ekki lengur ólögleg í Botsvana 11. júní 2019 18:25 Baráttufólk fagnar sigri fyrir utan Hæstarétt Botsvana í Gaborone í dag. Vísir/AP Hæstiréttur Botsvana felldi úr gildi lög sem hefðu lagt allt að sjö ára fangelsi við samkynjasamböndum og taldi þau stangast á við stjórnarskrá í dag. Lögin hafa verið í gildi frá árinu 1965 þegar landið laut enn nýlendustjórn Breta. Námsmaður höfðaði mál til að fá lögunum hnekkt á þeim forsendum að samfélagið væri breytt og samkynhneigð væri viðurkenndari í dag en þegar þau voru sett. Þrír dómarar dæmdu í málinu og komust þeir að samhljóða niðurstöðu, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. „Mannleg reisn er skert þegar minnihlutahópar eru jaðarsettir,“ sagði Michael Elburu, dómari. Sagði hann lögin mismuna fólki. Kynhneigð væri ekki tískufyrirbæri heldur mikilvægur hluti af persónuleika fólks. Samkynhneigð er enn bönnuð með lögum í 31 af 54 löndum Afríku. Dómstóll í Kenía staðfesti sambærileg lög sem mannréttindafrömuðir reyndu að hnekkja í síðasta mánuði. Þar liggur allt að fjórtán ára fangelsi við kynlífi samkynhneigðra. Í Súdan, Sómalíu, Máritaníu og norðanverðri Nígeríu liggur dauðarefsing við kynlífi samkynhneigðra. Í Tansaníu geta samkynhneigðir átt yfir höfði sér lífstíðarfangelsisvist. Önnur lönd hafa færst í átt til frjálslyndis undanfarin ár. Þannig hafa lög gegn samkynhneigð verið felld úr gildi í Angóla, Mósambík og Seychelles-eyjum. Botsvana Hinsegin Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Fleiri fréttir Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Sjá meira
Hæstiréttur Botsvana felldi úr gildi lög sem hefðu lagt allt að sjö ára fangelsi við samkynjasamböndum og taldi þau stangast á við stjórnarskrá í dag. Lögin hafa verið í gildi frá árinu 1965 þegar landið laut enn nýlendustjórn Breta. Námsmaður höfðaði mál til að fá lögunum hnekkt á þeim forsendum að samfélagið væri breytt og samkynhneigð væri viðurkenndari í dag en þegar þau voru sett. Þrír dómarar dæmdu í málinu og komust þeir að samhljóða niðurstöðu, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. „Mannleg reisn er skert þegar minnihlutahópar eru jaðarsettir,“ sagði Michael Elburu, dómari. Sagði hann lögin mismuna fólki. Kynhneigð væri ekki tískufyrirbæri heldur mikilvægur hluti af persónuleika fólks. Samkynhneigð er enn bönnuð með lögum í 31 af 54 löndum Afríku. Dómstóll í Kenía staðfesti sambærileg lög sem mannréttindafrömuðir reyndu að hnekkja í síðasta mánuði. Þar liggur allt að fjórtán ára fangelsi við kynlífi samkynhneigðra. Í Súdan, Sómalíu, Máritaníu og norðanverðri Nígeríu liggur dauðarefsing við kynlífi samkynhneigðra. Í Tansaníu geta samkynhneigðir átt yfir höfði sér lífstíðarfangelsisvist. Önnur lönd hafa færst í átt til frjálslyndis undanfarin ár. Þannig hafa lög gegn samkynhneigð verið felld úr gildi í Angóla, Mósambík og Seychelles-eyjum.
Botsvana Hinsegin Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Fleiri fréttir Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Sjá meira