Lífið

Stefánar landsins sverja af sér umhverfisspjöll

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Stefán Pálsson, Stefán Hilmarsson, Stefán Jón Hafstein og Stefán Bogi Sveinsson eru á meðal þeirra Stefána sem leggja nafn sitt við ályktunina.
Stefán Pálsson, Stefán Hilmarsson, Stefán Jón Hafstein og Stefán Bogi Sveinsson eru á meðal þeirra Stefána sem leggja nafn sitt við ályktunina. Facebook
Samfélag Stefána á Íslandi fann sig knúið til að senda frá sér ályktun vegna umhverfisspjalla sem unnin voru í móbergsklöpp í Helgafelli. Ástæðan er sú að einhver óprúttinn aðili krafsaði gælunafnið „Stebbi“ í klöppina.

Tannlæknirinn María Elíasdóttir birti myndir af umhverfisspjöllunum í fyrradag en á myndunum mátti sá að óprúttnir aðilar höfðu gert sér að leik að krafsa nöfn og útlínur getnaðarlima í móbergsklöppina. Þá mátti einnig sjá nöfnin Badda, Geira, Stebba, Daða og Ara.

Sjá nánar: Íhuga að kæra náttúruspjöll á Helgafelli til lögreglu

Myndir á vettvangi skemmdarverkanna hafa vakið óhug í Facebook-hópi Stefána sem telur á fjórða hundrað meðlima. Þeir segjast kappkosta að sýna náttúrunni virðingu í öllum sínum háttum og aðgerðum.

„Sorglegt er að sjá að óvitar þeir sem hér voru að verki hafi rist hið annars ágæta gælunafn „Stebbi“ í viðkvæman svörðinn.

Stefánar vilja þá hvetja landsmenn til að henda ekki rusli á víðavangi.

„Og fara varlega með eld, einkum í þeirri þurrkatíð sem nú ríkir suðvestanlands.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×