Skorradalshreppur kaupi þyrlupoka til slökkvistarfs Sighvatur Jónsson skrifar 13. júní 2019 11:45 Í Skorradal má finna eina stærstu sumarhúsabyggð landsins. Vísir/Jón Sigurður Oddviti Skorradalshrepp segir til greina koma að hreppurinn kaupi svokallaðan þyrlupoka fyrir slökkvistarf á svæðinu ef upp koma gróðureldar í dalnum. Rætt sé um að hreppurinn og Borgarbyggð setji aukið fé í rekstur sameiginlegs slökkviliðs til að geta sinnt betur eftirliti og brunaæfingum. Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Vesturlandi lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna hættu á gróðureldum eftir mikla þurrka. Sérstök hætta er talin vera á eldum í Skorradal. Skorradalshreppur leggur til einn slökkvibíl til slökkviliðs Borgarbyggðar. Sá bíll er staðsettur á Hvanneyri. Samningur er milli sveitarfélaganna um rekstur sameiginlegs slökkviliðs. Árni Hjörleifsson, oddviti Skorradalshrepps, vísar gagnrýni sumarhúsaeiganda um engar brunaæfingar í Skorradal til slökkviliðs Borgarbyggðar. Árni segir að rætt sé um að sveitarfélögin auki fjárframlög til slökkviliðsins. „Það þarf að taka til hendinni í því hvernig menn eiga að fjármagna slökkvilið til þess að auka öryggið. Svona aðstæður eins og eru núna ýta undir það að menn hugsi málið alveg upp á nýtt. Þó að það sé eldhætta á hverju einasta ári hér í Skorradal þegar það koma þurrkar þá þarf að halda vöku sinni alltaf. Menn eru meira á tánum af því að þetta ástand varir núna,“ segir Árni.Árni Hjörleifsson er oddviti Skorradalshrepps.Fréttablaðið/ArnþórÁrni segir meira fé þurfa til að manna slökkviliðið á svæðinu. Tækin séu til staðar. Þó bendir hann á að í Reykjavík sé eini svokallaði þyrlupoki landsins staðsettur. Pokarnir eru notaðir til að flytja vatn með þyrlum og sleppa því yfir gróðurelda. Hann segir til skoðunar hjá hreppnum að fjárfesta í einum poka sem kostar um eina til tvær milljónir króna. „Við erum að ræða þetta eins og allt. Þessir pokar gera mikið gang í þessum stóru eldum sem eiga sér stað erlendis,“ segir Árni Hjörleifsson, oddviti Skorradalshrepps. Hann segir Skorradalsvatn vera nógu djúpt í þessu samhengi en miðað er við að minnsta kosti tveggja metra dýpi við notkun þyrlupoka við slökkvistarf. Almannavarnir Skorradalshreppur Slökkvilið Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Fleiri fréttir „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjá meira
Oddviti Skorradalshrepp segir til greina koma að hreppurinn kaupi svokallaðan þyrlupoka fyrir slökkvistarf á svæðinu ef upp koma gróðureldar í dalnum. Rætt sé um að hreppurinn og Borgarbyggð setji aukið fé í rekstur sameiginlegs slökkviliðs til að geta sinnt betur eftirliti og brunaæfingum. Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Vesturlandi lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna hættu á gróðureldum eftir mikla þurrka. Sérstök hætta er talin vera á eldum í Skorradal. Skorradalshreppur leggur til einn slökkvibíl til slökkviliðs Borgarbyggðar. Sá bíll er staðsettur á Hvanneyri. Samningur er milli sveitarfélaganna um rekstur sameiginlegs slökkviliðs. Árni Hjörleifsson, oddviti Skorradalshrepps, vísar gagnrýni sumarhúsaeiganda um engar brunaæfingar í Skorradal til slökkviliðs Borgarbyggðar. Árni segir að rætt sé um að sveitarfélögin auki fjárframlög til slökkviliðsins. „Það þarf að taka til hendinni í því hvernig menn eiga að fjármagna slökkvilið til þess að auka öryggið. Svona aðstæður eins og eru núna ýta undir það að menn hugsi málið alveg upp á nýtt. Þó að það sé eldhætta á hverju einasta ári hér í Skorradal þegar það koma þurrkar þá þarf að halda vöku sinni alltaf. Menn eru meira á tánum af því að þetta ástand varir núna,“ segir Árni.Árni Hjörleifsson er oddviti Skorradalshrepps.Fréttablaðið/ArnþórÁrni segir meira fé þurfa til að manna slökkviliðið á svæðinu. Tækin séu til staðar. Þó bendir hann á að í Reykjavík sé eini svokallaði þyrlupoki landsins staðsettur. Pokarnir eru notaðir til að flytja vatn með þyrlum og sleppa því yfir gróðurelda. Hann segir til skoðunar hjá hreppnum að fjárfesta í einum poka sem kostar um eina til tvær milljónir króna. „Við erum að ræða þetta eins og allt. Þessir pokar gera mikið gang í þessum stóru eldum sem eiga sér stað erlendis,“ segir Árni Hjörleifsson, oddviti Skorradalshrepps. Hann segir Skorradalsvatn vera nógu djúpt í þessu samhengi en miðað er við að minnsta kosti tveggja metra dýpi við notkun þyrlupoka við slökkvistarf.
Almannavarnir Skorradalshreppur Slökkvilið Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Fleiri fréttir „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjá meira