Fótbolti

Myndir frá sigrinum mikilvæga á Tyrkjum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Aron Einar Gunnarsson fagnar með hetju leiksins, Ragnari Sigurðssyni.
Aron Einar Gunnarsson fagnar með hetju leiksins, Ragnari Sigurðssyni. vísir/daníel þór
Ragnar Sigurðsson skoraði bæði mörk Íslands í 2-1 sigri á Tyrklandi í undankeppni EM 2020 í kvöld.

Íslendingar eru með níu stig í H-riðli undankeppninnar, líkt heimsmeistarar Frakka og Tyrkir.

Öll mörkin komu í fyrri hálfleik þar sem Íslendingar voru mun sterkari aðilinn. Tyrkir sóttu í sig veðrið í seinni hálfleik en íslenska vörnin hélt vel.

Daníel Þór, ljósmyndari Vísis, var á Laugardalsvellinum í kvöld og tók myndirnar hér fyrir neðan.

Íslenska liðið stillir sér upp fyrir leikinn.vísir/daníel þór
Jóhann Berg Guðmundsson átti fínan leik á hægri kantinum og lagði fyrra mark Íslands upp.vísir/daníel þór
Ragnar kemur Íslandi yfir.vísir/daníel þór
Jón Daði Böðvarsson var öflugur í framlínu íslenska liðsins.vísir/daníel þór
Íslensku strákarnir fagna með Ragnari.vísir/daníel þór
Þjálfarateymi íslenska liðsins fagnaði af innlifun eftir leikinn.vísir/daníel þór
Hannes Þór Halldórsson fagnar eftir leik.vísir/daníel þór
Víkingaklappið!vísir/daníel þór

Tengdar fréttir

Gylfi: Þægilegt að spila með geggjuðum Jóni Daða

Jón Daði Böðvarsson átti mjög góðan leik fyrir íslenska landsliðið sem vann Tyrkland 2-1 á Laugardalsvelli í kvöld. Gylfi Þór Sigurðsson hrósaði framherjanum mikið fyrir frammistöðu sína.

Fer með sex stig til Ítalíu og tekur við brúð­kaups­undir­búningnum

Gylfi Þór Sigurðsson átti tvo frábæra leiki fyrir íslenska karlalandsliðið í fótbolta á síðustu dögum. Á meðan hann var að skila landsliðinu sex mikilvægum stigum sá unnusta hans, Alexandra Helga Ívarsdóttir, um undirbúning fyrir brúðkaup þeirra á Ítalíu.

Gylfi: Við erum ekkert komnir til baka

Gylfi Þór Sigurðsson segir að það sé ekki hægt að tala um endurkomu hjá íslenska landsliðinu. Ísland sé að gera sömu góðu hluti nú og liðið hefur gert síðustu 5-6 árin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×