Gáttaður á glæfralegum framúrakstri rútubílstjóra við Þjórsá Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. júní 2019 21:54 Hér sést að litlu mátti muna að orðið hefði árekstur þar sem rútan ekur hratt á móti fólksbílnum. Skjáskot/Facebook Vörubílstjóri segist gáttaður á glæfralegum framúrakstri rútu á vegkafla við Þjórsá á Suðurlandi í kvöld. Atvikið náðist á myndband og hefur vakið töluverða hneykslan netverja. Myndbandið má sjá neðst í fréttinni. Óskar F. Júlíusson vörubílstjóri var á leið frá Höfn í Hornafirði til Reykjavíkur þegar rútan ók fram úr honum um klukkan hálf 9 í kvöld. Óskar segir í samtali við Vísi að nýbúið sé að leggja klæðningu á veginn og því sé mikið um lausamöl á svæðinu. Hann fari því iðulega ekki mikið yfir 60 kílómetra hraða þegar hann ekur umræddan vegkafla. „Rútan fremst var nýbúin að taka fram úr mér á 90-100 kílómetra hraða með tilheyrandi steinkasti og svo kemur þessi snillingur. Eins og sést á myndbandinu beygi ég alveg út í kant og bremsa,“ segir Óskar í samtali við Vísi. „Manni var brugðið en þetta er að verða daglegt brauð hjá þessari stétt, hópferðabílstjórum. Það er svo mikið stress og læti í gangi að þetta er nánast daglegt að maður er að fá þá á ólöglegum hraða fram úr sér.“ Myndband af atvikunnáðist á upptökuvél í vörubíl Óskars. Hann birti myndbandið svo á Facebook-síðu sinni í kvöld og hefur það vakið töluverða hneykslan. Þá hefur því þegar verið deilt nokkuð víða en færslu Óskars má sjá hér að neðan. Í myndbandinu sést hvernig rútan, sem merkt er Hópbílum, tekur fram úr Óskari en fyrir framan hann er nokkurra bíla lest. Á móti rútunni kemur fólksbíll og litlu má muna að þar verði árekstur. Óskar hægir hins vegar á sér, rútan sveigir inn á hægri akrein og fólksbíllinn sem kemur á móti staðnæmist næstum því í vegkantinum. „Þetta er með því skuggalegra sem maður hefur lent í hvað þetta varðar. Ég hef alveg oft lent í framúrakstri sem er tæpur en þetta er það tæpasta sem maður hefur séð,“ segir Óskar. Guðjón Ármann Guðjónsson framkvæmdastjóri Hópbíla kvaðst ekki hafa séð myndbandið þegar Vísir náði tali af honum í kvöld. Þá sagði hann fyrirtækið fara eftir ákveðnum verklagsreglum en vildi ekki tjá sig frekar um málið.Myndbandið af framúrakstrinum má sjá í spilaranum hér að neðan. Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Fleiri fréttir Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Sjá meira
Vörubílstjóri segist gáttaður á glæfralegum framúrakstri rútu á vegkafla við Þjórsá á Suðurlandi í kvöld. Atvikið náðist á myndband og hefur vakið töluverða hneykslan netverja. Myndbandið má sjá neðst í fréttinni. Óskar F. Júlíusson vörubílstjóri var á leið frá Höfn í Hornafirði til Reykjavíkur þegar rútan ók fram úr honum um klukkan hálf 9 í kvöld. Óskar segir í samtali við Vísi að nýbúið sé að leggja klæðningu á veginn og því sé mikið um lausamöl á svæðinu. Hann fari því iðulega ekki mikið yfir 60 kílómetra hraða þegar hann ekur umræddan vegkafla. „Rútan fremst var nýbúin að taka fram úr mér á 90-100 kílómetra hraða með tilheyrandi steinkasti og svo kemur þessi snillingur. Eins og sést á myndbandinu beygi ég alveg út í kant og bremsa,“ segir Óskar í samtali við Vísi. „Manni var brugðið en þetta er að verða daglegt brauð hjá þessari stétt, hópferðabílstjórum. Það er svo mikið stress og læti í gangi að þetta er nánast daglegt að maður er að fá þá á ólöglegum hraða fram úr sér.“ Myndband af atvikunnáðist á upptökuvél í vörubíl Óskars. Hann birti myndbandið svo á Facebook-síðu sinni í kvöld og hefur það vakið töluverða hneykslan. Þá hefur því þegar verið deilt nokkuð víða en færslu Óskars má sjá hér að neðan. Í myndbandinu sést hvernig rútan, sem merkt er Hópbílum, tekur fram úr Óskari en fyrir framan hann er nokkurra bíla lest. Á móti rútunni kemur fólksbíll og litlu má muna að þar verði árekstur. Óskar hægir hins vegar á sér, rútan sveigir inn á hægri akrein og fólksbíllinn sem kemur á móti staðnæmist næstum því í vegkantinum. „Þetta er með því skuggalegra sem maður hefur lent í hvað þetta varðar. Ég hef alveg oft lent í framúrakstri sem er tæpur en þetta er það tæpasta sem maður hefur séð,“ segir Óskar. Guðjón Ármann Guðjónsson framkvæmdastjóri Hópbíla kvaðst ekki hafa séð myndbandið þegar Vísir náði tali af honum í kvöld. Þá sagði hann fyrirtækið fara eftir ákveðnum verklagsreglum en vildi ekki tjá sig frekar um málið.Myndbandið af framúrakstrinum má sjá í spilaranum hér að neðan.
Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Fleiri fréttir Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Sjá meira