Bandaríkjaforseti segir Boris Johnson tilvalinn sem næsta forsætisráðherra Bretlands Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. júní 2019 09:57 Donald Trump telur að Boris Johnson yrði góður eftirmaður Theresu May. Win McNamee/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að breski stjórnmálamaðurinn Boris Johnson yrði „tilvalinn“ eftirmaður Theresu May sem leiðtogi breska Íhaldsflokksins, en May hefur tilkynnt að hún muni segja af sér embætti, bæði sem forsætisráðherra og sem leiðtogi flokksins þann 7. júní næstkomandi. Trump lýsti hrifningu sinni á Johnson í viðtali við breska æsifréttamiðilinn Sun í gær. Þar sagðist hann kunna vel við Johnson, sem meðal annars hefur gegnt embætti borgarstjóra Lundúna og utanríkisráðherra Bretlands. „Ég kann vel við hann, og hef alltaf kunnað vel við hann. Ég veit ekki hvort hann verður valinn [til embættis leiðtoga Íhaldsflokksins] en ég held að hann sé góður náungi og mjög hæfileikaríkur einstaklingur,“ sagði forsetinn og bætti við að Johnson hafi alltaf verið jákvæður í garð bæði forsetans sjálfs og Bandaríkjanna.Boris Johnson er hæfileikaríkur og góður maður að sögn Bandaríkjaforseta.Peter Summers/GettyÍ viðtalinu ítrekaði Trump að hann vissi ekki hver yrði fyrir valinu til þess að leiða Íhaldsflokkinn og taka við forsætisráðherraembættinu eftir að Theresa May hyrfi að sviði stjórnmálanna. „Ég er búinn að kynna mér þetta vel, myndi ég segja. Ég þekki leikmennina. Ég þekki þessa mismunandi leikmenn. En ég held að Boris myndi standa sig afar vel,“ sagði Trump í viðtalinu en með leikmönnum á hann við þá meðlimi Íhaldsflokksins sem sækjast eftir leiðtogaembættinu. Í viðtalinu opinberaði forsetinn þá að aðrir vongóðir frambjóðendur hefðu falast eftir stuðningi forsetans. Hann vildi þó ekki gefa upp nöfn þeirra. „Ég gæti hjálpað hverjum sem er ef ég lýsti yfir stuðningi við þá.“ Heldur óvenjulegt þykir að Bandaríkjaforseti tjái sig um innanríkismál bandamanna Bandaríkjanna með þessum hætti og því hefur verið velt upp að fái Johnson ekki útnefningu Íhaldsflokksins gætu þessi orð forsetans, sem hægt væri að túlka sem óskýra stuðningsyfirlýsingu, valdið togstreitu milli forsetans og næsta forsætisráðherra Bretlands. Bandaríkin Bretland Donald Trump Tengdar fréttir Johnson mælist vinsælastur Boris Johnson, fyrrverandi utanríkisráðherra Bretlands og einn helsti baráttumaðurinn fyrir útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, mælist með mest fylgi í nýrri könnun YouGov um mögulega arftaka Theresu May sem leiðtogi flokksins. 18. maí 2019 09:00 Boris Johnson vill verða formaður Íhaldsflokksins Boris Johnson, fyrrverandi utanríksráðherra Bretlands, mun bjóða sig fram til formennsku í Íhaldsflokknum eftir að núverandi formaður segir starfi sínu lausu. 16. maí 2019 14:51 May ætlar að hætta 7. júní Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, ætlar að segja af sér sem leiðtogi Íhaldsflokksins. 24. maí 2019 09:15 Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Fleiri fréttir Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að breski stjórnmálamaðurinn Boris Johnson yrði „tilvalinn“ eftirmaður Theresu May sem leiðtogi breska Íhaldsflokksins, en May hefur tilkynnt að hún muni segja af sér embætti, bæði sem forsætisráðherra og sem leiðtogi flokksins þann 7. júní næstkomandi. Trump lýsti hrifningu sinni á Johnson í viðtali við breska æsifréttamiðilinn Sun í gær. Þar sagðist hann kunna vel við Johnson, sem meðal annars hefur gegnt embætti borgarstjóra Lundúna og utanríkisráðherra Bretlands. „Ég kann vel við hann, og hef alltaf kunnað vel við hann. Ég veit ekki hvort hann verður valinn [til embættis leiðtoga Íhaldsflokksins] en ég held að hann sé góður náungi og mjög hæfileikaríkur einstaklingur,“ sagði forsetinn og bætti við að Johnson hafi alltaf verið jákvæður í garð bæði forsetans sjálfs og Bandaríkjanna.Boris Johnson er hæfileikaríkur og góður maður að sögn Bandaríkjaforseta.Peter Summers/GettyÍ viðtalinu ítrekaði Trump að hann vissi ekki hver yrði fyrir valinu til þess að leiða Íhaldsflokkinn og taka við forsætisráðherraembættinu eftir að Theresa May hyrfi að sviði stjórnmálanna. „Ég er búinn að kynna mér þetta vel, myndi ég segja. Ég þekki leikmennina. Ég þekki þessa mismunandi leikmenn. En ég held að Boris myndi standa sig afar vel,“ sagði Trump í viðtalinu en með leikmönnum á hann við þá meðlimi Íhaldsflokksins sem sækjast eftir leiðtogaembættinu. Í viðtalinu opinberaði forsetinn þá að aðrir vongóðir frambjóðendur hefðu falast eftir stuðningi forsetans. Hann vildi þó ekki gefa upp nöfn þeirra. „Ég gæti hjálpað hverjum sem er ef ég lýsti yfir stuðningi við þá.“ Heldur óvenjulegt þykir að Bandaríkjaforseti tjái sig um innanríkismál bandamanna Bandaríkjanna með þessum hætti og því hefur verið velt upp að fái Johnson ekki útnefningu Íhaldsflokksins gætu þessi orð forsetans, sem hægt væri að túlka sem óskýra stuðningsyfirlýsingu, valdið togstreitu milli forsetans og næsta forsætisráðherra Bretlands.
Bandaríkin Bretland Donald Trump Tengdar fréttir Johnson mælist vinsælastur Boris Johnson, fyrrverandi utanríkisráðherra Bretlands og einn helsti baráttumaðurinn fyrir útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, mælist með mest fylgi í nýrri könnun YouGov um mögulega arftaka Theresu May sem leiðtogi flokksins. 18. maí 2019 09:00 Boris Johnson vill verða formaður Íhaldsflokksins Boris Johnson, fyrrverandi utanríksráðherra Bretlands, mun bjóða sig fram til formennsku í Íhaldsflokknum eftir að núverandi formaður segir starfi sínu lausu. 16. maí 2019 14:51 May ætlar að hætta 7. júní Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, ætlar að segja af sér sem leiðtogi Íhaldsflokksins. 24. maí 2019 09:15 Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Fleiri fréttir Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Sjá meira
Johnson mælist vinsælastur Boris Johnson, fyrrverandi utanríkisráðherra Bretlands og einn helsti baráttumaðurinn fyrir útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, mælist með mest fylgi í nýrri könnun YouGov um mögulega arftaka Theresu May sem leiðtogi flokksins. 18. maí 2019 09:00
Boris Johnson vill verða formaður Íhaldsflokksins Boris Johnson, fyrrverandi utanríksráðherra Bretlands, mun bjóða sig fram til formennsku í Íhaldsflokknum eftir að núverandi formaður segir starfi sínu lausu. 16. maí 2019 14:51
May ætlar að hætta 7. júní Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, ætlar að segja af sér sem leiðtogi Íhaldsflokksins. 24. maí 2019 09:15