Ratleikur um list og orð Gunnþórunn Gunnarsdóttir skrifar 13. júní 2019 17:00 Ólöf hlakkar til að fylgjast með fjölskyldum leyfa ratleiknum að leiða sig um húsin á Kópavogshálsi. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Mig hefur lengi dreymt um að geta boðið fjölskyldum upp á ókeypis ratleik um ýmislegt sem húsin hér á Kópavogshæðinni geyma, nú er hann orðinn að veruleika,“ segir Ólöf Breiðfjörð, verkefnastjóri í menningarhúsunum í Kópavogi. Hún kveðst hafa kynnst slíkum ratleik í Þjóðminjasafninu og víða á söfnum erlendis. „En ég hef hvergi rekist á ratleik sem fjallar um jafn fjölbreytt efni og okkar, listina í Gerðarsafni, bækur, ljóð, orð og stafi á bókasafninu og gersemar Náttúrufræðistofunnar. Við getum ekki alltaf notið listar í Salnum en göngum að arkitektúrnum vísum og rekaviðnum utan á honum. Svo vakir Kópavogskirkja yfir svæðinu og form hennar og umhverfi eru verðug rannsóknarefni.“ Ratleikurinn er prentaður á pappír. „Þetta er sex síðna bæklingur með verkefnum. Gerðarsafn er til dæmis með eina síðu þar sem þátttakandinn velur listaverk og teiknar það eins og hann lystir. Svo þarf að finna út hvernig það lítur út ef hann leggst á gólfið, og fleira slíkt. Í Náttúrufræðistofunni er verkefni sem felst í að teikna þrjár dýrategundir með tennur. En leikurinn snýst ekki bara að teikna og skrifa heldur að opna augun fyrir umhverfinu og það er ekkert svar réttara en annað. Allar spurningar eru þannig að þær halda gildi þó árin líði. Möguleikarnir eru svo margir.“Ólöf segir verkefnið hafa verið í gerjun frá því hún fór á námskeið fyrir þremur árum í Victoria & Albert Museum í New York. „Á ferðum mínum um söfn erlendis hef ég haft sérstakan áhuga á hvernig tekið er á móti fjölskyldum. Svo fengum við styrk úr Safnasjóði til að hrinda þessu í framkvæmd. Við erum með okkar sérfræðinga hér í húsunum og unnum allt í teymisvinnu en fengum líka hönnuð og teiknara. Unnie Arndrup teiknaði fyrir okkur og Arnar Freyr hjá StudioStudio hannaði. Svo prentum við leikinn á góðan pappír, ekki bara á íslensku heldur líka á ensku og pólsku. Ég er stolt af útkomunni og að hún skuli vera á pappír en ekki í snjalltæki. Pappír virðist halda velli á söfnum um allan heim, enda jafnast fátt á við að hafa fallegan pappír milli handa og skrifa og teikna það sem manni sjálfum dettur í hug.“ Ratleikurinn verður kynntur laugardaginn 15. júní milli klukkan 13 og 15. Þá verður sérstök fjölskyldustund í Gerðarsafni, bókasafni, Náttúrufræðistofu og á útivistarsvæðinu. „Sérfræðingarnir verða á sveimi til að dýpka enn upplifun þátttakenda,“ heitir Ólöf. Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Sjá meira
Mig hefur lengi dreymt um að geta boðið fjölskyldum upp á ókeypis ratleik um ýmislegt sem húsin hér á Kópavogshæðinni geyma, nú er hann orðinn að veruleika,“ segir Ólöf Breiðfjörð, verkefnastjóri í menningarhúsunum í Kópavogi. Hún kveðst hafa kynnst slíkum ratleik í Þjóðminjasafninu og víða á söfnum erlendis. „En ég hef hvergi rekist á ratleik sem fjallar um jafn fjölbreytt efni og okkar, listina í Gerðarsafni, bækur, ljóð, orð og stafi á bókasafninu og gersemar Náttúrufræðistofunnar. Við getum ekki alltaf notið listar í Salnum en göngum að arkitektúrnum vísum og rekaviðnum utan á honum. Svo vakir Kópavogskirkja yfir svæðinu og form hennar og umhverfi eru verðug rannsóknarefni.“ Ratleikurinn er prentaður á pappír. „Þetta er sex síðna bæklingur með verkefnum. Gerðarsafn er til dæmis með eina síðu þar sem þátttakandinn velur listaverk og teiknar það eins og hann lystir. Svo þarf að finna út hvernig það lítur út ef hann leggst á gólfið, og fleira slíkt. Í Náttúrufræðistofunni er verkefni sem felst í að teikna þrjár dýrategundir með tennur. En leikurinn snýst ekki bara að teikna og skrifa heldur að opna augun fyrir umhverfinu og það er ekkert svar réttara en annað. Allar spurningar eru þannig að þær halda gildi þó árin líði. Möguleikarnir eru svo margir.“Ólöf segir verkefnið hafa verið í gerjun frá því hún fór á námskeið fyrir þremur árum í Victoria & Albert Museum í New York. „Á ferðum mínum um söfn erlendis hef ég haft sérstakan áhuga á hvernig tekið er á móti fjölskyldum. Svo fengum við styrk úr Safnasjóði til að hrinda þessu í framkvæmd. Við erum með okkar sérfræðinga hér í húsunum og unnum allt í teymisvinnu en fengum líka hönnuð og teiknara. Unnie Arndrup teiknaði fyrir okkur og Arnar Freyr hjá StudioStudio hannaði. Svo prentum við leikinn á góðan pappír, ekki bara á íslensku heldur líka á ensku og pólsku. Ég er stolt af útkomunni og að hún skuli vera á pappír en ekki í snjalltæki. Pappír virðist halda velli á söfnum um allan heim, enda jafnast fátt á við að hafa fallegan pappír milli handa og skrifa og teikna það sem manni sjálfum dettur í hug.“ Ratleikurinn verður kynntur laugardaginn 15. júní milli klukkan 13 og 15. Þá verður sérstök fjölskyldustund í Gerðarsafni, bókasafni, Náttúrufræðistofu og á útivistarsvæðinu. „Sérfræðingarnir verða á sveimi til að dýpka enn upplifun þátttakenda,“ heitir Ólöf.
Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Sjá meira