Flugfreyja tókst á loft í ofsafenginni ókyrrð Stefán Ó. Jónsson skrifar 18. júní 2019 11:06 Innihald vagnsins, sem flugfreyjan dró, þeyttist yfir farþega þegar ókyrrðin var hvað mest. Skjáskot Gríðarleg ókyrrð olli ofsahræðslu í flugvél ALK Airlines á leið frá Kosovo til Sviss á sunnudag. Í myndbandi sem tekið er inni í vélina má heyra grátandi farþega fara með bænirnar sínar þær fimm mínútur sem vélin lék á reiðiskjálfi. Flugfreyja og vagninn sem hún dró skullu upp undir þak vélarinnar og dreifðu matvælum og heitu kaffi yfir næstu sætaraðir. Tíu farþegar af 121 þurftu að leita á slysadeild eftir að vélin lenti loksins í Basel og þykir mildi að fleiri hafi ekki slasast, slíkur var hristingurinn. Sætaraðir losnuðu, sætisbelti rifnuðu og farþegar blóðguðust. Konan sem fangaði myndbandið hér að neðan, Mirjeta Basha, segir að ókyrrðin hafi hafist um hálftíma eftir flugtak. Hún hafi ekki staðið yfir í nema 5 mínútur, sem voru þó gríðarlega lengi að líða. Eiginmaður hennar hafi verið einn þeirra sem þurfti að leita á slysadeild en hann fékk yfir sig rjúkandi heitt kaffið. Basha hrósar starfsfólki flugfélagsins í hástert fyrir fagmennsku við þessar erfiðu aðstæður. Flugmenn og flugfreyjur hafi haldið ró sinni og reynt að stappa stálinu í skelkaða farþega. Rétt er að vara flughrædda við myndbandi Basha, en nánar má fræðast um ókyrrð í háloftunum á Vísindavefnum. Fréttir af flugi Kósovó Sviss Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Fleiri fréttir Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Sjá meira
Gríðarleg ókyrrð olli ofsahræðslu í flugvél ALK Airlines á leið frá Kosovo til Sviss á sunnudag. Í myndbandi sem tekið er inni í vélina má heyra grátandi farþega fara með bænirnar sínar þær fimm mínútur sem vélin lék á reiðiskjálfi. Flugfreyja og vagninn sem hún dró skullu upp undir þak vélarinnar og dreifðu matvælum og heitu kaffi yfir næstu sætaraðir. Tíu farþegar af 121 þurftu að leita á slysadeild eftir að vélin lenti loksins í Basel og þykir mildi að fleiri hafi ekki slasast, slíkur var hristingurinn. Sætaraðir losnuðu, sætisbelti rifnuðu og farþegar blóðguðust. Konan sem fangaði myndbandið hér að neðan, Mirjeta Basha, segir að ókyrrðin hafi hafist um hálftíma eftir flugtak. Hún hafi ekki staðið yfir í nema 5 mínútur, sem voru þó gríðarlega lengi að líða. Eiginmaður hennar hafi verið einn þeirra sem þurfti að leita á slysadeild en hann fékk yfir sig rjúkandi heitt kaffið. Basha hrósar starfsfólki flugfélagsins í hástert fyrir fagmennsku við þessar erfiðu aðstæður. Flugmenn og flugfreyjur hafi haldið ró sinni og reynt að stappa stálinu í skelkaða farþega. Rétt er að vara flughrædda við myndbandi Basha, en nánar má fræðast um ókyrrð í háloftunum á Vísindavefnum.
Fréttir af flugi Kósovó Sviss Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Fleiri fréttir Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Sjá meira