Kaupþing íhugar sölu á tískuvörukeðjunni Karen Millen Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 2. júní 2019 10:53 Kaupþing hefur leitað til ráðgjafafyrirtækisins Deloitte til að gaumgæfa tilboðin en heimildarmenn Sky News segja að þreifingarnar muni að öllum líkindum taka marga mánuði. Vísir/Getty Þrotabú Kaupþings er sagt íhuga sölu á tískuvörukeðjunni Karen Millen eftir að hafa fengið fjölmörg tilboð um yfirtöku að undanförnu. Þetta herma heimildir bresku fréttastofunnar Sky News. Kaupþing hefur leitað til ráðgjafafyrirtækisins Deloitte til að gaumgæfa tilboðin en heimildarmenn Sky News segja að þreifingarnar muni að öllum líkindum taka marga mánuði. Um sautján hundruð starfsmenn vinna í verslunum Karen Millen í yfir sextíu og fimm löndum. Tískuvörukeðjan Karen Millen, sem var stofnuð árið 1981 og selur hátískufatnað, tapaði máli gegn Kaupþingi um að stofna til nýs fyrirtækis undir sama nafni og varð gjaldþrota fyrir tveimur árum vegna vangoldinna skatta.Stofnendur Karen Millen segja farir sínar ekki sléttar eftir viðskipti þeirra við stjórnendur Kaupþings fyrir hrun.Vísir/GVAStofnendurnir Karen Millen og Kevin Stanford, sem voru á meðal helstu viðskiptavina Kaupþings fyrir fjármálahrunið 2008, skrifuðu þann 17. janúar á þessu ári opið bréf til tveggja stjórnenda bankans fyrir hrun og birtu á Kjarnanum.Sjá nánar: Opið bréf til Hreiðars Más Sigurðssonar og Magnúsar GuðmundssonarÍ bréfinu sögðust þau hafa verið notuð í svikamyllu sem þau fullyrtu að Hreiðar Má Sigurðsson og Magnús Guðmundsson hefðu búið til. „Þann 6. ágúst 2008 misnotuðuð þið ykkur hins vegar traust okkar með því að nota okkur í samsæri með Deutsche Bank til að lækka skuldatryggingarálag Kaupþings. Við vorum nauðsynleg í svikunum eins og lýst er í kröfu gegn Deutsche Bank (skjal 1). Sakamálarannsóknin sem fylgdi í kjölfarið skaðaði orðspor okkar og möguleika okkar til að stunda áfram viðskipti,“ segja Millen og Stanford. Hreiðar Már og Magnús hafa vísað ásökunum á bug og sagt Millen og Stanford fara með rangt mál. Þrotabúið á einnig Oasis og Warehouse en verslanirnar eru hluti af móðurfélaginu Aurora Fashions en Kaupþing reyndi að selja félagið fyrir tveimur árum en án árangurs. Hrunið Íslenskir bankar Tengdar fréttir „Þjóðin var ekki rænd“: Hreiðar Már segir Stanford og Millen fara með rangt mál Hreiðar Már Sigurðsson segir þjóðina ekki hafa verið rænda og hann og aðrir stjórnendur Kaupþings hafi unnið í góðri trú í aðstæðum og tímum sem eigi sér ekki fordæmi. 17. janúar 2019 18:13 Saksóknari krefst heimildar til að refsa Hreiðari Má frekar Ekki er mark takandi á framburði fyrrverandi stjórnarmanna og yfirmanna hjá Kaupþingi um að stjórn bankans hafi ekki þurft að samþykkja lán til Hreiðars Más Sigurðssonar bankastjóra sérstaklega skömmu fyrir fall bankans árið 2008. 11. október 2018 11:36 Ritstjóri Kjarnans hlaut blaðamannaverðlaunin fyrir Kaupthinking Fimm blaðamenn voru heiðraðir fyrir umfjöllun sína á síðasta ári. 22. mars 2019 18:23 Mest lesið Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent 43 ára kvikmyndasaga kvödd Lífið samstarf Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Klara á Kanarí: „Fólk kom með ferðatöskur af saltfiski og seldi“ Atvinnulíf Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Sjá meira
