Minna um framræst votlendi en áður var talið Kjartan Kjartansson skrifar 14. júní 2019 09:00 Þegar votlendi er ræst fram byrjar mýrarjarðvegur að rotna og losa koltvísýring út í andrúmsloftið. Endurheimt votlendis hefur verið teflt fram til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi. Jón Guðmundsson Umfang framræsts votlendis Íslandi gæti verið allt að 700 ferkílómetrum minna en talið hefur verið fram að þessu. Eftir sem áður er þurrkað votlendi stærsta uppspretta losunar gróðurhúsalofttegunda á landinu. Lektor við Landbúnaðarháskóla Íslands segir nákvæmari gögn hafa breytt myndinni. Fram að þessu hefur verið áætlað að tæplega þrír fjórðu af gróðurhúsalofttegundum sem valda loftslagsbreytingum sem losna á Íslandi komi frá votlendi sem hefur verið ræst fram með skurðum. Endurheimt votlendis hefur því verið teflt fram sem einni árangursríkustu loftslagsaðgerðinni á Íslandi þó að ekki væri hægt að telja hana fram upp í skuldbindingar Íslands gagnvart Kýótóbókuninni. Flatarmál framræsta votlendisins hefur fyrst og fremst verið metið með fjarkönnun og gervihnattamyndum. Vísindamenn við Landbúnaðarháskóla Íslands hafa nýlega fengið ný og nákvæmari gögn sem hafa glöggvað mynd þeirra af umfangi svæðanna. Skólinn hefur fengið fjárveitingar til að bæta gögn um framræst votlendi undanfarin ár.Stóraukin nákvæmni í hæðarlíkani Þannig hafa vísindamennirnir fengið nýtt hæðarlíkan til að greina framræst votlendi á radarmyndum gervihnatta. Sérfræðingar telja að votlendi myndist ekki í meiri halla en tíu gráðum og því geti framræst votlendi ekki verið í slíku landslagi heldur. Þeir hafa því útilokað svæði með meiri halla á gervihnattamyndum. Fram að þessu hefur bilið á milli hæðarlína í líkaninu verið tuttugu metrar að jafnaði og sums staðar allt að hundrað metrar. Með nýja líkaninu er munurinn kominn niður í aðeins tvo metra. „Þá fer maður að sjá einstaka hóla í uppgreftri úr skurðum,“ segir Jón Guðmundsson, lektor við Landbúnaðarháskólann, við Vísi.Frá Landbúnaðarháskólanum á HvanneyriVísir/PjeturÞá byggir nýtt mat þeirra á flatarmáli framræsts votlendis á nýju vistkerfakorti Náttúrufræðistofnunar Íslands sem kom út árið 2016. Það gefur nákvæmari mynd af landinu en þau gögn sem matið byggði áður á. Þessar nýju upplýsingar hafa orðið til þess að vísindamenn Landbúnaðarháskólans telja nú að allt að 700 ferkílómetrum, um 70.000 hekturum, minna sé af framræstu votlendi en gert var ráð fyrir í eldra mati. „Vonandi er þetta réttari niðurstaða. Þetta er ekki fullkomið en við erum samt að reyna að meta þetta samviskusamlega eftir því sem fjármunir og mannskapur leyfir,“ segir Jón.Enn stærsta uppspretta losunar Frekari breytingar gætu orðið á matinu í haust þegar betri gögn um skurðakerfi landsins liggja fyrir. Jón segir að kerfið hafi síðast verið hnitað árið 2008 og einhverjar breytingar hafi orðið síðan þá. Einhverjir skurðir hafi horfið og aðrir bæst við. Hann telur að í það minnsta þúsund kílómetrar af nýjum skurðum hafi bæst við á rúmum áratug. Sagt var frá nýja matinu í Bændablaðinu sem kom út í gær. Þar var því haldið fram að aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum virðist í uppnámi vegna þess að umfang framræsta votlendisins sé minna en áður var talið. Jón segir engar forsendur fyrir þeim fullyrðingum blaðsins. Miðað við þau gögn sem nú liggja fyrir áætlar hann að losun frá framræstu votlendi geti numið um það bil tveimur þriðja af heildarlosun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi. Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Endurheimt votlendis gagnast takmarkað gagnvart Parísarmarkmiðunum Ísland þyrfti að jafna út losun frá framræstu landi síðasta rúma áratuginn áður en hægt væri að nýta endurheimt votlendis sem loftslagsaðgerð gagnvart Parísarsamkomulaginu. Jafnvel þá væri aðeins hægt að nýta endurheimtina að litlu leyti. 14. febrúar 2018 14:45 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Veður Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira
