Raggi Bjarna mælti sér mót við Elly í síðasta sinn Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. júní 2019 20:54 Katrín Halldóra Sigurðardóttir, sem fór með titilhlutverk sýningarinnar, og Raggi Bjarna eftir lokasýninguna í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi. Mynd/Borgarleikhúsið Lokasýning á hinum vinsæla söngleik Elly í Borgarleikhúsinnu var sýnd í gærkvöldi en sýningin sló áhorfendamet hér á landi. Söngvarinn Ragnar Bjarnason, betur þekktur sem Raggi Bjarna, lét sig ekki vanta á sýninguna í gær frekar en fyrri daginn, þrátt fyrir að hafa verið að jafna sig eftir aðgerð. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands þakkar Ragnari sérstaklega fyrir þátt þess síðarnefnda í sýningunni í færslu sem forsetinn birti á Facebook-síðu sinni í kvöld. Ragnar hafi sýnt minningu Ellýjar ræktarsemi með því að mæta á flestar hinna 220 sýninga sem verið hafa á fjölum leikhússins frá frumsýningu söngleiksins árið 2017. „Í gær lét hann sig ekki vanta þótt hann sé að jafna sig eftir erfiða læknisaðgerð. Takk Raggi!“ skrifar Guðni og birtir með mynd af sér og Ragnari að taka saman lagið fyrir nokkrum árum. Katrín Halldóra Sigurðardóttir fór með hlutverk Ellyjar í sýningunni og vakti mikla athygli fyrir frammistöðu sína sem söngkonan sáluga. Borgarleikhúsið birti í kvöld mynd sem tekin var af Katrínu og Ragnari eftir sýninguna í gær, þar sem þau kveðja ævintýrið sem nú er að baki. Katrín sagði í samtali við Vísi í gær að afar erfitt hafi verið að skilja við hinn samheldna hóp sem tók þátt í sýningunni. Innan hans hafi verið svo mikill kærleikur og gleði að hún sé meyr við tilhugsunina um að nú sé komið að leiðarlokum. View this post on InstagramÞessi mynd var tekin rétt eftir lokasýningu á Elly í gær. Við þökkum kærlega öllum þeim sem mættu og nutu sýningarinnar með okkur! A post shared by Borgarleikhúsið Listabraut 3 (@borgarleikhusid) on Jun 16, 2019 at 11:36am PDT Leikhús Menning Reykjavík Tengdar fréttir „Er Ellý ekki örugglega amma þín?“ Í kvöld verður 200. sýningin á leikritinu Elly sem fjallar um ævi og ástir einnar vinsælustu söngkonu Íslands fyrr og síðar, Ellyjar Vilhjálms, sem Katrín Halldóra túlkar. 9. febrúar 2019 07:15 Áhorfendametið fallið og lokasýning í kvöld: „Ég held að Elly verði alltaf nálægt manni“ Sýningin var frumsýnd þann 18. mars árið 2017. 15. júní 2019 12:30 Mest lesið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Fleiri fréttir Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Sjá meira
Lokasýning á hinum vinsæla söngleik Elly í Borgarleikhúsinnu var sýnd í gærkvöldi en sýningin sló áhorfendamet hér á landi. Söngvarinn Ragnar Bjarnason, betur þekktur sem Raggi Bjarna, lét sig ekki vanta á sýninguna í gær frekar en fyrri daginn, þrátt fyrir að hafa verið að jafna sig eftir aðgerð. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands þakkar Ragnari sérstaklega fyrir þátt þess síðarnefnda í sýningunni í færslu sem forsetinn birti á Facebook-síðu sinni í kvöld. Ragnar hafi sýnt minningu Ellýjar ræktarsemi með því að mæta á flestar hinna 220 sýninga sem verið hafa á fjölum leikhússins frá frumsýningu söngleiksins árið 2017. „Í gær lét hann sig ekki vanta þótt hann sé að jafna sig eftir erfiða læknisaðgerð. Takk Raggi!“ skrifar Guðni og birtir með mynd af sér og Ragnari að taka saman lagið fyrir nokkrum árum. Katrín Halldóra Sigurðardóttir fór með hlutverk Ellyjar í sýningunni og vakti mikla athygli fyrir frammistöðu sína sem söngkonan sáluga. Borgarleikhúsið birti í kvöld mynd sem tekin var af Katrínu og Ragnari eftir sýninguna í gær, þar sem þau kveðja ævintýrið sem nú er að baki. Katrín sagði í samtali við Vísi í gær að afar erfitt hafi verið að skilja við hinn samheldna hóp sem tók þátt í sýningunni. Innan hans hafi verið svo mikill kærleikur og gleði að hún sé meyr við tilhugsunina um að nú sé komið að leiðarlokum. View this post on InstagramÞessi mynd var tekin rétt eftir lokasýningu á Elly í gær. Við þökkum kærlega öllum þeim sem mættu og nutu sýningarinnar með okkur! A post shared by Borgarleikhúsið Listabraut 3 (@borgarleikhusid) on Jun 16, 2019 at 11:36am PDT
Leikhús Menning Reykjavík Tengdar fréttir „Er Ellý ekki örugglega amma þín?“ Í kvöld verður 200. sýningin á leikritinu Elly sem fjallar um ævi og ástir einnar vinsælustu söngkonu Íslands fyrr og síðar, Ellyjar Vilhjálms, sem Katrín Halldóra túlkar. 9. febrúar 2019 07:15 Áhorfendametið fallið og lokasýning í kvöld: „Ég held að Elly verði alltaf nálægt manni“ Sýningin var frumsýnd þann 18. mars árið 2017. 15. júní 2019 12:30 Mest lesið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Fleiri fréttir Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Sjá meira
„Er Ellý ekki örugglega amma þín?“ Í kvöld verður 200. sýningin á leikritinu Elly sem fjallar um ævi og ástir einnar vinsælustu söngkonu Íslands fyrr og síðar, Ellyjar Vilhjálms, sem Katrín Halldóra túlkar. 9. febrúar 2019 07:15
Áhorfendametið fallið og lokasýning í kvöld: „Ég held að Elly verði alltaf nálægt manni“ Sýningin var frumsýnd þann 18. mars árið 2017. 15. júní 2019 12:30