Innlent

Stuð og stemning á höfuð­borgar­svæðinu í dag

Sylvía Hall skrifar
Nóg var um að vera á höfuðborgarsvæðinu þennan fyrsta dag júnímánaðar, enda sjómannadagshelgin hafin. Hátíð hafsins hófst í dag úti á Granda og flugdagurinn var haldinn á Reykjavíkurflugvelli. Klukkan ellefu í morgun var Color Run, eða litahlaupið, ræst.

Uppselt var í litahlaupið í ár en þetta var fimmta hlaupið sem hefur verið haldið hér á landi. Í ár var það fært um set og fór það fram í Laugardalnum í stað miðbæjarins þar sem það hefur verið undanfarin ár. Yfir átta þúsund manns tóku þátt í litríku hlaupagleðinni.

Á Reykjavíkurflugvelli kom fjöldi fólks saman og fylgdist með flugdeginum þar sem gestir og gangandi fengu að skoða hinar ýmsu flugvélar og sjá flugmenn leika listir sínar. Flugdagurinn er haldinn á hverju ári en í ár var aðsóknarmetið slegið og telja aðstandendur að hátt í tíu þúsund manns hafi mætt á svæðið.

Hátíð hafsins var á sínum stað úti á Granda en hátíðin samanstendur af tveimur hátíðardögum fyrstu helgina í júní, hafnardeginum sem haldinn er á laugardeginum og sjómannadeginum á sunnudag.

Hér að ofan má sjá Kristínu Ýr Gunnarsdóttur, fréttamann Stöðvar 2, taka stöðuna á þeim skemmtilegu viðburðum sem fóru fram á höfuðborgarsvæðinu í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×