Umfang framræsts votlendis Íslandi gæti verið allt að 700 ferkílómetrum minna en talið hefur verið fram að þessu. Eftir sem áður er þurrkað votlendi stærsta uppspretta losunar gróðurhúsalofttegunda á landinu. Lektor við Landbúnaðarháskóla Íslands segir nákvæmari gögn hafa breytt myndinni. Fram að þessu hefur verið áætlað að tæplega þrír fjórðu af gróðurhúsalofttegundum sem valda loftslagsbreytingum sem losna á Íslandi komi frá votlendi sem hefur verið ræst fram með skurðum. Endurheimt votlendis hefur því verið teflt fram sem einni árangursríkustu loftslagsaðgerðinni á Íslandi þó að ekki væri hægt að telja hana fram upp í skuldbindingar Íslands gagnvart Kýótóbókuninni. Flatarmál framræsta votlendisins hefur fyrst og fremst verið metið með fjarkönnun og gervihnattamyndum. Vísindamenn við Landbúnaðarháskóla Íslands hafa nýlega fengið ný og nákvæmari gögn sem hafa glöggvað mynd þeirra af umfangi svæðanna. Skólinn hefur fengið fjárveitingar til að bæta gögn um framræst votlendi undanfarin ár.Stóraukin nákvæmni í hæðarlíkani Þannig hafa vísindamennirnir fengið nýtt hæðarlíkan til að greina framræst votlendi á radarmyndum gervihnatta. Sérfræðingar telja að votlendi myndist ekki í meiri halla en tíu gráðum og því geti framræst votlendi ekki verið í slíku landslagi heldur. Þeir hafa því útilokað svæði með meiri halla á gervihnattamyndum. Fram að þessu hefur bilið á milli hæðarlína í líkaninu verið tuttugu metrar að jafnaði og sums staðar allt að hundrað metrar. Með nýja líkaninu er munurinn kominn niður í aðeins tvo metra. „Þá fer maður að sjá einstaka hóla í uppgreftri úr skurðum,“ segir Jón Guðmundsson, lektor við Landbúnaðarháskólann, við Vísi.Frá Landbúnaðarháskólanum á HvanneyriVísir/PjeturÞá byggir nýtt mat þeirra á flatarmáli framræsts votlendis á nýju vistkerfakorti Náttúrufræðistofnunar Íslands sem kom út árið 2016. Það gefur nákvæmari mynd af landinu en þau gögn sem matið byggði áður á. Þessar nýju upplýsingar hafa orðið til þess að vísindamenn Landbúnaðarháskólans telja nú að allt að 700 ferkílómetrum, um 70.000 hekturum, minna sé af framræstu votlendi en gert var ráð fyrir í eldra mati. „Vonandi er þetta réttari niðurstaða. Þetta er ekki fullkomið en við erum samt að reyna að meta þetta samviskusamlega eftir því sem fjármunir og mannskapur leyfir,“ segir Jón.Enn stærsta uppspretta losunar Frekari breytingar gætu orðið á matinu í haust þegar betri gögn um skurðakerfi landsins liggja fyrir. Jón segir að kerfið hafi síðast verið hnitað árið 2008 og einhverjar breytingar hafi orðið síðan þá. Einhverjir skurðir hafi horfið og aðrir bæst við. Hann telur að í það minnsta þúsund kílómetrar af nýjum skurðum hafi bæst við á rúmum áratug. Sagt var frá nýja matinu í Bændablaðinu sem kom út í gær. Þar var því haldið fram að aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum virðist í uppnámi vegna þess að umfang framræsta votlendisins sé minna en áður var talið. Jón segir engar forsendur fyrir þeim fullyrðingum blaðsins. Miðað við þau gögn sem nú liggja fyrir áætlar hann að losun frá framræstu votlendi geti numið um það bil tveimur þriðja af heildarlosun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi.
Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Endurheimt votlendis gagnast takmarkað gagnvart Parísarmarkmiðunum Ísland þyrfti að jafna út losun frá framræstu landi síðasta rúma áratuginn áður en hægt væri að nýta endurheimt votlendis sem loftslagsaðgerð gagnvart Parísarsamkomulaginu. Jafnvel þá væri aðeins hægt að nýta endurheimtina að litlu leyti. 14. febrúar 2018 14:45 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Veður Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira
Endurheimt votlendis gagnast takmarkað gagnvart Parísarmarkmiðunum Ísland þyrfti að jafna út losun frá framræstu landi síðasta rúma áratuginn áður en hægt væri að nýta endurheimt votlendis sem loftslagsaðgerð gagnvart Parísarsamkomulaginu. Jafnvel þá væri aðeins hægt að nýta endurheimtina að litlu leyti. 14. febrúar 2018 14:45