Daglegar ábendingar til MAST vegna illrar meðferðar dýra Sveinn Arnarsson skrifar 14. júní 2019 07:15 Gæta þarf að því að hross í vetrharhaga hafi næga beit og vatn. Ef jarðbönn verða þarf að gæta að því að hrossum sé gefið á gaddinn. Alls bárust 99 ábendingar til MAST um hross á síðasta ári. Fréttablaðið/GVA Til Matvælastofnunar (MAST) bárust 468 ábendingar í fyrra frá almenningi um illa meðferð á dýrum. Þetta kemur fram í nýrri ársskýrslu MAST sem kom út í vikunni. Frá árinu 2017 hafa á þriðja tug mála farið í sektarferli vegna vanhirðu eða illrar meðferðar á dýrum og er rúmlega helmingur þeirra mál vegna gæludýra einstaklinga. Í ársskýrslu MAST er farið ítarlega yfir störf stofnunarinnar. Þar kemur fram að mikið hefur verið að gera þegar kemur að því að tryggja dýravelferð hér á landi. Almenningur hefur verið duglegur við að benda stofnuninni á illa meðferð á dýrum. „Ljóst er að eftir því sem dýrahaldið er minna sýnilegt almenningi, því færri ábendingar berast stofnuninni um viðkomandi dýrahald,“ segir í ársskýrslunni. „Frá árinu 2017 hafa yfir 20 mál farið í sektarferli vegna vanhirðu eða illrar meðferðar á dýrum. Rúmlega helmingur af málum varðar gæludýr,“ segir í skýrslunni. Fram kemur einnig að langflestar tilkynningar almennings séu vegna hunda, eða 202 ábendingar alls af þeim 468 sem bárust stofnuninni. Ábendingar vegna illrar meðferðar á búfénaði voru 180, eða 38 prósent allra ábendinga. 62 prósent ábendinga voru um gæludýr. Alls fóru fram sjö vörslusviptingar á árinu og samtals voru eigendur sviptir 58 kindum, 20 hænum, fjórtán hestum og fjórum hundum. Meðal annars þurfti að fella sauðfé á Austurlandi og starfsemi hundaræktar á Suðvesturlandi var stöðvuð á grundvelli dýravelferðar. „Á árinu hafði stofnunin afskipti af fjölda tilvika vegna vanhirðu eða illrar meðferðar dýra og þurfti tíðum að grípa til þvingana, svo sem dagsekta en einnig vörslusviptinga sem er harðasta úrræðið sem stofnunin getur beitt,“ segir í skýrslu MAST. „Vörslusviptingar á árinu náðu til nær allra dýrategunda, sumar viðamiklar og fella þurfti sauðfé á Austurlandi.“ Dýr Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira
Til Matvælastofnunar (MAST) bárust 468 ábendingar í fyrra frá almenningi um illa meðferð á dýrum. Þetta kemur fram í nýrri ársskýrslu MAST sem kom út í vikunni. Frá árinu 2017 hafa á þriðja tug mála farið í sektarferli vegna vanhirðu eða illrar meðferðar á dýrum og er rúmlega helmingur þeirra mál vegna gæludýra einstaklinga. Í ársskýrslu MAST er farið ítarlega yfir störf stofnunarinnar. Þar kemur fram að mikið hefur verið að gera þegar kemur að því að tryggja dýravelferð hér á landi. Almenningur hefur verið duglegur við að benda stofnuninni á illa meðferð á dýrum. „Ljóst er að eftir því sem dýrahaldið er minna sýnilegt almenningi, því færri ábendingar berast stofnuninni um viðkomandi dýrahald,“ segir í ársskýrslunni. „Frá árinu 2017 hafa yfir 20 mál farið í sektarferli vegna vanhirðu eða illrar meðferðar á dýrum. Rúmlega helmingur af málum varðar gæludýr,“ segir í skýrslunni. Fram kemur einnig að langflestar tilkynningar almennings séu vegna hunda, eða 202 ábendingar alls af þeim 468 sem bárust stofnuninni. Ábendingar vegna illrar meðferðar á búfénaði voru 180, eða 38 prósent allra ábendinga. 62 prósent ábendinga voru um gæludýr. Alls fóru fram sjö vörslusviptingar á árinu og samtals voru eigendur sviptir 58 kindum, 20 hænum, fjórtán hestum og fjórum hundum. Meðal annars þurfti að fella sauðfé á Austurlandi og starfsemi hundaræktar á Suðvesturlandi var stöðvuð á grundvelli dýravelferðar. „Á árinu hafði stofnunin afskipti af fjölda tilvika vegna vanhirðu eða illrar meðferðar dýra og þurfti tíðum að grípa til þvingana, svo sem dagsekta en einnig vörslusviptinga sem er harðasta úrræðið sem stofnunin getur beitt,“ segir í skýrslu MAST. „Vörslusviptingar á árinu náðu til nær allra dýrategunda, sumar viðamiklar og fella þurfti sauðfé á Austurlandi.“
Dýr Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira