Samdrátturinn í ár gæti orðið tvöfalt meiri en spár gera ráð fyrir Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. júní 2019 19:45 Samdrátturinn í ár gæti orðið rúmlega tvöfalt meiri en Seðlabankinn gerir ráð fyrir að sögn hagfræðings. Hann gerir ráð fyrir að haustmánuðirnir verði þungbærir fyrir íslensk heimili, þegar höggið vegna fækkunar ferðamanna dynur á. Þó eru ýmis jákvæð teikn á lofti. Hagstofan birti í gær landsframleiðslutölur fyrir fyrsta ársfjórðung, sem hljóðuðu upp á 1,7 prósent hagvöxt frá sama fjórðungi í fyrra. Þrátt fyrir að leita þurfi aftur til ársins 2014 til að finna slakari tölur þá draga þær ekki upp rétta mynd af stöðu efnahagsmála að mati greiningardeildar Arion banka. „Þetta er bara hagkerfi sem á ekki lengur við. WOW fór á hausinn í lok mars þannig að þessar tölur eru þá að sýna ákveðna mynd af hagkerfi sem á ekki lengur við,“ segir Gunnar Bjarni Viðarsson, hagfræðingur í greiningardeild Arion banka. Maíspá Hagstofunnar gerðir ráð fyrir að hagkerfið muni dragast um 0,2 prósent í ár og Seðlabankinn áætlar að samdrátturinn verði í kringum 0,4 prósent, það telur greiningardeildin vera full varfærið enda muni ferðamönnum fækka meira en gert hefur verið ráð fyrir til þessa. „Flestir eru að tala um samdrátt um rúmlega tíu prósent. Við erum að gera ráð fyrir sextán prósent samdrætti. Okkur finnst óraunhæft að gera ráð fyrir rúmlega tíu prósent samdrætti þar sem WOW Air var starfandi fyrstu þrjá mánuði ársins,“ segir Gunnar Bjarni. Höggið muni fyrst koma fram í haust. „Það verður ákveðin töf á næstu mestu áhrifunum, maður getur alveg ímyndað sér fyrirtæki í ferðamannaiðnaði að það mun bíða þangað til að mesta ferðamannatíminn er liðinn hjá, það er að segja september og október, og væntanlega bíða með uppsagnir eða að minnka umsvifin þar til þá. Okkur finnst mjög líklegt að mesta höggið komi á þriðja ársfjórðungi eða jafnvel fjórða ársfjórðungi á þessu ári.“ Bölsýnin er þó ekki algjör. „Icelandair hefur tekist ágætlega vel til samkvæmt þeirra upplýsingum að breyta samsetningu á ferðamönnum sem eru að ferðast með þeim. Það eru hlutfallslega fleiri núna sem eru að ferðast til landsins til þess að vera hér í staðinn fyrir að ferðast með þeim bara til þess að fara yfir Atlantshafið,“ segir Gunnar Bjarni. Þá sé jafnvel ekki alslæmt að samdrátturinn í fjölda gistinátta, sem var 6 prósent frá síðasta ári, hafi helst verið í gegnum gistisíður á borð við Airbnb. „Það eru fleiri sem starfa á hótelum en á Airbnb þannig að afleidd störf þeim mun væntanlega ekki fækka jafn mikið útaf því að ferðamenn eru einfaldlega að gista öðruvísi en þeir hafa verið að gera.“ Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Spá efnahagssamdrætti í fyrsta sinn frá 2011 Í kjölfar áfalla í ferðaþjónustu og sjávarútvegi er nú útlit fyrir efnahagssamdrátt á þessu ári eftir samfelldan hagvöxt frá árinu 2011. Þetta kemur fram í hagspá hagfræðideildar Landsbankans. 