Bandaríkjaforseti segir Boris Johnson tilvalinn sem næsta forsætisráðherra Bretlands Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. júní 2019 09:57 Donald Trump telur að Boris Johnson yrði góður eftirmaður Theresu May. Win McNamee/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að breski stjórnmálamaðurinn Boris Johnson yrði „tilvalinn“ eftirmaður Theresu May sem leiðtogi breska Íhaldsflokksins, en May hefur tilkynnt að hún muni segja af sér embætti, bæði sem forsætisráðherra og sem leiðtogi flokksins þann 7. júní næstkomandi. Trump lýsti hrifningu sinni á Johnson í viðtali við breska æsifréttamiðilinn Sun í gær. Þar sagðist hann kunna vel við Johnson, sem meðal annars hefur gegnt embætti borgarstjóra Lundúna og utanríkisráðherra Bretlands. „Ég kann vel við hann, og hef alltaf kunnað vel við hann. Ég veit ekki hvort hann verður valinn [til embættis leiðtoga Íhaldsflokksins] en ég held að hann sé góður náungi og mjög hæfileikaríkur einstaklingur,“ sagði forsetinn og bætti við að Johnson hafi alltaf verið jákvæður í garð bæði forsetans sjálfs og Bandaríkjanna.Boris Johnson er hæfileikaríkur og góður maður að sögn Bandaríkjaforseta.Peter Summers/GettyÍ viðtalinu ítrekaði Trump að hann vissi ekki hver yrði fyrir valinu til þess að leiða Íhaldsflokkinn og taka við forsætisráðherraembættinu eftir að Theresa May hyrfi að sviði stjórnmálanna. „Ég er búinn að kynna mér þetta vel, myndi ég segja. Ég þekki leikmennina. Ég þekki þessa mismunandi leikmenn. En ég held að Boris myndi standa sig afar vel,“ sagði Trump í viðtalinu en með leikmönnum á hann við þá meðlimi Íhaldsflokksins sem sækjast eftir leiðtogaembættinu. Í viðtalinu opinberaði forsetinn þá að aðrir vongóðir frambjóðendur hefðu falast eftir stuðningi forsetans. Hann vildi þó ekki gefa upp nöfn þeirra. „Ég gæti hjálpað hverjum sem er ef ég lýsti yfir stuðningi við þá.“ Heldur óvenjulegt þykir að Bandaríkjaforseti tjái sig um innanríkismál bandamanna Bandaríkjanna með þessum hætti og því hefur verið velt upp að fái Johnson ekki útnefningu Íhaldsflokksins gætu þessi orð forsetans, sem hægt væri að túlka sem óskýra stuðningsyfirlýsingu, valdið togstreitu milli forsetans og næsta forsætisráðherra Bretlands. Bandaríkin Bretland Donald Trump Tengdar fréttir Johnson mælist vinsælastur Boris Johnson, fyrrverandi utanríkisráðherra Bretlands og einn helsti baráttumaðurinn fyrir útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, mælist með mest fylgi í nýrri könnun YouGov um mögulega arftaka Theresu May sem leiðtogi flokksins. 18. maí 2019 09:00 Boris Johnson vill verða formaður Íhaldsflokksins Boris Johnson, fyrrverandi utanríksráðherra Bretlands, mun bjóða sig fram til formennsku í Íhaldsflokknum eftir að núverandi formaður segir starfi sínu lausu. 16. maí 2019 14:51 May ætlar að hætta 7. júní Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, ætlar að segja af sér sem leiðtogi Íhaldsflokksins. 24. maí 2019 09:15 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að breski stjórnmálamaðurinn Boris Johnson yrði „tilvalinn“ eftirmaður Theresu May sem leiðtogi breska Íhaldsflokksins, en May hefur tilkynnt að hún muni segja af sér embætti, bæði sem forsætisráðherra og sem leiðtogi flokksins þann 7. júní næstkomandi. Trump lýsti hrifningu sinni á Johnson í viðtali við breska æsifréttamiðilinn Sun í gær. Þar sagðist hann kunna vel við Johnson, sem meðal annars hefur gegnt embætti borgarstjóra Lundúna og utanríkisráðherra Bretlands. „Ég kann vel við hann, og hef alltaf kunnað vel við hann. Ég veit ekki hvort hann verður valinn [til embættis leiðtoga Íhaldsflokksins] en ég held að hann sé góður náungi og mjög hæfileikaríkur einstaklingur,“ sagði forsetinn og bætti við að Johnson hafi alltaf verið jákvæður í garð bæði forsetans sjálfs og Bandaríkjanna.Boris Johnson er hæfileikaríkur og góður maður að sögn Bandaríkjaforseta.Peter Summers/GettyÍ viðtalinu ítrekaði Trump að hann vissi ekki hver yrði fyrir valinu til þess að leiða Íhaldsflokkinn og taka við forsætisráðherraembættinu eftir að Theresa May hyrfi að sviði stjórnmálanna. „Ég er búinn að kynna mér þetta vel, myndi ég segja. Ég þekki leikmennina. Ég þekki þessa mismunandi leikmenn. En ég held að Boris myndi standa sig afar vel,“ sagði Trump í viðtalinu en með leikmönnum á hann við þá meðlimi Íhaldsflokksins sem sækjast eftir leiðtogaembættinu. Í viðtalinu opinberaði forsetinn þá að aðrir vongóðir frambjóðendur hefðu falast eftir stuðningi forsetans. Hann vildi þó ekki gefa upp nöfn þeirra. „Ég gæti hjálpað hverjum sem er ef ég lýsti yfir stuðningi við þá.“ Heldur óvenjulegt þykir að Bandaríkjaforseti tjái sig um innanríkismál bandamanna Bandaríkjanna með þessum hætti og því hefur verið velt upp að fái Johnson ekki útnefningu Íhaldsflokksins gætu þessi orð forsetans, sem hægt væri að túlka sem óskýra stuðningsyfirlýsingu, valdið togstreitu milli forsetans og næsta forsætisráðherra Bretlands.
Bandaríkin Bretland Donald Trump Tengdar fréttir Johnson mælist vinsælastur Boris Johnson, fyrrverandi utanríkisráðherra Bretlands og einn helsti baráttumaðurinn fyrir útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, mælist með mest fylgi í nýrri könnun YouGov um mögulega arftaka Theresu May sem leiðtogi flokksins. 18. maí 2019 09:00 Boris Johnson vill verða formaður Íhaldsflokksins Boris Johnson, fyrrverandi utanríksráðherra Bretlands, mun bjóða sig fram til formennsku í Íhaldsflokknum eftir að núverandi formaður segir starfi sínu lausu. 16. maí 2019 14:51 May ætlar að hætta 7. júní Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, ætlar að segja af sér sem leiðtogi Íhaldsflokksins. 24. maí 2019 09:15 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Sjá meira
Johnson mælist vinsælastur Boris Johnson, fyrrverandi utanríkisráðherra Bretlands og einn helsti baráttumaðurinn fyrir útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, mælist með mest fylgi í nýrri könnun YouGov um mögulega arftaka Theresu May sem leiðtogi flokksins. 18. maí 2019 09:00
Boris Johnson vill verða formaður Íhaldsflokksins Boris Johnson, fyrrverandi utanríksráðherra Bretlands, mun bjóða sig fram til formennsku í Íhaldsflokknum eftir að núverandi formaður segir starfi sínu lausu. 16. maí 2019 14:51
May ætlar að hætta 7. júní Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, ætlar að segja af sér sem leiðtogi Íhaldsflokksins. 24. maí 2019 09:15