Stórt skref í rétta átt hjá liðinu Kristinn Páll Teitsson skrifar 18. júní 2019 11:00 Dagný Brynjarsdóttir átti öflugan leik inni á miðju íslenska liðsins áður en hún kom af velli í hálfleik gegn Finnlandi í gær. fréttablaðið/getty Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu hélt hreinu annan leikinn í röð í 2-0 sigri á Finnum í Espoo í gær í lokaæfingarleik Íslands fyrir undankeppni EM 2021 sem hefst í haust. Þetta var seinni leikur liðanna á stuttum tíma, eftir markalaust jafntefli í fyrri leiknum tókst íslenska liðinu að sigla sigrinum heim með heilsteyptari spilamennsku í gær. Hlín Eiríksdóttir kom Íslandi á bragðið áður en Dagný Brynjarsdóttir bætti við marki. Með því komst Dagný upp að hlið Ásthildar Helgadóttur í þriðja sætið yfir flest mörk fyrir kvennalandsliðið, með 23 mörk. Jón Þór Hauksson, þjálfari Íslands, gerði fimm breytingar á liðinu á milli leikja. Hlín var ein þeirra sem komu inn í íslenska liðið og var hún fljót að láta til sín taka. Eftir snarpa skyndisókn féll boltinn fyrir fætur Hlínar sem skoraði með fallegu skoti í fjærhornið, óverjandi fyrir markmann finnska liðsins. Stuttu síðar var komið að þætti Dagnýjar þegar hún skoraði af stuttu færi eftir frábæra sendingu frá Glódísi Perlu Viggósdóttur. Finnska liðið sótti í leit að marki í seinni hálfleik en íslenska liðið stóð vaktina vel og náði að halda hreinu. Aðspurður er Jón Þór ánægður með spilamennskuna. „Heilt yfir er ég mjög sáttur við spilamennskuna og að halda hreinu í báðum leikjunum. Hópurinn var ósáttur við jafnteflið í fyrri leiknum sem lýsir metnaðinum í þessum hóp. Þær tóku stórt skref í rétta átt á mikilvægum tíma þar sem þetta var síðasti æfingarleikur okkar fyrir undankeppnina.“ Þetta var áttundi leikur liðsins frá því að Jón Þór tók við liðinu síðasta haust. Fyrir utan slæmt tap gegn Skotum hefur liðið leikið vel og unnið fjóra leiki af átta. „Spilamennskan í þessum leik staðfestir mína tilfinningu um að liðið sé að vaxa og stefni í rétta átt. Frammistaðan og liðsvinnan gefur okkur mikið fyrir leikina í haust þegar undankeppnin hefst. Við höfum verið að mynda ákveðinn kjarna og á sama tíma að stækka hópinn til að auka möguleikana. Ég fer mjög bjartsýnn inn í haustið eftir það sem við höfum unnið að undanfarna mánuði og manni finnst við vera á réttri leið.“ Dagný var að byrja fyrstu landsleiki sína í tæp tvö ár og var afar sátt að leikslokum. „Við æfðum vel á milli leikja og vorum ferskari og beittari í þessum leik. Það kom kafli sem við gátum haldið bolta betur en við náðum að skapa okkur mörg færi og halda hreinu,“ segir Dagný og bætir við: „Það er gott að koma aftur og hitta hópinn, bæði yngri leikmennina sem ég hef lítið leikið með og að kynnast þjálfarateyminu betur og aðferðum þess. Þetta var dýrmæt reynsla fyrir mig fyrir undankeppnina í haust og fyrir liðið til að slípa sig saman.