Innlent

Kennsluvél nauðlenti á Vestfjörðum

Kjartan Kjartansson skrifar
Flugakademía Keilis er með 24 flugvélar. Myndin er af vefsíðu hennar og tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti.
Flugakademía Keilis er með 24 flugvélar. Myndin er af vefsíðu hennar og tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Keilir
Engan sakaði þegar kennsluflugvél á vegum Keilis nauðlenti á Vestfjörðum síðdegis í dag. Í tilkynningu frá Keili kemur fram að einn nemandi hafi verið um borð í vélinni sem hafi sjálfur tilkynnt um atvikið. Flugvélin sé lítið skemmd.

Fram kemur einnig í tilkynningunni að flugakademía Keilis sé í nánum samskiptum við flugmálayfirvöld vegna atviksins.

Samkvæmt upplýsingum á vefsíðu flugakademíunnar heldur hún úti 24 flugvélum í tengslum við námið. Vélarnar eru af gerðinni Diamond DA20, DA40 og DA42 NG , Piper Archer DX , Piper PA44 Seminole, Technam P2002-JF, ásamt flughermisflota af gerðinni ALSIM ALX og Diamond DSIM. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×