Vonast til að takist að finna lausn sem allir geti sætt sig við Atli Ísleifsson skrifar 13. júní 2019 22:00 Gunnar Ingi Björnsson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Mosfellsbæjar, segir að sambúð golfklúbbsins og Laufskála verið góð í gegnum árin. Getty Gunnar Ingi Björnsson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Mosfellsbæjar, segist vona að hægt verði að finna lausn á því ástandi sem uppi er í Mosfellsdalnum vegna nálægðar Bakkakotsvallar og fyrirhugaðrar gróðrarstöðvar Laufskála fasteignafélags. Hafberg Þórisson, framkvæmdastjóri Laufskála fasteignafélags og eigandi Lambhaga, hefur sagt starfsmenn sína orðna langþreytta á þeirri hættu sem stafi af fljúgandi golfkúlum yfir á jörð félagsins í Lundi í Mosfellsdal.Sagt var frá því fyrr í dag að í bréfi Hafbergs til bæjarráðs Mosfellsbæjar kæmi fram að mikil slysahætta felist í nálægð golfvallarins við jörðina þar sem Laufskáli stendur fyrir uppbyggingu á 7.000 fermetra gróðrarstöð.Í höndum bæjaryfirvalda Gunnar Ingi segir að skipulagsmál í Mosfellsdal séu í höndum bæjaryfirvalda. „Við munum skoða þetta í samráði við þau. Það hefur verið golfvöllur þarna síðan 1990 þannig að tilvist hans inni á þessu svæði hefur verið ljós lengi.“ Að sögn Gunnars Inga hefur sambúð golfklúbbsins og Laufskála verið góð í gegnum árin. „Okkar samskipti við Hafberg hafa ekki verið neitt nema jákvæð. Við skiljum auðvitað að hann hafi áhyggjur af því að fá golfbolta í rúður,“ segir Gunnar Ingi, en umrætt gróðurhús verður að öllu leyti byggt úr gleri.Hafberg Þórisson garðyrkjubóndi.Fréttablaðið/GVAMálið snýr að æfingasvæði golfvallarins sem liggur við hliðina á lóðinni. „Það eru engar brautir sem að ógna þeim. Það er ekki rétt hjá Hafberg að tilvist golfvöllurinn sé í einhverju uppnámi út af þessu. Ég held að þessi mál tengjast því að nauðsynlegt sé að taka skipulags- og aðkomumál á okkar svæði til endurskoðunar. Við erum viss um það að bærinn muni vinna að þeim málum með okkur eins og önnur.“Og það finnist lausn sem allir geta sætt sig við?„Já, eigum við ekki að vona það.“ Gunnar Ingi segir að leyfi hafi fengist fyrir nýbyggingunni fyrir nokkrum árum. „Þetta eru því ekki nýjar fréttir. Hvað veldur því nákvæmlega að þessi umræða komi núna tengist því væntanlega að framkvæmdir séu farnar af stað. Ég held að það séu til fullt af möguleikum, lausnum, þar sem Mosfellsdalurinn er frábært svæði. Gott útivistarsvæði fyrir fullt af fólki.“Ertu þá að tala um að æfingasvæðið verði fært eitthvert annað?„Ja, þetta er snúið að því leyti til að við erum með aðkomu og aðstöðu þarna. Þó að golfvöllur sé þannig að hann getur verið óreglulegur að einhverju leyti þá eru ákveðin lögmál í því. Það er ekki auðvelt mál að flytja bara æfingasvæðið. En við munum eflaust bara setjast yfir þessi mál með Mosfellsbæ og heyra hvernig þeir meta þetta og túlka.“ Gunnar Ingi segir að enn hafi ekki verið boðað til neinna funda vegna málsins. „Við bíðum bara slakir eftir að heyra frá þeim. Við erum rólegir.“ Garðyrkja Golf Mosfellsbær Skipulag Tengdar fréttir Garðyrkjubóndi vill færa golfvöll Mosfellinga vegna golfkúlnahríðar Hafberg Þórisson, framkvæmdastjóri Laufskála fasteignafélags og eigandi Lambhaga, segir starfsmenn sína orðna langþreytta á þeirri hættu sem stafi af fljúgandi golfkúlum yfir á jörð félagsins í Lundi í Mosfellsdal. 13. júní 2019 16:25 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fleiri fréttir Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Sjá meira
