Sigurinn ekki unninn hjá Johnson Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 14. júní 2019 06:15 Boris Johnson þykir sigurstranglegur. AP Boris Johnson, hinn litríki fyrrverandi utanríkisráðherra Breta, er í yfirburðastöðu í leiðtogavali Íhaldsflokksins eftir gærdaginn. Fyrsta umferð atkvæðagreiðslu þingflokks fór fram í gær og þurftu frambjóðendurnir tíu að fá að minnsta kosti sautján atkvæði til þess að detta ekki úr leik. Mark Harper, Esther McVey og Andrea Leadsom féllu á prófinu og standa því sjö eftir. Leadsom og McVey voru einu konurnar sem gáfu kost á sér og því ljóst að arftaki Theresu May á forsætisráðherrastóli verður karlkyns. Fyrirfram var búist við því að Rory Stewart, ráðherra þróunaraðstoðarmála, myndi eiga erfitt uppdráttar enda höfðu einungis sex þingmenn opinberlega lýst yfir stuðningi við framboð hans. Stewart gerði sér þó lítið fyrir og nældi sér í nítján atkvæði. Óskoraður sigurvegari gærdagsins er hins vegar Johnson. Hann fékk 114 atkvæði, eða rúman þriðjung. Næsti maður, Jeremy Hunt, arftaki Johnsons í utanríkisráðuneytinu, fékk 43 atkvæði. Michael Gove umhverfismálaráðherra fékk 37, Dominic Raab útgöngumálaráðherra 27 og Sajid Javid innanríkisráðherra 23. Matt Hancock fékk svo tuttugu atkvæði. Þótt Johnson hafi fengið langflest atkvæði og mælist vinsælastur í skoðanakönnunum á meðal almennra flokksmanna er sigurinn ekki enn unninn. Í næstu umferð, sem fer fram eftir helgi, verður kosið endurtekið þar til aðeins tveir standa eftir og eftir það velja almennir flokksmenn á milli þeirra tveggja. Þetta þýðir að þeir 199 þingmenn sem greiddu Johnson ekki atkvæði sitt í gær gætu sameinast um annan frambjóðanda. Áður hefur það gerst að sigurvegari fyrstu umferðar situr eftir með sárt ennið að lokum. Til að mynda þegar David Davis tapaði fyrir David Cameron í leiðtogakjöri árið 2005, líkt og Iain Watson, stjórnmálaskýrandi breska ríkisútvarpsins, minntist á í gær. Þá var munurinn hins vegar mun minni á milli efstu manna. Davis fékk 62 en Cameron 56 samanborið við 114 hjá Johnson nú og 43 hjá Hunt. Sami stjórnmálaskýrandi tók einnig fram að það gæti komið sér vel fyrir flokksmenn persónulega að styðja Johnson sem fyrst. Því fyrr sem maður sýnir leiðtoga stuðning þeim mun líklegri væri hann til þess að gera viðkomandi að ráðherra. Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Tengdar fréttir Sækist ekki eftir samningslausri útgöngu Breta Þótt Boris Johnson ætli ekki að sækjast sérstaklega eftir því að Bretar gangi út úr Evrópusambandinu án samnings þegar þar að kemur er nauðsynlegt að halda þeim möguleika opnum. 13. júní 2019 06:30 Boris Johnson með yfirburðarstöðu þegar sjö eru eftir í kapphlaupinu Fyrrverandi borgarstjóri í London og utanríkisráðherra Breta fékk langflest atkvæði í annarri umferð atkvæðagreiðslu þingmanna Íhaldsflokksins. 13. júní 2019 13:59 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira
Boris Johnson, hinn litríki fyrrverandi utanríkisráðherra Breta, er í yfirburðastöðu í leiðtogavali Íhaldsflokksins eftir gærdaginn. Fyrsta umferð atkvæðagreiðslu þingflokks fór fram í gær og þurftu frambjóðendurnir tíu að fá að minnsta kosti sautján atkvæði til þess að detta ekki úr leik. Mark Harper, Esther McVey og Andrea Leadsom féllu á prófinu og standa því sjö eftir. Leadsom og McVey voru einu konurnar sem gáfu kost á sér og því ljóst að arftaki Theresu May á forsætisráðherrastóli verður karlkyns. Fyrirfram var búist við því að Rory Stewart, ráðherra þróunaraðstoðarmála, myndi eiga erfitt uppdráttar enda höfðu einungis sex þingmenn opinberlega lýst yfir stuðningi við framboð hans. Stewart gerði sér þó lítið fyrir og nældi sér í nítján atkvæði. Óskoraður sigurvegari gærdagsins er hins vegar Johnson. Hann fékk 114 atkvæði, eða rúman þriðjung. Næsti maður, Jeremy Hunt, arftaki Johnsons í utanríkisráðuneytinu, fékk 43 atkvæði. Michael Gove umhverfismálaráðherra fékk 37, Dominic Raab útgöngumálaráðherra 27 og Sajid Javid innanríkisráðherra 23. Matt Hancock fékk svo tuttugu atkvæði. Þótt Johnson hafi fengið langflest atkvæði og mælist vinsælastur í skoðanakönnunum á meðal almennra flokksmanna er sigurinn ekki enn unninn. Í næstu umferð, sem fer fram eftir helgi, verður kosið endurtekið þar til aðeins tveir standa eftir og eftir það velja almennir flokksmenn á milli þeirra tveggja. Þetta þýðir að þeir 199 þingmenn sem greiddu Johnson ekki atkvæði sitt í gær gætu sameinast um annan frambjóðanda. Áður hefur það gerst að sigurvegari fyrstu umferðar situr eftir með sárt ennið að lokum. Til að mynda þegar David Davis tapaði fyrir David Cameron í leiðtogakjöri árið 2005, líkt og Iain Watson, stjórnmálaskýrandi breska ríkisútvarpsins, minntist á í gær. Þá var munurinn hins vegar mun minni á milli efstu manna. Davis fékk 62 en Cameron 56 samanborið við 114 hjá Johnson nú og 43 hjá Hunt. Sami stjórnmálaskýrandi tók einnig fram að það gæti komið sér vel fyrir flokksmenn persónulega að styðja Johnson sem fyrst. Því fyrr sem maður sýnir leiðtoga stuðning þeim mun líklegri væri hann til þess að gera viðkomandi að ráðherra.
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Tengdar fréttir Sækist ekki eftir samningslausri útgöngu Breta Þótt Boris Johnson ætli ekki að sækjast sérstaklega eftir því að Bretar gangi út úr Evrópusambandinu án samnings þegar þar að kemur er nauðsynlegt að halda þeim möguleika opnum. 13. júní 2019 06:30 Boris Johnson með yfirburðarstöðu þegar sjö eru eftir í kapphlaupinu Fyrrverandi borgarstjóri í London og utanríkisráðherra Breta fékk langflest atkvæði í annarri umferð atkvæðagreiðslu þingmanna Íhaldsflokksins. 13. júní 2019 13:59 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira
Sækist ekki eftir samningslausri útgöngu Breta Þótt Boris Johnson ætli ekki að sækjast sérstaklega eftir því að Bretar gangi út úr Evrópusambandinu án samnings þegar þar að kemur er nauðsynlegt að halda þeim möguleika opnum. 13. júní 2019 06:30
Boris Johnson með yfirburðarstöðu þegar sjö eru eftir í kapphlaupinu Fyrrverandi borgarstjóri í London og utanríkisráðherra Breta fékk langflest atkvæði í annarri umferð atkvæðagreiðslu þingmanna Íhaldsflokksins. 13. júní 2019 13:59