Vonast til að takist að finna lausn sem allir geti sætt sig við Atli Ísleifsson skrifar 13. júní 2019 22:00 Gunnar Ingi Björnsson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Mosfellsbæjar, segir að sambúð golfklúbbsins og Laufskála verið góð í gegnum árin. Getty Gunnar Ingi Björnsson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Mosfellsbæjar, segist vona að hægt verði að finna lausn á því ástandi sem uppi er í Mosfellsdalnum vegna nálægðar Bakkakotsvallar og fyrirhugaðrar gróðrarstöðvar Laufskála fasteignafélags. Hafberg Þórisson, framkvæmdastjóri Laufskála fasteignafélags og eigandi Lambhaga, hefur sagt starfsmenn sína orðna langþreytta á þeirri hættu sem stafi af fljúgandi golfkúlum yfir á jörð félagsins í Lundi í Mosfellsdal.Sagt var frá því fyrr í dag að í bréfi Hafbergs til bæjarráðs Mosfellsbæjar kæmi fram að mikil slysahætta felist í nálægð golfvallarins við jörðina þar sem Laufskáli stendur fyrir uppbyggingu á 7.000 fermetra gróðrarstöð.Í höndum bæjaryfirvalda Gunnar Ingi segir að skipulagsmál í Mosfellsdal séu í höndum bæjaryfirvalda. „Við munum skoða þetta í samráði við þau. Það hefur verið golfvöllur þarna síðan 1990 þannig að tilvist hans inni á þessu svæði hefur verið ljós lengi.“ Að sögn Gunnars Inga hefur sambúð golfklúbbsins og Laufskála verið góð í gegnum árin. „Okkar samskipti við Hafberg hafa ekki verið neitt nema jákvæð. Við skiljum auðvitað að hann hafi áhyggjur af því að fá golfbolta í rúður,“ segir Gunnar Ingi, en umrætt gróðurhús verður að öllu leyti byggt úr gleri.Hafberg Þórisson garðyrkjubóndi.Fréttablaðið/GVAMálið snýr að æfingasvæði golfvallarins sem liggur við hliðina á lóðinni. „Það eru engar brautir sem að ógna þeim. Það er ekki rétt hjá Hafberg að tilvist golfvöllurinn sé í einhverju uppnámi út af þessu. Ég held að þessi mál tengjast því að nauðsynlegt sé að taka skipulags- og aðkomumál á okkar svæði til endurskoðunar. Við erum viss um það að bærinn muni vinna að þeim málum með okkur eins og önnur.“Og það finnist lausn sem allir geta sætt sig við?„Já, eigum við ekki að vona það.“ Gunnar Ingi segir að leyfi hafi fengist fyrir nýbyggingunni fyrir nokkrum árum. „Þetta eru því ekki nýjar fréttir. Hvað veldur því nákvæmlega að þessi umræða komi núna tengist því væntanlega að framkvæmdir séu farnar af stað. Ég held að það séu til fullt af möguleikum, lausnum, þar sem Mosfellsdalurinn er frábært svæði. Gott útivistarsvæði fyrir fullt af fólki.“Ertu þá að tala um að æfingasvæðið verði fært eitthvert annað?„Ja, þetta er snúið að því leyti til að við erum með aðkomu og aðstöðu þarna. Þó að golfvöllur sé þannig að hann getur verið óreglulegur að einhverju leyti þá eru ákveðin lögmál í því. Það er ekki auðvelt mál að flytja bara æfingasvæðið. En við munum eflaust bara setjast yfir þessi mál með Mosfellsbæ og heyra hvernig þeir meta þetta og túlka.“ Gunnar Ingi segir að enn hafi ekki verið boðað til neinna funda vegna málsins. „Við bíðum bara slakir eftir að heyra frá þeim. Við erum rólegir.“ Garðyrkja Golf Mosfellsbær Skipulag Tengdar fréttir Garðyrkjubóndi vill færa golfvöll Mosfellinga vegna golfkúlnahríðar Hafberg Þórisson, framkvæmdastjóri Laufskála fasteignafélags og eigandi Lambhaga, segir starfsmenn sína orðna langþreytta á þeirri hættu sem stafi af fljúgandi golfkúlum yfir á jörð félagsins í Lundi í Mosfellsdal. 13. júní 2019 16:25 Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Erlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Innlent Fleiri fréttir Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Sjá meira