Þrotabú Kaupþings er sagt íhuga sölu á tískuvörukeðjunni Karen Millen eftir að hafa fengið fjölmörg tilboð um yfirtöku að undanförnu. Þetta herma heimildir bresku fréttastofunnar Sky News. Kaupþing hefur leitað til ráðgjafafyrirtækisins Deloitte til að gaumgæfa tilboðin en heimildarmenn Sky News segja að þreifingarnar muni að öllum líkindum taka marga mánuði. Um sautján hundruð starfsmenn vinna í verslunum Karen Millen í yfir sextíu og fimm löndum. Tískuvörukeðjan Karen Millen, sem var stofnuð árið 1981 og selur hátískufatnað, tapaði máli gegn Kaupþingi um að stofna til nýs fyrirtækis undir sama nafni og varð gjaldþrota fyrir tveimur árum vegna vangoldinna skatta.Stofnendur Karen Millen segja farir sínar ekki sléttar eftir viðskipti þeirra við stjórnendur Kaupþings fyrir hrun.Vísir/GVAStofnendurnir Karen Millen og Kevin Stanford, sem voru á meðal helstu viðskiptavina Kaupþings fyrir fjármálahrunið 2008, skrifuðu þann 17. janúar á þessu ári opið bréf til tveggja stjórnenda bankans fyrir hrun og birtu á Kjarnanum.Sjá nánar: Opið bréf til Hreiðars Más Sigurðssonar og Magnúsar GuðmundssonarÍ bréfinu sögðust þau hafa verið notuð í svikamyllu sem þau fullyrtu að Hreiðar Má Sigurðsson og Magnús Guðmundsson hefðu búið til. „Þann 6. ágúst 2008 misnotuðuð þið ykkur hins vegar traust okkar með því að nota okkur í samsæri með Deutsche Bank til að lækka skuldatryggingarálag Kaupþings. Við vorum nauðsynleg í svikunum eins og lýst er í kröfu gegn Deutsche Bank (skjal 1). Sakamálarannsóknin sem fylgdi í kjölfarið skaðaði orðspor okkar og möguleika okkar til að stunda áfram viðskipti,“ segja Millen og Stanford. Hreiðar Már og Magnús hafa vísað ásökunum á bug og sagt Millen og Stanford fara með rangt mál. Þrotabúið á einnig Oasis og Warehouse en verslanirnar eru hluti af móðurfélaginu Aurora Fashions en Kaupþing reyndi að selja félagið fyrir tveimur árum en án árangurs.
Hrunið Íslenskir bankar Tengdar fréttir „Þjóðin var ekki rænd“: Hreiðar Már segir Stanford og Millen fara með rangt mál Hreiðar Már Sigurðsson segir þjóðina ekki hafa verið rænda og hann og aðrir stjórnendur Kaupþings hafi unnið í góðri trú í aðstæðum og tímum sem eigi sér ekki fordæmi. 17. janúar 2019 18:13 Saksóknari krefst heimildar til að refsa Hreiðari Má frekar Ekki er mark takandi á framburði fyrrverandi stjórnarmanna og yfirmanna hjá Kaupþingi um að stjórn bankans hafi ekki þurft að samþykkja lán til Hreiðars Más Sigurðssonar bankastjóra sérstaklega skömmu fyrir fall bankans árið 2008. 11. október 2018 11:36 Ritstjóri Kjarnans hlaut blaðamannaverðlaunin fyrir Kaupthinking Fimm blaðamenn voru heiðraðir fyrir umfjöllun sína á síðasta ári. 22. mars 2019 18:23 Mest lesið Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent 43 ára kvikmyndasaga kvödd Lífið samstarf Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Klara á Kanarí: „Fólk kom með ferðatöskur af saltfiski og seldi“ Atvinnulíf Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Sjá meira
„Þjóðin var ekki rænd“: Hreiðar Már segir Stanford og Millen fara með rangt mál Hreiðar Már Sigurðsson segir þjóðina ekki hafa verið rænda og hann og aðrir stjórnendur Kaupþings hafi unnið í góðri trú í aðstæðum og tímum sem eigi sér ekki fordæmi. 17. janúar 2019 18:13
Saksóknari krefst heimildar til að refsa Hreiðari Má frekar Ekki er mark takandi á framburði fyrrverandi stjórnarmanna og yfirmanna hjá Kaupþingi um að stjórn bankans hafi ekki þurft að samþykkja lán til Hreiðars Más Sigurðssonar bankastjóra sérstaklega skömmu fyrir fall bankans árið 2008. 11. október 2018 11:36
Ritstjóri Kjarnans hlaut blaðamannaverðlaunin fyrir Kaupthinking Fimm blaðamenn voru heiðraðir fyrir umfjöllun sína á síðasta ári. 22. mars 2019 18:23