17. maí 2019 13:26 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Samdrátturinn í ár gæti orðið rúmlega tvöfalt meiri en Seðlabankinn gerir ráð fyrir að sögn hagfræðings. Hann gerir ráð fyrir að haustmánuðirnir verði þungbærir fyrir íslensk heimili, þegar höggið vegna fækkunar ferðamanna dynur á. Þó eru ýmis jákvæð teikn á lofti. Hagstofan birti í gær landsframleiðslutölur fyrir fyrsta ársfjórðung, sem hljóðuðu upp á 1,7 prósent hagvöxt frá sama fjórðungi í fyrra. Þrátt fyrir að leita þurfi aftur til ársins 2014 til að finna slakari tölur þá draga þær ekki upp rétta mynd af stöðu efnahagsmála að mati greiningardeildar Arion banka. „Þetta er bara hagkerfi sem á ekki lengur við. WOW fór á hausinn í lok mars þannig að þessar tölur eru þá að sýna ákveðna mynd af hagkerfi sem á ekki lengur við,“ segir Gunnar Bjarni Viðarsson, hagfræðingur í greiningardeild Arion banka. Maíspá Hagstofunnar gerðir ráð fyrir að hagkerfið muni dragast um 0,2 prósent í ár og Seðlabankinn áætlar að samdrátturinn verði í kringum 0,4 prósent, það telur greiningardeildin vera full varfærið enda muni ferðamönnum fækka meira en gert hefur verið ráð fyrir til þessa. „Flestir eru að tala um samdrátt um rúmlega tíu prósent. Við erum að gera ráð fyrir sextán prósent samdrætti. Okkur finnst óraunhæft að gera ráð fyrir rúmlega tíu prósent samdrætti þar sem WOW Air var starfandi fyrstu þrjá mánuði ársins,“ segir Gunnar Bjarni. Höggið muni fyrst koma fram í haust. „Það verður ákveðin töf á næstu mestu áhrifunum, maður getur alveg ímyndað sér fyrirtæki í ferðamannaiðnaði að það mun bíða þangað til að mesta ferðamannatíminn er liðinn hjá, það er að segja september og október, og væntanlega bíða með uppsagnir eða að minnka umsvifin þar til þá. Okkur finnst mjög líklegt að mesta höggið komi á þriðja ársfjórðungi eða jafnvel fjórða ársfjórðungi á þessu ári.“ Bölsýnin er þó ekki algjör. „Icelandair hefur tekist ágætlega vel til samkvæmt þeirra upplýsingum að breyta samsetningu á ferðamönnum sem eru að ferðast með þeim. Það eru hlutfallslega fleiri núna sem eru að ferðast til landsins til þess að vera hér í staðinn fyrir að ferðast með þeim bara til þess að fara yfir Atlantshafið,“ segir Gunnar Bjarni. Þá sé jafnvel ekki alslæmt að samdrátturinn í fjölda gistinátta, sem var 6 prósent frá síðasta ári, hafi helst verið í gegnum gistisíður á borð við Airbnb. „Það eru fleiri sem starfa á hótelum en á Airbnb þannig að afleidd störf þeim mun væntanlega ekki fækka jafn mikið útaf því að ferðamenn eru einfaldlega að gista öðruvísi en þeir hafa verið að gera.“
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Spá efnahagssamdrætti í fyrsta sinn frá 2011 Í kjölfar áfalla í ferðaþjónustu og sjávarútvegi er nú útlit fyrir efnahagssamdrátt á þessu ári eftir samfelldan hagvöxt frá árinu 2011. Þetta kemur fram í hagspá hagfræðideildar Landsbankans. 17. maí 2019 13:26 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Spá efnahagssamdrætti í fyrsta sinn frá 2011 Í kjölfar áfalla í ferðaþjónustu og sjávarútvegi er nú útlit fyrir efnahagssamdrátt á þessu ári eftir samfelldan hagvöxt frá árinu 2011. Þetta kemur fram í hagspá hagfræðideildar Landsbankans. 17. maí 2019 13:26