Gunnar Ingi Björnsson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Mosfellsbæjar, segist vona að hægt verði að finna lausn á því ástandi sem uppi er í Mosfellsdalnum vegna nálægðar Bakkakotsvallar og fyrirhugaðrar gróðrarstöðvar Laufskála fasteignafélags. Hafberg Þórisson, framkvæmdastjóri Laufskála fasteignafélags og eigandi Lambhaga, hefur sagt starfsmenn sína orðna langþreytta á þeirri hættu sem stafi af fljúgandi golfkúlum yfir á jörð félagsins í Lundi í Mosfellsdal.Sagt var frá því fyrr í dag að í bréfi Hafbergs til bæjarráðs Mosfellsbæjar kæmi fram að mikil slysahætta felist í nálægð golfvallarins við jörðina þar sem Laufskáli stendur fyrir uppbyggingu á 7.000 fermetra gróðrarstöð.Í höndum bæjaryfirvalda Gunnar Ingi segir að skipulagsmál í Mosfellsdal séu í höndum bæjaryfirvalda. „Við munum skoða þetta í samráði við þau. Það hefur verið golfvöllur þarna síðan 1990 þannig að tilvist hans inni á þessu svæði hefur verið ljós lengi.“ Að sögn Gunnars Inga hefur sambúð golfklúbbsins og Laufskála verið góð í gegnum árin. „Okkar samskipti við Hafberg hafa ekki verið neitt nema jákvæð. Við skiljum auðvitað að hann hafi áhyggjur af því að fá golfbolta í rúður,“ segir Gunnar Ingi, en umrætt gróðurhús verður að öllu leyti byggt úr gleri.Hafberg Þórisson garðyrkjubóndi.Fréttablaðið/GVAMálið snýr að æfingasvæði golfvallarins sem liggur við hliðina á lóðinni. „Það eru engar brautir sem að ógna þeim. Það er ekki rétt hjá Hafberg að tilvist golfvöllurinn sé í einhverju uppnámi út af þessu. Ég held að þessi mál tengjast því að nauðsynlegt sé að taka skipulags- og aðkomumál á okkar svæði til endurskoðunar. Við erum viss um það að bærinn muni vinna að þeim málum með okkur eins og önnur.“Og það finnist lausn sem allir geta sætt sig við?„Já, eigum við ekki að vona það.“ Gunnar Ingi segir að leyfi hafi fengist fyrir nýbyggingunni fyrir nokkrum árum. „Þetta eru því ekki nýjar fréttir. Hvað veldur því nákvæmlega að þessi umræða komi núna tengist því væntanlega að framkvæmdir séu farnar af stað. Ég held að það séu til fullt af möguleikum, lausnum, þar sem Mosfellsdalurinn er frábært svæði. Gott útivistarsvæði fyrir fullt af fólki.“Ertu þá að tala um að æfingasvæðið verði fært eitthvert annað?„Ja, þetta er snúið að því leyti til að við erum með aðkomu og aðstöðu þarna. Þó að golfvöllur sé þannig að hann getur verið óreglulegur að einhverju leyti þá eru ákveðin lögmál í því. Það er ekki auðvelt mál að flytja bara æfingasvæðið. En við munum eflaust bara setjast yfir þessi mál með Mosfellsbæ og heyra hvernig þeir meta þetta og túlka.“ Gunnar Ingi segir að enn hafi ekki verið boðað til neinna funda vegna málsins. „Við bíðum bara slakir eftir að heyra frá þeim. Við erum rólegir.“
Garðyrkja Golf Mosfellsbær Skipulag Tengdar fréttir Garðyrkjubóndi vill færa golfvöll Mosfellinga vegna golfkúlnahríðar Hafberg Þórisson, framkvæmdastjóri Laufskála fasteignafélags og eigandi Lambhaga, segir starfsmenn sína orðna langþreytta á þeirri hættu sem stafi af fljúgandi golfkúlum yfir á jörð félagsins í Lundi í Mosfellsdal. 13. júní 2019 16:25 Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Erlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Innlent Fleiri fréttir Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Sjá meira
Garðyrkjubóndi vill færa golfvöll Mosfellinga vegna golfkúlnahríðar Hafberg Þórisson, framkvæmdastjóri Laufskála fasteignafélags og eigandi Lambhaga, segir starfsmenn sína orðna langþreytta á þeirri hættu sem stafi af fljúgandi golfkúlum yfir á jörð félagsins í Lundi í Mosfellsdal. 13. júní 2019 16:25