Fjórir metnir mjög vel hæfir í stöðu seðlabankastjóra Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. júní 2019 17:40 Jón Daníelsson prófessor við LSE í London, Ásgeir Jónsson, forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands, Gylfi Magnússon, dósent við Háskóla Íslands og Arnór Sighvatsson ráðgjafi seðlabankastjóra og fyrrverandi, aðalhagfræðingur og aðstoðarseðlabankastjóri. Mynd/Samsett Hæfisnefnd hefur metið fjóra umsækjendur um starf seðlabankastjóra mjög vel hæfa. Þetta herma heimildir Kjarnans sem greinir frá málinu á vef sínum í dag. Umsækjendurnir fjórir eru Gylfi Magnússon, dósent við Háskóla Íslands, Ásgeir Jónsson, forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands, Jón Daníelsson, prófessor við LSE í London, og Arnór Sighvatsson, ráðgjafi seðlabankastjóra og fyrrverandi aðalhagfræðingur og aðstoðarseðlabankastjóri. Þeir hafa auk þess allir doktorspróf í hagfræði. Sextán sóttu um stöðu seðlabankastjóra en í vikunni var greint frá því að Benedikt Jóhannesson fyrrverandi fjármálaráðherra hafi dregið umsókn sína til baka. Benedikt kvaðst ósáttur við að hæfisnefndin hygðist ekki taka tillit til sameiningar Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins við mat sitt. Þá herma heimildir Kjarnans að tveir aðrir umsækjendur hafi einnig dregið umsókn sína til baka en þess er ekki getið hverjir þeir eru. Samkvæmt heimildum Kjarnans var tólf umsækjendum skipt niður í hæfisflokka; hæfa, vel hæfa, og mjög vel hæfa. Umsækjendur hafi nú frest til þess að gera athugasemdir við hæfismat nefndarinnar, til 19. júní, sem hæfisnefndin tekur síðan tillit til. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra skipaði hæfisnefndina en hún mun skipa seðlabankastjóra. Nýr seðlabankastjóri tekur við af Má Guðmundssyni sem hefur gegnt stöðunni í áratug. Hæfisnefndina skipa formaður Sigríður Benediktsdóttir, hagfræðingur við Yale-háskóla og bankaráðsmaður í Landsbankanum, Eyjólfur Guðmundsson, rektor Háskólans á Akureyri og Þórunn Guðmundsdóttir, hæstaréttarlögmaður og varaformaður bankaráðs. Þórunn kvaðst bundin þagnarskyldu og gat ekki tjáð sig um málið þegar Vísir náði tali af henni í dag.Umsækjendur um embætti seðlabankastjóra voru eftirfarandi í upphaflegri tilkynningu frá stjórnarráðinu: Arnór Sighvatsson, ráðgjafi seðlabankastjóra Ásgeir Jónsson, dósent og forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands Ásgeir Brynjar Torfason, lektor við Háskóla Íslands Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi fjármála- og efnahagsráðherra Gunnar Haraldsson, hagfræðingur Gylfi Arnbjörnsson, hagfræðingur Gylfi Magnússon, dósent Hannes Jóhannsson, hagfræðingur Jón Daníelsson, prófessor Jón G. Jónsson, forstjóri bankasýslu ríkisins Katrín Ólafsdóttir, lektor Salvör Sigríður Jónsdóttir, nemi Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Sturla Pálsson, framkvæmdastjóri markaðsviðskipta og fjárstýringar í Seðlabanka Íslands Vilhjálmur Bjarnason, lektor Þorsteinn Þorgeirsson, sérstakur ráðgjafi á skrifstofu seðlabankastjóra Seðlabankinn Tengdar fréttir Synd að stjórnvöld bregðist með þessum hætti Benedikt Jóhannesson fyrrverandi fjármálaráðherra segir ákvörðun hæfisnefndar um að horfa ekki til sameiningar Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins ástæðu þess að hann dró umsögn sína um stöðu seðlabankastjóra til baka. 14. júní 2019 13:00 Ráðuneytin telja ekki ástæðu til að lengja skipunartíma seðlabankastjóra Forsætisráðuneytið og fjármála- og efnahagsráðuneytið telja ekki ástæðu til þess að lengja skipunartíma seðlabankastjóra og varaseðlabankastjóra úr fimm árum í sex eða sjö ár, líkt og Seðlabankinn hefur lagt til. 15. maí 2019 07:30 Sigríður leiðir hæfnisnefnd um skipun seðlabankastjóra Sigríður Benediktsdóttir, hagfræðingur við Yale-háskóla, fer fyrir hæfnisnefndinni sem falið er að meta hæfni 16 umsækjenda um embætti seðlabankastjóra. 7. maí 2019 13:24 Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Sjá meira
