Rauða blokkin er með góða forystu Sighvatur Arnmundsson skrifar 1. júní 2019 08:45 Mette Frederiksen sést hér ræða við kjósendur. Hún gæti orðið yngsti forsætisráðherra Danmerkur frá upphafi en hún er fædd 1977. Fréttablaðið/EPA Vísir/getty Samkvæmt skoðanakönnun Epinion sem Danska ríkisútvarpið birti í gær er forysta rauðu blokkarinnar nokkuð örugg. Þannig fengju rauðu flokkarnir 91 þingsæti á móti 75 sætum bláu blokkarinnar. Þar fyrir utan eru fimm þingmenn Alternativet líklegir til að styðja rauðu blokkina þótt þeir séu ekki formlega hluti hennar. Hægri öfgaflokkurinn Stram kurs fengi fjóra þingmenn en hann stendur utan bláu blokkarinnar. Á danska þinginu eiga 179 þingmenn sæti, þar af fjórir frá Færeyjum og Grænlandi, og þarf því 90 þingsæti til að fá hreinan meirihluta. Hrannar B. Arnarsson, sem var á dögunum kjörinn formaður Norræna félagsins í Reykjavík, segir ljóst að mikið þurfi að gerast á lokasprettinum til að Mette Frederiksen, formaður Jafnaðarmanna, verði ekki næsti forsætisráðherra. En líkt og gerðist þegar Lars Løkke Rasmussen, formaður Venstre, varð forsætisráðherra 2015, eru það fyrst og fremst stuðningsflokkarnir sem bæta við sig fylgi. „Eitt af því sem er athyglisvert við þetta er að meðbyrinn sem Mette hafði með sér frá því hún tók við og fór að herða innflytjendatóninn er allur rokinn út í veður og vind. Það lítur út fyrir að hún fái svipað fylgi og flokkurinn fékk síðast og jafnvel aðeins minna,“ segir Hrannar. Aðrir flokkar í rauðu blokkinni séu að bæta við sig fyrir utan Alternativet. Í Danmörku þurfa flokkar að ná yfir tveimur prósentum atkvæða til að fá kjörna þingmenn. Hrannar bendir á að óvissa sé hjá nokkrum flokkum um hvort það takist. Það gæti breytt landslaginu. Hrannar starfaði í nokkur ár sem framkvæmdastjóri flokkahóps Jafnaðarmanna í Norðurlandaráði og hafði aðsetur í Kristjánsborg þar sem danska þingið er til húsa. „Í rauninni hefur kosningabarátta í Danmörku undanfarin fjögur eða fimm skipti á endanum bara snúist um innflytjendamál. Það er alveg sama hvernig stóru flokkarnir hafa reynt að leggja upp umræðuna þá hefur Danska þjóðarflokknum alltaf tekist að láta þetta snúast um innflytjendamál.“ Þrátt fyrir það stefnir í mikið fylgistap Danska þjóðarflokksins en það skýrist meðal annars af tilkomu nýrra hægri öfgaflokka eins og Stram kurs og Nýja borgaralega flokksins. Hrannar segir að það verði forvitnilegt að sjá hvernig Jafnaðarmenn bregðist við, því hingað til hafi þeir reynt að jafna það sem komið hafi frá Danska þjóðarflokknum. „Ég held að ein af ástæðum þess að bæði Sósíalíski þjóðarflokkurinn og Radikale venstre séu nánast að tvöfalda fylgi sitt frá síðustu kosningum sé að þeir eru að taka frjálslynda fylgið af Jafnaðarmönnum sem aftur á móti taka fylgi frá Danska þjóðarflokknum.“ Birtist í Fréttablaðinu Danmörk Þingkosningar í Danmörku Tengdar fréttir Stefnir í sigur bandalags rauðu flokkanna í Danmörku Danir ganga að kjörborðinu á miðvikudaginn í næstu viku. 30. maí 2019 14:39 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Samkvæmt skoðanakönnun Epinion sem Danska ríkisútvarpið birti í gær er forysta rauðu blokkarinnar nokkuð örugg. Þannig fengju rauðu flokkarnir 91 þingsæti á móti 75 sætum bláu blokkarinnar. Þar fyrir utan eru fimm þingmenn Alternativet líklegir til að styðja rauðu blokkina þótt þeir séu ekki formlega hluti hennar. Hægri öfgaflokkurinn Stram kurs fengi fjóra þingmenn en hann stendur utan bláu blokkarinnar. Á danska þinginu eiga 179 þingmenn sæti, þar af fjórir frá Færeyjum og Grænlandi, og þarf því 90 þingsæti til að fá hreinan meirihluta. Hrannar B. Arnarsson, sem var á dögunum kjörinn formaður Norræna félagsins í Reykjavík, segir ljóst að mikið þurfi að gerast á lokasprettinum til að Mette Frederiksen, formaður Jafnaðarmanna, verði ekki næsti forsætisráðherra. En líkt og gerðist þegar Lars Løkke Rasmussen, formaður Venstre, varð forsætisráðherra 2015, eru það fyrst og fremst stuðningsflokkarnir sem bæta við sig fylgi. „Eitt af því sem er athyglisvert við þetta er að meðbyrinn sem Mette hafði með sér frá því hún tók við og fór að herða innflytjendatóninn er allur rokinn út í veður og vind. Það lítur út fyrir að hún fái svipað fylgi og flokkurinn fékk síðast og jafnvel aðeins minna,“ segir Hrannar. Aðrir flokkar í rauðu blokkinni séu að bæta við sig fyrir utan Alternativet. Í Danmörku þurfa flokkar að ná yfir tveimur prósentum atkvæða til að fá kjörna þingmenn. Hrannar bendir á að óvissa sé hjá nokkrum flokkum um hvort það takist. Það gæti breytt landslaginu. Hrannar starfaði í nokkur ár sem framkvæmdastjóri flokkahóps Jafnaðarmanna í Norðurlandaráði og hafði aðsetur í Kristjánsborg þar sem danska þingið er til húsa. „Í rauninni hefur kosningabarátta í Danmörku undanfarin fjögur eða fimm skipti á endanum bara snúist um innflytjendamál. Það er alveg sama hvernig stóru flokkarnir hafa reynt að leggja upp umræðuna þá hefur Danska þjóðarflokknum alltaf tekist að láta þetta snúast um innflytjendamál.“ Þrátt fyrir það stefnir í mikið fylgistap Danska þjóðarflokksins en það skýrist meðal annars af tilkomu nýrra hægri öfgaflokka eins og Stram kurs og Nýja borgaralega flokksins. Hrannar segir að það verði forvitnilegt að sjá hvernig Jafnaðarmenn bregðist við, því hingað til hafi þeir reynt að jafna það sem komið hafi frá Danska þjóðarflokknum. „Ég held að ein af ástæðum þess að bæði Sósíalíski þjóðarflokkurinn og Radikale venstre séu nánast að tvöfalda fylgi sitt frá síðustu kosningum sé að þeir eru að taka frjálslynda fylgið af Jafnaðarmönnum sem aftur á móti taka fylgi frá Danska þjóðarflokknum.“
Birtist í Fréttablaðinu Danmörk Þingkosningar í Danmörku Tengdar fréttir Stefnir í sigur bandalags rauðu flokkanna í Danmörku Danir ganga að kjörborðinu á miðvikudaginn í næstu viku. 30. maí 2019 14:39 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Stefnir í sigur bandalags rauðu flokkanna í Danmörku Danir ganga að kjörborðinu á miðvikudaginn í næstu viku. 30. maí 2019 14:39