“ Aðspurð segist Dagný ekki vera að horfa á að ná markameti landsliðsins af Margréti Láru enda 55 mörkum á eftir markahróknum. „Ég viðurkenni að ég er ekki að stefna á að ná henni. Næsta markmið er að ná öðru sætinu,“ segir Dagný hlæjandi að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Uppfyllir ósk náins vinar og skrifar undir eins dags samning Vann sex hundruð milljónir en neitaði að vera á mynd með yfirmanni WTA Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu hélt hreinu annan leikinn í röð í 2-0 sigri á Finnum í Espoo í gær í lokaæfingarleik Íslands fyrir undankeppni EM 2021 sem hefst í haust. Þetta var seinni leikur liðanna á stuttum tíma, eftir markalaust jafntefli í fyrri leiknum tókst íslenska liðinu að sigla sigrinum heim með heilsteyptari spilamennsku í gær. Hlín Eiríksdóttir kom Íslandi á bragðið áður en Dagný Brynjarsdóttir bætti við marki. Með því komst Dagný upp að hlið Ásthildar Helgadóttur í þriðja sætið yfir flest mörk fyrir kvennalandsliðið, með 23 mörk. Jón Þór Hauksson, þjálfari Íslands, gerði fimm breytingar á liðinu á milli leikja. Hlín var ein þeirra sem komu inn í íslenska liðið og var hún fljót að láta til sín taka. Eftir snarpa skyndisókn féll boltinn fyrir fætur Hlínar sem skoraði með fallegu skoti í fjærhornið, óverjandi fyrir markmann finnska liðsins. Stuttu síðar var komið að þætti Dagnýjar þegar hún skoraði af stuttu færi eftir frábæra sendingu frá Glódísi Perlu Viggósdóttur. Finnska liðið sótti í leit að marki í seinni hálfleik en íslenska liðið stóð vaktina vel og náði að halda hreinu. Aðspurður er Jón Þór ánægður með spilamennskuna. „Heilt yfir er ég mjög sáttur við spilamennskuna og að halda hreinu í báðum leikjunum. Hópurinn var ósáttur við jafnteflið í fyrri leiknum sem lýsir metnaðinum í þessum hóp. Þær tóku stórt skref í rétta átt á mikilvægum tíma þar sem þetta var síðasti æfingarleikur okkar fyrir undankeppnina.“ Þetta var áttundi leikur liðsins frá því að Jón Þór tók við liðinu síðasta haust. Fyrir utan slæmt tap gegn Skotum hefur liðið leikið vel og unnið fjóra leiki af átta. „Spilamennskan í þessum leik staðfestir mína tilfinningu um að liðið sé að vaxa og stefni í rétta átt. Frammistaðan og liðsvinnan gefur okkur mikið fyrir leikina í haust þegar undankeppnin hefst. Við höfum verið að mynda ákveðinn kjarna og á sama tíma að stækka hópinn til að auka möguleikana. Ég fer mjög bjartsýnn inn í haustið eftir það sem við höfum unnið að undanfarna mánuði og manni finnst við vera á réttri leið.“ Dagný var að byrja fyrstu landsleiki sína í tæp tvö ár og var afar sátt að leikslokum. „Við æfðum vel á milli leikja og vorum ferskari og beittari í þessum leik. Það kom kafli sem við gátum haldið bolta betur en við náðum að skapa okkur mörg færi og halda hreinu,“ segir Dagný og bætir við: „Það er gott að koma aftur og hitta hópinn, bæði yngri leikmennina sem ég hef lítið leikið með og að kynnast þjálfarateyminu betur og aðferðum þess. Þetta var dýrmæt reynsla fyrir mig fyrir undankeppnina í haust og fyrir liðið til að slípa sig saman.“ Aðspurð segist Dagný ekki vera að horfa á að ná markameti landsliðsins af Margréti Láru enda 55 mörkum á eftir markahróknum. „Ég viðurkenni að ég er ekki að stefna á að ná henni. Næsta markmið er að ná öðru sætinu,“ segir Dagný hlæjandi að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Uppfyllir ósk náins vinar og skrifar undir eins dags samning Vann sex hundruð milljónir en neitaði að vera á mynd með yfirmanni WTA Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Sjá meira