Bjórauglýsingar á golfmóti fyrir börn Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 1. júní 2019 08:45 Egils Gull mótið fór fram á Þorlákshafnarvelli. Bjórauglýsingar voru um allt. „Þetta er ekki í fyrsta sinn sem við höldum Egils Gull mótið og þessi gagnrýni hefur alveg komið áður. Við auðvitað fylgjum, ásamt Ölgerðinni, þeim lögum og reglum sem gilda um áfengisauglýsingar á Íslandi.“ Þetta segir Haukur Örn Birgisson, forseti Golfsambands Íslands, aðspurður um gagnrýni sem beinist að sambandinu frá Foreldrasamtökum gegn áfengisauglýsingum. Foreldrasamtökin gagnrýna umgjörð Egils Gull mótsins sem haldið var um síðastliðna helgi. Mótið er ætlað fullorðnum en ungmenni geta unnið sér þar inn þátttökurétt. Mótið er styrkt af Ölgerðinni sem framleiðir meðal annars Egils Gull, bjór og léttbjór. Öll umgjörð mótsins var tileinkuð Egils Gulli og samkvæmt Foreldrasamtökunum var um áfengisauglýsingu að ræða. En samkvæmt lögum eru hvers konar auglýsingar á áfengi og einstökum áfengistegundum bannaðar á Íslandi. Foreldrasamtökin segja umgjörðina óboðlega og ekki í takt við uppeldis- og forvarnarmarkmið íþróttahreyfingarinnar. Einnig segja þau Golfsambandið brjóta lög um rétt barna og ungmenna til þess að vera laus við áfengisáróður og vísa til 20. greinar áfengislaga. Haukur segir GSÍ og Ölgerðina fara eftir þeim lögum og reglum sem ríkja á Íslandi og segir auglýsingunum ekki beint að börnum. „Mótið er ekki ætlað börnum og unglingum, þetta er fullorðinsmót. Ungmennum er ekki bönnuð þátttaka í mótinu en auglýsingum er ekki beint að þeim,“ segir Haukur. Sigurvegari mótsins í karlaflokki var sextán ára gamall piltur en í kvennaflokki var það átján ára stúlka. Á heimasíðu GSÍ má sjá ljósmynd af sigurvegurunum með blaktandi Egils Gull fána í baksýn. Á fánanum standa slagorðin „Okkar tími – okkar bjór“. Eins og gefur að skilja er hvorugt sigurvegaranna með aldur til þess að kaupa áfengi og telst pilturinn enn vera barn. Haukur segir ekkert athugavert við það að auglýsa Gull á íþróttamóti þar sem börn eru þátttakendur eða að taka mynd af ungmennunum við fánann. „Þau eru sigurvegarar í mótinu og eðlilegt er að tekin sé mynd af þeim með samstarfsaðilann í baksýn. Uppfylli samstarfsaðilinn skilyrðin sem lögin setja um merkingar í slíkum auglýsingum þá sé ég ekkert athugavert við það. Samkvæmt lögum er ekki um bjór að ræða,“ segir Haukur. Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Golf Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
„Þetta er ekki í fyrsta sinn sem við höldum Egils Gull mótið og þessi gagnrýni hefur alveg komið áður. Við auðvitað fylgjum, ásamt Ölgerðinni, þeim lögum og reglum sem gilda um áfengisauglýsingar á Íslandi.“ Þetta segir Haukur Örn Birgisson, forseti Golfsambands Íslands, aðspurður um gagnrýni sem beinist að sambandinu frá Foreldrasamtökum gegn áfengisauglýsingum. Foreldrasamtökin gagnrýna umgjörð Egils Gull mótsins sem haldið var um síðastliðna helgi. Mótið er ætlað fullorðnum en ungmenni geta unnið sér þar inn þátttökurétt. Mótið er styrkt af Ölgerðinni sem framleiðir meðal annars Egils Gull, bjór og léttbjór. Öll umgjörð mótsins var tileinkuð Egils Gulli og samkvæmt Foreldrasamtökunum var um áfengisauglýsingu að ræða. En samkvæmt lögum eru hvers konar auglýsingar á áfengi og einstökum áfengistegundum bannaðar á Íslandi. Foreldrasamtökin segja umgjörðina óboðlega og ekki í takt við uppeldis- og forvarnarmarkmið íþróttahreyfingarinnar. Einnig segja þau Golfsambandið brjóta lög um rétt barna og ungmenna til þess að vera laus við áfengisáróður og vísa til 20. greinar áfengislaga. Haukur segir GSÍ og Ölgerðina fara eftir þeim lögum og reglum sem ríkja á Íslandi og segir auglýsingunum ekki beint að börnum. „Mótið er ekki ætlað börnum og unglingum, þetta er fullorðinsmót. Ungmennum er ekki bönnuð þátttaka í mótinu en auglýsingum er ekki beint að þeim,“ segir Haukur. Sigurvegari mótsins í karlaflokki var sextán ára gamall piltur en í kvennaflokki var það átján ára stúlka. Á heimasíðu GSÍ má sjá ljósmynd af sigurvegurunum með blaktandi Egils Gull fána í baksýn. Á fánanum standa slagorðin „Okkar tími – okkar bjór“. Eins og gefur að skilja er hvorugt sigurvegaranna með aldur til þess að kaupa áfengi og telst pilturinn enn vera barn. Haukur segir ekkert athugavert við það að auglýsa Gull á íþróttamóti þar sem börn eru þátttakendur eða að taka mynd af ungmennunum við fánann. „Þau eru sigurvegarar í mótinu og eðlilegt er að tekin sé mynd af þeim með samstarfsaðilann í baksýn. Uppfylli samstarfsaðilinn skilyrðin sem lögin setja um merkingar í slíkum auglýsingum þá sé ég ekkert athugavert við það. Samkvæmt lögum er ekki um bjór að ræða,“ segir Haukur.
Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Golf Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent