Sigurinn ekki unninn hjá Johnson Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 14. júní 2019 06:15 Boris Johnson þykir sigurstranglegur. AP Boris Johnson, hinn litríki fyrrverandi utanríkisráðherra Breta, er í yfirburðastöðu í leiðtogavali Íhaldsflokksins eftir gærdaginn. Fyrsta umferð atkvæðagreiðslu þingflokks fór fram í gær og þurftu frambjóðendurnir tíu að fá að minnsta kosti sautján atkvæði til þess að detta ekki úr leik. Mark Harper, Esther McVey og Andrea Leadsom féllu á prófinu og standa því sjö eftir. Leadsom og McVey voru einu konurnar sem gáfu kost á sér og því ljóst að arftaki Theresu May á forsætisráðherrastóli verður karlkyns. Fyrirfram var búist við því að Rory Stewart, ráðherra þróunaraðstoðarmála, myndi eiga erfitt uppdráttar enda höfðu einungis sex þingmenn opinberlega lýst yfir stuðningi við framboð hans. Stewart gerði sér þó lítið fyrir og nældi sér í nítján atkvæði. Óskoraður sigurvegari gærdagsins er hins vegar Johnson. Hann fékk 114 atkvæði, eða rúman þriðjung. Næsti maður, Jeremy Hunt, arftaki Johnsons í utanríkisráðuneytinu, fékk 43 atkvæði. Michael Gove umhverfismálaráðherra fékk 37, Dominic Raab útgöngumálaráðherra 27 og Sajid Javid innanríkisráðherra 23. Matt Hancock fékk svo tuttugu atkvæði. Þótt Johnson hafi fengið langflest atkvæði og mælist vinsælastur í skoðanakönnunum á meðal almennra flokksmanna er sigurinn ekki enn unninn. Í næstu umferð, sem fer fram eftir helgi, verður kosið endurtekið þar til aðeins tveir standa eftir og eftir það velja almennir flokksmenn á milli þeirra tveggja. Þetta þýðir að þeir 199 þingmenn sem greiddu Johnson ekki atkvæði sitt í gær gætu sameinast um annan frambjóðanda. Áður hefur það gerst að sigurvegari fyrstu umferðar situr eftir með sárt ennið að lokum. Til að mynda þegar David Davis tapaði fyrir David Cameron í leiðtogakjöri árið 2005, líkt og Iain Watson, stjórnmálaskýrandi breska ríkisútvarpsins, minntist á í gær. Þá var munurinn hins vegar mun minni á milli efstu manna. Davis fékk 62 en Cameron 56 samanborið við 114 hjá Johnson nú og 43 hjá Hunt. Sami stjórnmálaskýrandi tók einnig fram að það gæti komið sér vel fyrir flokksmenn persónulega að styðja Johnson sem fyrst. Því fyrr sem maður sýnir leiðtoga stuðning þeim mun líklegri væri hann til þess að gera viðkomandi að ráðherra. Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Tengdar fréttir Sækist ekki eftir samningslausri útgöngu Breta Þótt Boris Johnson ætli ekki að sækjast sérstaklega eftir því að Bretar gangi út úr Evrópusambandinu án samnings þegar þar að kemur er nauðsynlegt að halda þeim möguleika opnum. 13. júní 2019 06:30 Boris Johnson með yfirburðarstöðu þegar sjö eru eftir í kapphlaupinu Fyrrverandi borgarstjóri í London og utanríkisráðherra Breta fékk langflest atkvæði í annarri umferð atkvæðagreiðslu þingmanna Íhaldsflokksins. 13. júní 2019 13:59 Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Sjá meira
Boris Johnson, hinn litríki fyrrverandi utanríkisráðherra Breta, er í yfirburðastöðu í leiðtogavali Íhaldsflokksins eftir gærdaginn. Fyrsta umferð atkvæðagreiðslu þingflokks fór fram í gær og þurftu frambjóðendurnir tíu að fá að minnsta kosti sautján atkvæði til þess að detta ekki úr leik. Mark Harper, Esther McVey og Andrea Leadsom féllu á prófinu og standa því sjö eftir. Leadsom og McVey voru einu konurnar sem gáfu kost á sér og því ljóst að arftaki Theresu May á forsætisráðherrastóli verður karlkyns. Fyrirfram var búist við því að Rory Stewart, ráðherra þróunaraðstoðarmála, myndi eiga erfitt uppdráttar enda höfðu einungis sex þingmenn opinberlega lýst yfir stuðningi við framboð hans. Stewart gerði sér þó lítið fyrir og nældi sér í nítján atkvæði. Óskoraður sigurvegari gærdagsins er hins vegar Johnson. Hann fékk 114 atkvæði, eða rúman þriðjung. Næsti maður, Jeremy Hunt, arftaki Johnsons í utanríkisráðuneytinu, fékk 43 atkvæði. Michael Gove umhverfismálaráðherra fékk 37, Dominic Raab útgöngumálaráðherra 27 og Sajid Javid innanríkisráðherra 23. Matt Hancock fékk svo tuttugu atkvæði. Þótt Johnson hafi fengið langflest atkvæði og mælist vinsælastur í skoðanakönnunum á meðal almennra flokksmanna er sigurinn ekki enn unninn. Í næstu umferð, sem fer fram eftir helgi, verður kosið endurtekið þar til aðeins tveir standa eftir og eftir það velja almennir flokksmenn á milli þeirra tveggja. Þetta þýðir að þeir 199 þingmenn sem greiddu Johnson ekki atkvæði sitt í gær gætu sameinast um annan frambjóðanda. Áður hefur það gerst að sigurvegari fyrstu umferðar situr eftir með sárt ennið að lokum. Til að mynda þegar David Davis tapaði fyrir David Cameron í leiðtogakjöri árið 2005, líkt og Iain Watson, stjórnmálaskýrandi breska ríkisútvarpsins, minntist á í gær. Þá var munurinn hins vegar mun minni á milli efstu manna. Davis fékk 62 en Cameron 56 samanborið við 114 hjá Johnson nú og 43 hjá Hunt. Sami stjórnmálaskýrandi tók einnig fram að það gæti komið sér vel fyrir flokksmenn persónulega að styðja Johnson sem fyrst. Því fyrr sem maður sýnir leiðtoga stuðning þeim mun líklegri væri hann til þess að gera viðkomandi að ráðherra.
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Tengdar fréttir Sækist ekki eftir samningslausri útgöngu Breta Þótt Boris Johnson ætli ekki að sækjast sérstaklega eftir því að Bretar gangi út úr Evrópusambandinu án samnings þegar þar að kemur er nauðsynlegt að halda þeim möguleika opnum. 13. júní 2019 06:30 Boris Johnson með yfirburðarstöðu þegar sjö eru eftir í kapphlaupinu Fyrrverandi borgarstjóri í London og utanríkisráðherra Breta fékk langflest atkvæði í annarri umferð atkvæðagreiðslu þingmanna Íhaldsflokksins. 13. júní 2019 13:59 Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Sjá meira
Sækist ekki eftir samningslausri útgöngu Breta Þótt Boris Johnson ætli ekki að sækjast sérstaklega eftir því að Bretar gangi út úr Evrópusambandinu án samnings þegar þar að kemur er nauðsynlegt að halda þeim möguleika opnum. 13. júní 2019 06:30
Boris Johnson með yfirburðarstöðu þegar sjö eru eftir í kapphlaupinu Fyrrverandi borgarstjóri í London og utanríkisráðherra Breta fékk langflest atkvæði í annarri umferð atkvæðagreiðslu þingmanna Íhaldsflokksins. 13. júní 2019 13:59