Gunnar Ingi Björnsson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Mosfellsbæjar, segist vona að hægt verði að finna lausn á því ástandi sem uppi er í Mosfellsdalnum vegna nálægðar Bakkakotsvallar og fyrirhugaðrar gróðrarstöðvar Laufskála fasteignafélags. Hafberg Þórisson, framkvæmdastjóri Laufskála fasteignafélags og eigandi Lambhaga, hefur sagt starfsmenn sína orðna langþreytta á þeirri hættu sem stafi af fljúgandi golfkúlum yfir á jörð félagsins í Lundi í Mosfellsdal.Sagt var frá því fyrr í dag að í bréfi Hafbergs til bæjarráðs Mosfellsbæjar kæmi fram að mikil slysahætta felist í nálægð golfvallarins við jörðina þar sem Laufskáli stendur fyrir uppbyggingu á 7.000 fermetra gróðrarstöð.Í höndum bæjaryfirvalda Gunnar Ingi segir að skipulagsmál í Mosfellsdal séu í höndum bæjaryfirvalda. „Við munum skoða þetta í samráði við þau. Það hefur verið golfvöllur þarna síðan 1990 þannig að tilvist hans inni á þessu svæði hefur verið ljós lengi.“ Að sögn Gunnars Inga hefur sambúð golfklúbbsins og Laufskála verið góð í gegnum árin. „Okkar samskipti við Hafberg hafa ekki verið neitt nema jákvæð. Við skiljum auðvitað að hann hafi áhyggjur af því að fá golfbolta í rúður,“ segir Gunnar Ingi, en umrætt gróðurhús verður að öllu leyti byggt úr gleri.Hafberg Þórisson garðyrkjubóndi.Fréttablaðið/GVAMálið snýr að æfingasvæði golfvallarins sem liggur við hliðina á lóðinni. „Það eru engar brautir sem að ógna þeim. Það er ekki rétt hjá Hafberg að tilvist golfvöllurinn sé í einhverju uppnámi út af þessu. Ég held að þessi mál tengjast því að nauðsynlegt sé að taka skipulags- og aðkomumál á okkar svæði til endurskoðunar. Við erum viss um það að bærinn muni vinna að þeim málum með okkur eins og önnur.“Og það finnist lausn sem allir geta sætt sig við?„Já, eigum við ekki að vona það.“ Gunnar Ingi segir að leyfi hafi fengist fyrir nýbyggingunni fyrir nokkrum árum. „Þetta eru því ekki nýjar fréttir. Hvað veldur því nákvæmlega að þessi umræða komi núna tengist því væntanlega að framkvæmdir séu farnar af stað. Ég held að það séu til fullt af möguleikum, lausnum, þar sem Mosfellsdalurinn er frábært svæði. Gott útivistarsvæði fyrir fullt af fólki.“Ertu þá að tala um að æfingasvæðið verði fært eitthvert annað?„Ja, þetta er snúið að því leyti til að við erum með aðkomu og aðstöðu þarna. Þó að golfvöllur sé þannig að hann getur verið óreglulegur að einhverju leyti þá eru ákveðin lögmál í því. Það er ekki auðvelt mál að flytja bara æfingasvæðið. En við munum eflaust bara setjast yfir þessi mál með Mosfellsbæ og heyra hvernig þeir meta þetta og túlka.“ Gunnar Ingi segir að enn hafi ekki verið boðað til neinna funda vegna málsins. „Við bíðum bara slakir eftir að heyra frá þeim. Við erum rólegir.“
Garðyrkja Golf Mosfellsbær Skipulag Tengdar fréttir Garðyrkjubóndi vill færa golfvöll Mosfellinga vegna golfkúlnahríðar Hafberg Þórisson, framkvæmdastjóri Laufskála fasteignafélags og eigandi Lambhaga, segir starfsmenn sína orðna langþreytta á þeirri hættu sem stafi af fljúgandi golfkúlum yfir á jörð félagsins í Lundi í Mosfellsdal. 13. júní 2019 16:25 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fleiri fréttir Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Sjá meira
Garðyrkjubóndi vill færa golfvöll Mosfellinga vegna golfkúlnahríðar Hafberg Þórisson, framkvæmdastjóri Laufskála fasteignafélags og eigandi Lambhaga, segir starfsmenn sína orðna langþreytta á þeirri hættu sem stafi af fljúgandi golfkúlum yfir á jörð félagsins í Lundi í Mosfellsdal. 13. júní 2019 16:25