Hæfisnefnd hefur metið fjóra umsækjendur um starf seðlabankastjóra mjög vel hæfa. Þetta herma heimildir Kjarnans sem greinir frá málinu á vef sínum í dag. Umsækjendurnir fjórir eru Gylfi Magnússon, dósent við Háskóla Íslands, Ásgeir Jónsson, forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands, Jón Daníelsson, prófessor við LSE í London, og Arnór Sighvatsson, ráðgjafi seðlabankastjóra og fyrrverandi aðalhagfræðingur og aðstoðarseðlabankastjóri. Þeir hafa auk þess allir doktorspróf í hagfræði. Sextán sóttu um stöðu seðlabankastjóra en í vikunni var greint frá því að Benedikt Jóhannesson fyrrverandi fjármálaráðherra hafi dregið umsókn sína til baka. Benedikt kvaðst ósáttur við að hæfisnefndin hygðist ekki taka tillit til sameiningar Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins við mat sitt. Þá herma heimildir Kjarnans að tveir aðrir umsækjendur hafi einnig dregið umsókn sína til baka en þess er ekki getið hverjir þeir eru. Samkvæmt heimildum Kjarnans var tólf umsækjendum skipt niður í hæfisflokka; hæfa, vel hæfa, og mjög vel hæfa. Umsækjendur hafi nú frest til þess að gera athugasemdir við hæfismat nefndarinnar, til 19. júní, sem hæfisnefndin tekur síðan tillit til. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra skipaði hæfisnefndina en hún mun skipa seðlabankastjóra. Nýr seðlabankastjóri tekur við af Má Guðmundssyni sem hefur gegnt stöðunni í áratug. Hæfisnefndina skipa formaður Sigríður Benediktsdóttir, hagfræðingur við Yale-háskóla og bankaráðsmaður í Landsbankanum, Eyjólfur Guðmundsson, rektor Háskólans á Akureyri og Þórunn Guðmundsdóttir, hæstaréttarlögmaður og varaformaður bankaráðs. Þórunn kvaðst bundin þagnarskyldu og gat ekki tjáð sig um málið þegar Vísir náði tali af henni í dag.Umsækjendur um embætti seðlabankastjóra voru eftirfarandi í upphaflegri tilkynningu frá stjórnarráðinu: Arnór Sighvatsson, ráðgjafi seðlabankastjóra Ásgeir Jónsson, dósent og forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands Ásgeir Brynjar Torfason, lektor við Háskóla Íslands Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi fjármála- og efnahagsráðherra Gunnar Haraldsson, hagfræðingur Gylfi Arnbjörnsson, hagfræðingur Gylfi Magnússon, dósent Hannes Jóhannsson, hagfræðingur Jón Daníelsson, prófessor Jón G. Jónsson, forstjóri bankasýslu ríkisins Katrín Ólafsdóttir, lektor Salvör Sigríður Jónsdóttir, nemi Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Sturla Pálsson, framkvæmdastjóri markaðsviðskipta og fjárstýringar í Seðlabanka Íslands Vilhjálmur Bjarnason, lektor Þorsteinn Þorgeirsson, sérstakur ráðgjafi á skrifstofu seðlabankastjóra
Seðlabankinn Tengdar fréttir Synd að stjórnvöld bregðist með þessum hætti Benedikt Jóhannesson fyrrverandi fjármálaráðherra segir ákvörðun hæfisnefndar um að horfa ekki til sameiningar Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins ástæðu þess að hann dró umsögn sína um stöðu seðlabankastjóra til baka. 14. júní 2019 13:00 Ráðuneytin telja ekki ástæðu til að lengja skipunartíma seðlabankastjóra Forsætisráðuneytið og fjármála- og efnahagsráðuneytið telja ekki ástæðu til þess að lengja skipunartíma seðlabankastjóra og varaseðlabankastjóra úr fimm árum í sex eða sjö ár, líkt og Seðlabankinn hefur lagt til. 15. maí 2019 07:30 Sigríður leiðir hæfnisnefnd um skipun seðlabankastjóra Sigríður Benediktsdóttir, hagfræðingur við Yale-háskóla, fer fyrir hæfnisnefndinni sem falið er að meta hæfni 16 umsækjenda um embætti seðlabankastjóra. 7. maí 2019 13:24 Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Sjá meira
Synd að stjórnvöld bregðist með þessum hætti Benedikt Jóhannesson fyrrverandi fjármálaráðherra segir ákvörðun hæfisnefndar um að horfa ekki til sameiningar Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins ástæðu þess að hann dró umsögn sína um stöðu seðlabankastjóra til baka. 14. júní 2019 13:00
Ráðuneytin telja ekki ástæðu til að lengja skipunartíma seðlabankastjóra Forsætisráðuneytið og fjármála- og efnahagsráðuneytið telja ekki ástæðu til þess að lengja skipunartíma seðlabankastjóra og varaseðlabankastjóra úr fimm árum í sex eða sjö ár, líkt og Seðlabankinn hefur lagt til. 15. maí 2019 07:30
Sigríður leiðir hæfnisnefnd um skipun seðlabankastjóra Sigríður Benediktsdóttir, hagfræðingur við Yale-háskóla, fer fyrir hæfnisnefndinni sem falið er að meta hæfni 16 umsækjenda um embætti seðlabankastjóra. 7. maí 2019 13:24