Dansað til styrktar Jónu sem slasaðist í alvarlegu bílslysi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. júní 2019 11:32 Mæðgurnar Jóna og Ugla á ferðalagi í Afríku. Jóna Elísabet Ottesen, 36 ára framleiðandi og skipuleggjandi, hlaut mænuskaða í umferðarslysi á leið sinni suður til Reykjavíkur að norðan snemma í þessum mánuði. Dóttir Jónu var með henni í bílnum en hún slapp með skrámur. Kramhúsið og Kennarahúsið hafa nú skipulagt styrktarviðburð henni til heiðurs, auk þess sem systir Jónu og vinkonur hafa stofnað styrktarreikning til þess að fjármagna endurhæfingarferlið. Að sögn Ásu Ottesen, systur Jónu, fer ástand Jónu batnandi. Hún er komin úr öndunarvél og aðlagast því nú að vera án hennar. Hún er þó enn á gjörgæslu og verður þar áfram uns hún verður tilbúin að taka næstu skref í endurhæfingarferlinu. „Hún er mjög skýr og meðvituð um sig og okkur. Þannig að ég myndi segja að þetta væri allt í rétta átt.“ Ása segir Uglu, dóttur Jónu sem var einnig í bílnum þegar slysið varð, hafa sloppið ómeidda. „Hún fékk smá sár á hælinn, en það þurfti ekki að sauma eða neitt. Hún slapp ótrúlega vel. Það sést ekkert á henni núna,“ segir Ása.Dansað til styrktar og heiðurs Jónu Styrktarviðburðurinn sem skipulagður er af Kramhúsinu og Kennarahúsinu, sem fram fer 16. júní næstkomandi, ber yfirskriftina „Kátt í Kramhúsinu“ og er dans- og fjölskylduhátíð þar sem fólk á öllum sviðum lífsins getur dansað eins og vindurinn og styrkt gott málefni í leiðinni. Hátíðin fer, eins og nafnið kann að gefa til kynna, fram í Kramhúsinu við Skólavörðustíg. Vigdís Arna, verkefnastýra Kramhússins, segir nafn viðburðarins vera vísun í barnahátíðina „Kátt á Klambra,“ sem Jóna hefur undanfarin ár staðið fyrir. Hátíðin verði hins vegar ekki haldin í ár, en þess í stað nafni hennar haldið á lofti með þessum hætti.Jóna er stofnandi barnahátíðarinnar Kátt á Klambra.Dagskrá viðburðarins verður tvískipt. Frá 11-13 verður boðið upp á fjölskyldu og barnadagskrá í léttari kantinum. Fjölskylduafró, latín-dansar og fjölskyldu-jóga eða pílates verður þar allsráðandi. Klukkan 16-18 verður hins vegar skrúfað aðeins upp í hitanum og boðið upp á tíma í Broadway-dansi, dansi við tónlist frá tíunda áratug síðustu aldar og fyrsta áratug þessarar, afródans og Beyonce-dansa þar sem mjaðmasveiflur og gellulæti verða í fyrirrúmi, eins og segir á vef viðburðarins. Vigdís telur líklegt að færri komist að en vilji og hvetur því fólk til þess að tryggja sér aðgang að viðburðinum í tæka tíð. Stakir tímar kosta á bilinu 2500 til 4000 krónur, en einnig er hægt að styrkja átakið um aðrar upphæðir án þess að skrá sig á námskeiðið á vef Kramhússins. Þar er einnig hægt að sjá dagskrá viðburðarins. Allt fé sem safnast í tengslum við viðburðinn rennur óskipt inn á styrktarreikning Jónu Elísabetar, þar sem allir sem taka þátt í verkefninu gefa vinnu sína í þágu fjáröflunar fyrir endurhæfingu Jónu. Þá er einnig tekið við frjálsum framlögum inn á styrktarreikninginn: 528-14-401998, kt. 701111-1410. Dans Húnavatnshreppur Samgönguslys Tengdar fréttir Haldið sofandi í öndunarvél eftir alvarlegt umferðarslys í Langadal Jóna Elísabet Ottesen, 36 ára framleiðandi og skipuleggjandi, hlaut mænuskaða í umferðarslysi á leið sinni suður til Reykjavíkur að norðan um helgina. 