Delta flýgur ekki til Íslands í vetur: „Næstu mánuðir og ár verða ferðaþjónustufyrirtækjum erfið“ Sylvía Hall skrifar 1. júní 2019 17:41 Ísland er ekki á vetraráætlun flugfélagsins. Vísir/Getty Flugfélagið Delta Air Lines býður ekki upp á flug til Íslands frá og með 20. október næstkomandi og mun ekki fljúga hingað til lands aftur fyrr en 3. mars á næsta ári. Svo virðist sem Ísland sé ekki lengur hluti af vetraráætlun félagsins en Túristi.is greindi frá þessu. Delta hóf áætlunarflug sitt til Íslands í sumarbyrjun árið 2011 og hefur félagið flogið hingað yfir vetrartímann síðustu þrjá vetur. Í frétt Túrista segir að flugfélagið hafi flogið nærri sjötíu áætlunarferðir til landsins síðasta vetur og hafi flutt með sér ellefta hvern Bandaríkjamann sem heimsótti landið frá nóvemberbyrjun fram í febrúar. Steinþór Jónsson, hótelstjóri á Hótel Keflavík og stjórnarmaður í félagi fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu, segir tíðindin vera afar slæm fyrir íslenska ferðaþjónustu. Það þurfi að bregðast við breyttum aðstæðum á flugmarkaði áður en það verði of seint. „Ég hef verið í þessum rekstri í langan tíma og séð bæði þegar vel gengur og þegar illa gengur,“ segir Steinþór. Hann segir stjórnvöld þurfa að grípa í taumana og gera viðeigandi ráðstafanir til þess að tryggja stöðugleika í ferðaþjónustunni áður en staðan er orðin verri en hún er.Steinþór Jónsson hefur mikla reynslu af flug- og ferðaþjónustu. Hann segir útlitið vera svart.VísirIcelandair á hrós skilið Steinþór segir útlitið vera svart í ljósi þess að nú hefur enn eitt flugfélagið hætt að bjóða upp á flug til Bandaríkjanna yfir vetrartímann. Staðan hafi ekki verið góð eftir fall WOW Air en nú sjái ferðaþjónustan fram á þungan róður yfir vetrartímann. „Næstu mánuðir og ár hótelum og ferðaþjónustufyrirtækjum erfið. Við Íslendingar erum stundum of stórtæk og gleymum gjarnan að það sem fer upp kemur alltaf niður,“ segir Steinþór. Hann segir þó Icelandair eiga hrós skilið fyrir framlag sitt til ferðaþjónustunnar enda hafi flugfélagið tryggt flug til og frá landinu um árabil. Nú beinist spjótin enn frekar að þeim og munu hótel- og gistiþjónustufyrirtæki þurfa að stóla enn frekar á að stjórnendur Icelandair „haldi sjó“ á næstu misserum. „Ég vona innilega að stjórnvöld og almenningur staldri nú við og taki höndum saman við öfluga ferðþjónustuaðila um allt land og geri með öflugu átaki Ísland að verulega eftirsóttum stað að nýju, okkur öllum til hagsbóta.“ Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Fleiri fréttir Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Sjá meira
Flugfélagið Delta Air Lines býður ekki upp á flug til Íslands frá og með 20. október næstkomandi og mun ekki fljúga hingað til lands aftur fyrr en 3. mars á næsta ári. Svo virðist sem Ísland sé ekki lengur hluti af vetraráætlun félagsins en Túristi.is greindi frá þessu. Delta hóf áætlunarflug sitt til Íslands í sumarbyrjun árið 2011 og hefur félagið flogið hingað yfir vetrartímann síðustu þrjá vetur. Í frétt Túrista segir að flugfélagið hafi flogið nærri sjötíu áætlunarferðir til landsins síðasta vetur og hafi flutt með sér ellefta hvern Bandaríkjamann sem heimsótti landið frá nóvemberbyrjun fram í febrúar. Steinþór Jónsson, hótelstjóri á Hótel Keflavík og stjórnarmaður í félagi fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu, segir tíðindin vera afar slæm fyrir íslenska ferðaþjónustu. Það þurfi að bregðast við breyttum aðstæðum á flugmarkaði áður en það verði of seint. „Ég hef verið í þessum rekstri í langan tíma og séð bæði þegar vel gengur og þegar illa gengur,“ segir Steinþór. Hann segir stjórnvöld þurfa að grípa í taumana og gera viðeigandi ráðstafanir til þess að tryggja stöðugleika í ferðaþjónustunni áður en staðan er orðin verri en hún er.Steinþór Jónsson hefur mikla reynslu af flug- og ferðaþjónustu. Hann segir útlitið vera svart.VísirIcelandair á hrós skilið Steinþór segir útlitið vera svart í ljósi þess að nú hefur enn eitt flugfélagið hætt að bjóða upp á flug til Bandaríkjanna yfir vetrartímann. Staðan hafi ekki verið góð eftir fall WOW Air en nú sjái ferðaþjónustan fram á þungan róður yfir vetrartímann. „Næstu mánuðir og ár hótelum og ferðaþjónustufyrirtækjum erfið. Við Íslendingar erum stundum of stórtæk og gleymum gjarnan að það sem fer upp kemur alltaf niður,“ segir Steinþór. Hann segir þó Icelandair eiga hrós skilið fyrir framlag sitt til ferðaþjónustunnar enda hafi flugfélagið tryggt flug til og frá landinu um árabil. Nú beinist spjótin enn frekar að þeim og munu hótel- og gistiþjónustufyrirtæki þurfa að stóla enn frekar á að stjórnendur Icelandair „haldi sjó“ á næstu misserum. „Ég vona innilega að stjórnvöld og almenningur staldri nú við og taki höndum saman við öfluga ferðþjónustuaðila um allt land og geri með öflugu átaki Ísland að verulega eftirsóttum stað að nýju, okkur öllum til hagsbóta.“
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Fleiri fréttir Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“