Samþykktu að gera úttekt á stjórnsýslu barnaverndarmála á Seltjarnarnesi Sylvía Hall skrifar 12. júní 2019 22:32 Í greinargerð með tillögunni segir að ástæða tillögunnar sé alvarlegar ásakanir í garð Barnaverndar Seltjarnarness. Vísir/Vilhelm Tillaga Samfylkingarinnar á Seltjarnarnesi um að gera úttekt á stjórnsýslu barnaverndarmála var samþykkt á bæjarstjórnarfundi í dag. Lagt er til að stjórnsýsla síðustu fimmtán ára verði skoðuð. Barnaverndarnefnd Seltjarnarness hefur verið í umræðunni undanfarnar vikur eftir að greint var frá máli sextán ára stúlku. Stúlkan er sögð hafa búið við verulega vanrækslu af hálfu móður sinnar alla ævi og segir hún nefndina hafa sópað fjölda ábendinga undir teppið.Sjá einnig: Segir Barnaverndarnefnd Seltjarnarness hafa brugðist barni sem bjó við ofbeldi Stúlkan og faðir hennar hafa kvartað til Barnaverndarstofu vegna málsins og segir lögmaður þeirra, Sævar Þór Jónsson, pólitísk tengsl hafa haft áhrif á úrvinnslu málsins. Móðuramma stúlkunnar hafi verið virk í nefndum á vegum bæjarins og gagnrýndi Sævar að barnaverndarnefndir væru pólitískt skipaðar. Sigurþóra Bergsdóttir, fulltrúi í barnaverndarnefnd bæjarins og frambjóðandi Samfylkingarinnar, sagðist standa með stúlkunni. Samfylkingin lagði því til að óháður aðili yrði fenginn til þess að vinna stjórnsýsluúttekt á barnaverndarmálum síðustu fimmtán ára og skoðað yrði hvort vinnulag og ferlar hafi verið í samræmi við góða stjórnsýsluhætti. Í greinargerð með tillögunni segir að ástæða tillögunnar sé alvarlegar ásakanir í garð Barnaverndar Seltjarnarness. Nefndin sinni gríðarlega mikilvægu hlutverki í samfélaginu og traust verði að ríkja til starfa hennar og starfsmanna. Því sé nauðsynlegt að skoða og velta við öllum steinum varðandi vinnulag og ákvarðanir. „Því leggur Samfylking Seltirninga til að fengin verði óháður aðili til að vinna stjórnsýsluúttekt á Barnaverndarnefnd Seltjarnarness, þar sem farið verður yfir ferla og vinnulag síðustu 15 ára, til að skoða hvort stjórnsýsla og vinnubrögð Barnaverndarnefndar og starfsmanna hennar hafi verið yfir gagnrýni hafin,“ segir í greinargerðinni. Seltjarnarnes Tengdar fréttir Sextán ára stúlka segir að Seltjarnarnesbær hafi sópað fjölda ábendinga um áralanga vanrækslu undir teppið Lögmaður stúlkunnar, fulltrúi í barnaverndarnefnd og bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi telja öll að bærinn sé of lítill til að annast barnaverndarmál. 3. júní 2019 19:00 Segir Barnaverndarnefnd Seltjarnarness hafa brugðist barni sem bjó við ofbeldi Sextán ára stúlka og faðir hennar hafa kvartað til Barnaverndarstofu vegna starfa Barnaverndarnefndar Seltjarnarnesbæjar. Stúlkan er sögð hafa búið við verulega vanrækslu af hálfu móður alla ævi. 2. júní 2019 18:30 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Tillaga Samfylkingarinnar á Seltjarnarnesi um að gera úttekt á stjórnsýslu barnaverndarmála var samþykkt á bæjarstjórnarfundi í dag. Lagt er til að stjórnsýsla síðustu fimmtán ára verði skoðuð. Barnaverndarnefnd Seltjarnarness hefur verið í umræðunni undanfarnar vikur eftir að greint var frá máli sextán ára stúlku. Stúlkan er sögð hafa búið við verulega vanrækslu af hálfu móður sinnar alla ævi og segir hún nefndina hafa sópað fjölda ábendinga undir teppið.Sjá einnig: Segir Barnaverndarnefnd Seltjarnarness hafa brugðist barni sem bjó við ofbeldi Stúlkan og faðir hennar hafa kvartað til Barnaverndarstofu vegna málsins og segir lögmaður þeirra, Sævar Þór Jónsson, pólitísk tengsl hafa haft áhrif á úrvinnslu málsins. Móðuramma stúlkunnar hafi verið virk í nefndum á vegum bæjarins og gagnrýndi Sævar að barnaverndarnefndir væru pólitískt skipaðar. Sigurþóra Bergsdóttir, fulltrúi í barnaverndarnefnd bæjarins og frambjóðandi Samfylkingarinnar, sagðist standa með stúlkunni. Samfylkingin lagði því til að óháður aðili yrði fenginn til þess að vinna stjórnsýsluúttekt á barnaverndarmálum síðustu fimmtán ára og skoðað yrði hvort vinnulag og ferlar hafi verið í samræmi við góða stjórnsýsluhætti. Í greinargerð með tillögunni segir að ástæða tillögunnar sé alvarlegar ásakanir í garð Barnaverndar Seltjarnarness. Nefndin sinni gríðarlega mikilvægu hlutverki í samfélaginu og traust verði að ríkja til starfa hennar og starfsmanna. Því sé nauðsynlegt að skoða og velta við öllum steinum varðandi vinnulag og ákvarðanir. „Því leggur Samfylking Seltirninga til að fengin verði óháður aðili til að vinna stjórnsýsluúttekt á Barnaverndarnefnd Seltjarnarness, þar sem farið verður yfir ferla og vinnulag síðustu 15 ára, til að skoða hvort stjórnsýsla og vinnubrögð Barnaverndarnefndar og starfsmanna hennar hafi verið yfir gagnrýni hafin,“ segir í greinargerðinni.
Seltjarnarnes Tengdar fréttir Sextán ára stúlka segir að Seltjarnarnesbær hafi sópað fjölda ábendinga um áralanga vanrækslu undir teppið Lögmaður stúlkunnar, fulltrúi í barnaverndarnefnd og bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi telja öll að bærinn sé of lítill til að annast barnaverndarmál. 3. júní 2019 19:00 Segir Barnaverndarnefnd Seltjarnarness hafa brugðist barni sem bjó við ofbeldi Sextán ára stúlka og faðir hennar hafa kvartað til Barnaverndarstofu vegna starfa Barnaverndarnefndar Seltjarnarnesbæjar. Stúlkan er sögð hafa búið við verulega vanrækslu af hálfu móður alla ævi. 2. júní 2019 18:30 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Sextán ára stúlka segir að Seltjarnarnesbær hafi sópað fjölda ábendinga um áralanga vanrækslu undir teppið Lögmaður stúlkunnar, fulltrúi í barnaverndarnefnd og bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi telja öll að bærinn sé of lítill til að annast barnaverndarmál. 3. júní 2019 19:00
Segir Barnaverndarnefnd Seltjarnarness hafa brugðist barni sem bjó við ofbeldi Sextán ára stúlka og faðir hennar hafa kvartað til Barnaverndarstofu vegna starfa Barnaverndarnefndar Seltjarnarnesbæjar. Stúlkan er sögð hafa búið við verulega vanrækslu af hálfu móður alla ævi. 2. júní 2019 18:30