6. júní 2019 10:13 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Jóna Elísabet Ottesen, 36 ára framleiðandi og skipuleggjandi, hlaut mænuskaða í umferðarslysi á leið sinni suður til Reykjavíkur að norðan snemma í þessum mánuði. Dóttir Jónu var með henni í bílnum en hún slapp með skrámur. Kramhúsið og Kennarahúsið hafa nú skipulagt styrktarviðburð henni til heiðurs, auk þess sem systir Jónu og vinkonur hafa stofnað styrktarreikning til þess að fjármagna endurhæfingarferlið. Að sögn Ásu Ottesen, systur Jónu, fer ástand Jónu batnandi. Hún er komin úr öndunarvél og aðlagast því nú að vera án hennar. Hún er þó enn á gjörgæslu og verður þar áfram uns hún verður tilbúin að taka næstu skref í endurhæfingarferlinu. „Hún er mjög skýr og meðvituð um sig og okkur. Þannig að ég myndi segja að þetta væri allt í rétta átt.“ Ása segir Uglu, dóttur Jónu sem var einnig í bílnum þegar slysið varð, hafa sloppið ómeidda. „Hún fékk smá sár á hælinn, en það þurfti ekki að sauma eða neitt. Hún slapp ótrúlega vel. Það sést ekkert á henni núna,“ segir Ása.Dansað til styrktar og heiðurs Jónu Styrktarviðburðurinn sem skipulagður er af Kramhúsinu og Kennarahúsinu, sem fram fer 16. júní næstkomandi, ber yfirskriftina „Kátt í Kramhúsinu“ og er dans- og fjölskylduhátíð þar sem fólk á öllum sviðum lífsins getur dansað eins og vindurinn og styrkt gott málefni í leiðinni. Hátíðin fer, eins og nafnið kann að gefa til kynna, fram í Kramhúsinu við Skólavörðustíg. Vigdís Arna, verkefnastýra Kramhússins, segir nafn viðburðarins vera vísun í barnahátíðina „Kátt á Klambra,“ sem Jóna hefur undanfarin ár staðið fyrir. Hátíðin verði hins vegar ekki haldin í ár, en þess í stað nafni hennar haldið á lofti með þessum hætti.Jóna er stofnandi barnahátíðarinnar Kátt á Klambra.Dagskrá viðburðarins verður tvískipt. Frá 11-13 verður boðið upp á fjölskyldu og barnadagskrá í léttari kantinum. Fjölskylduafró, latín-dansar og fjölskyldu-jóga eða pílates verður þar allsráðandi. Klukkan 16-18 verður hins vegar skrúfað aðeins upp í hitanum og boðið upp á tíma í Broadway-dansi, dansi við tónlist frá tíunda áratug síðustu aldar og fyrsta áratug þessarar, afródans og Beyonce-dansa þar sem mjaðmasveiflur og gellulæti verða í fyrirrúmi, eins og segir á vef viðburðarins. Vigdís telur líklegt að færri komist að en vilji og hvetur því fólk til þess að tryggja sér aðgang að viðburðinum í tæka tíð. Stakir tímar kosta á bilinu 2500 til 4000 krónur, en einnig er hægt að styrkja átakið um aðrar upphæðir án þess að skrá sig á námskeiðið á vef Kramhússins. Þar er einnig hægt að sjá dagskrá viðburðarins. Allt fé sem safnast í tengslum við viðburðinn rennur óskipt inn á styrktarreikning Jónu Elísabetar, þar sem allir sem taka þátt í verkefninu gefa vinnu sína í þágu fjáröflunar fyrir endurhæfingu Jónu. Þá er einnig tekið við frjálsum framlögum inn á styrktarreikninginn: 528-14-401998, kt. 701111-1410.
Dans Húnavatnshreppur Samgönguslys Tengdar fréttir Haldið sofandi í öndunarvél eftir alvarlegt umferðarslys í Langadal Jóna Elísabet Ottesen, 36 ára framleiðandi og skipuleggjandi, hlaut mænuskaða í umferðarslysi á leið sinni suður til Reykjavíkur að norðan um helgina. 6. júní 2019 10:13 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Haldið sofandi í öndunarvél eftir alvarlegt umferðarslys í Langadal Jóna Elísabet Ottesen, 36 ára framleiðandi og skipuleggjandi, hlaut mænuskaða í umferðarslysi á leið sinni suður til Reykjavíkur að norðan um helgina. 6. júní 2019 10:13