Sjúkdómsgreining Íslendinganna á Spáni stórmerkileg Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. júní 2019 18:41 Frá Alicante, þar sem Íslendingarnir smituðust í fríi í maí. Vísir/getty Þrír Íslendingar, tvær systur og fimm ára sonur annarrar þeirra, smituðust af sjaldgæfum veirusjúkdómi á Alicante á Spáni fyrir skömmu. Þetta er í fyrsta skipti sem einstaklingar smitast af veirunni á Spáni og þykir heilbrigðisyfirvöldum þar í landi greiningin stórmerkileg, að sögn sóttvarnalæknis.Fréttablaðið greindi fyrst frá málinu íslenskra miðla í gærkvöldi og vísaði í spænska miðilinn El País. Í frétt El País segir að heilbrigðisyfirvöldum í Valensíahéraði á Spáni hafi borist tilkynning frá Landlæknisembættinu á Íslandi um að konurnar og drengurinn hafi greinst með Chikungunya-sótt eftir að hafa verið í fríi á Alicente í maí síðastliðnum. Chikungunya-veiran smitast aðeins með tveimur tegundum af moskítóflugum en ekki á milli manna. Veiran er nokkuð útbreidd í Afríku og Asíu en fágæt í Evrópu.Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Vísir/BaldurEinkenni veirunnar eru m.a. hiti, vöðvaverkir og útbrot en Íslendingarnir voru öll með slík einkenni, að sögn Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis. Þriðja systirin bíður greiningar og þá er verið að kanna hvort fleiri kunni að hafa smitast af veirunni í sömu ferð. Þórólfur vissi ekki um líðan systranna og drengsins en segir lækna þeirra fylgjast með þeim. Veiran sé almennt ekki hættuleg en þó geti sjúklingar fengið langvarandi liðvandamál. Þá er engin meðferð til við veirunni heldur er þess beðið að veikindin líði úr sjúklingunum. „En aðalmálið í þessu er að þetta hafi greinst og það sem er merkilegt er að þetta voru fyrstu tilfellin sem vitað var um að hafi smitast á Spáni,“ segir Þórólfur. Vissulega hafi einstaklingar greinst áður með veiruna þar í landi en þeir hafa hingað til smitast annars staðar, t.d. í Afríku. Þórólfur segir að íslensk heilbrigðisyfirvöld hafi verið í sambandi við heilbrigðisyfirvöld á Spáni. Þar á bæ þyki smit Íslendinganna stórfréttir. „Þeim finnst þetta stórmerkilegt að þetta hafi greinst, þau héldu að þetta gæti ekki smitast á Spáni.“ Heilbrigðismál Spánn Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Þrír Íslendingar, tvær systur og fimm ára sonur annarrar þeirra, smituðust af sjaldgæfum veirusjúkdómi á Alicante á Spáni fyrir skömmu. Þetta er í fyrsta skipti sem einstaklingar smitast af veirunni á Spáni og þykir heilbrigðisyfirvöldum þar í landi greiningin stórmerkileg, að sögn sóttvarnalæknis.Fréttablaðið greindi fyrst frá málinu íslenskra miðla í gærkvöldi og vísaði í spænska miðilinn El País. Í frétt El País segir að heilbrigðisyfirvöldum í Valensíahéraði á Spáni hafi borist tilkynning frá Landlæknisembættinu á Íslandi um að konurnar og drengurinn hafi greinst með Chikungunya-sótt eftir að hafa verið í fríi á Alicente í maí síðastliðnum. Chikungunya-veiran smitast aðeins með tveimur tegundum af moskítóflugum en ekki á milli manna. Veiran er nokkuð útbreidd í Afríku og Asíu en fágæt í Evrópu.Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Vísir/BaldurEinkenni veirunnar eru m.a. hiti, vöðvaverkir og útbrot en Íslendingarnir voru öll með slík einkenni, að sögn Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis. Þriðja systirin bíður greiningar og þá er verið að kanna hvort fleiri kunni að hafa smitast af veirunni í sömu ferð. Þórólfur vissi ekki um líðan systranna og drengsins en segir lækna þeirra fylgjast með þeim. Veiran sé almennt ekki hættuleg en þó geti sjúklingar fengið langvarandi liðvandamál. Þá er engin meðferð til við veirunni heldur er þess beðið að veikindin líði úr sjúklingunum. „En aðalmálið í þessu er að þetta hafi greinst og það sem er merkilegt er að þetta voru fyrstu tilfellin sem vitað var um að hafi smitast á Spáni,“ segir Þórólfur. Vissulega hafi einstaklingar greinst áður með veiruna þar í landi en þeir hafa hingað til smitast annars staðar, t.d. í Afríku. Þórólfur segir að íslensk heilbrigðisyfirvöld hafi verið í sambandi við heilbrigðisyfirvöld á Spáni. Þar á bæ þyki smit Íslendinganna stórfréttir. „Þeim finnst þetta stórmerkilegt að þetta hafi greinst, þau héldu að þetta gæti ekki smitast á Spáni.“
Heilbrigðismál Spánn Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira