Þurfum að snúa við blaðinu og breyta samgönguvenjum Sighvatur Arnmundsson skrifar 3. júní 2019 08:45 Rætt verður um samgöngur og skipulagsmál á höfuðborgarsvæðinu á málþinginu sem fram fer í Norræna húsinu í dag. Fréttablaðið/Anton Brink „Einkabílnum hefur verið forgangsraðað mjög mikið í hönnun og skipulagi byggðar á höfuðborgarsvæðinu síðustu áratugi. Þéttleiki byggðarinnar er líka mjög lítill. Þetta á stóran þátt í að það er mikil áskorun að snúa blaðinu við til að breyta samgönguvenjum. En við verðum að gera það því núverandi þróun er ekki sjálfbær,“ segir Harpa Stefánsdóttir, dósent við skipulagsdeild Umhverfisháskóla Noregs (NMBU). Málþing um samgöngur og skipulag á höfuðborgarsvæðinu fer fram í Norræna húsinu í dag klukkan 13-17. Þar verður meðal annars fjallað um niðurstöður úr rannsóknarverkefni Hörpu og samstarfsmanna hennar við NMBU og Háskóla Íslands. „Akademían í skipulagsfræðum hér á landi er mjög lítil. Rannsóknin og málþingið er leið til að leggja eitthvað til samfélagsins,“ segir Harpa en hún hefur starfað við NMBU í Noregi frá 2010. Rannsóknin sem kynnt verður á málþinginu byggir á norsku rannsóknarverkefni um Ósló og Stavanger sem nýlega er lokið. Bæði verkefnin fara inn á hvernig staðsetning búsetu hefur áhrif á ferðavenjur fólks og hvert það fer. „Þetta tengist ýmsu í hinu daglega lífi og því sem liggur að baki þeim ákvörðunum sem fólk tekur,“ segir Harpa. „Norska verkefnið var mjög viðamikið og hlaut styrk úr Rannsóknarsjóði Noregs. Fljótlega eftir að vinnan við það hófst fór ég að leita leiða til að gera sömu rannsókn á höfuðborgarsvæðinu. Það er mjög mikilvægt að efla til muna rannsóknir sem tengjast borgarskipulagi hérlendis þótt íslenska tilviksrannsóknin hafi úr litlu fé að moða miðað við þá norsku. Það takmarkar okkur auðvitað heilmikið.“ Norsku rannsókninni er nú lokið en í tengslum við hana hafa nú þegar verið birtar í alþjóðlegum tímaritum þrettán ritrýndar greinar. Vinna við rannsóknina á höfuðborgarsvæðinu, sem byggði meðal annars á könnun úr tíu þúsund manna úrtaki, er nú langt komin. Það sem er sérstakt við nálgunina í þessum rannsóknum eru viðtöl við fólk þar sem leitað er að orsakasamhengi, hvað það er sem liggur að baki vali á áfangastöðum og ferðavenjum. „Við er búin að safna mjög miklu af gögnum og getum vonandi unnið meira úr þeim síðar. Til dæmis um hreyfingu og notkun grænna svæða, en við erum m.a. að leita að viðmiðum sem tengjast hugmyndafræði um grænar borgir og þéttleika byggðar.“ Á málþinginu verða, eins og áður segir, fyrstu niðurstöður rannsóknarinnar kynntar auk þess sem aðilar úr stjórnsýslu skipulagsmála verða í pallborði. „Notkun einkabílsins er miklu miklu meiri hér en til dæmis í Noregi. Þar kemur ýmislegt til. Meðal annars hefur umhverfið verið mikið til skipulagt miðað við notkun einkabílsins síðustu áratugi. En það er ekki nóg að bara segja fólki að fara að ganga meira, hjóla og taka strætó, það er líka á ábyrgð stjórnvalda og þeirra sem koma að skipulagsmálum að gera það aðlaðandi.“ Harpa segir að í heildina séu áhrif byggðamynstursins á ferðavenjur svipaðar og í Noregi. „En við erum líka að skoða hvað liggur að baki þeim. Hér fara ótrúlega margir ferða sinna á bíl og sumir meira að segja alltaf á bíl, þótt um örstutta vegalengd sé að ræða. Hér spilar upplifun á umhverfinu inn í.“ Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Skipulag Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka Sjá meira
„Einkabílnum hefur verið forgangsraðað mjög mikið í hönnun og skipulagi byggðar á höfuðborgarsvæðinu síðustu áratugi. Þéttleiki byggðarinnar er líka mjög lítill. Þetta á stóran þátt í að það er mikil áskorun að snúa blaðinu við til að breyta samgönguvenjum. En við verðum að gera það því núverandi þróun er ekki sjálfbær,“ segir Harpa Stefánsdóttir, dósent við skipulagsdeild Umhverfisháskóla Noregs (NMBU). Málþing um samgöngur og skipulag á höfuðborgarsvæðinu fer fram í Norræna húsinu í dag klukkan 13-17. Þar verður meðal annars fjallað um niðurstöður úr rannsóknarverkefni Hörpu og samstarfsmanna hennar við NMBU og Háskóla Íslands. „Akademían í skipulagsfræðum hér á landi er mjög lítil. Rannsóknin og málþingið er leið til að leggja eitthvað til samfélagsins,“ segir Harpa en hún hefur starfað við NMBU í Noregi frá 2010. Rannsóknin sem kynnt verður á málþinginu byggir á norsku rannsóknarverkefni um Ósló og Stavanger sem nýlega er lokið. Bæði verkefnin fara inn á hvernig staðsetning búsetu hefur áhrif á ferðavenjur fólks og hvert það fer. „Þetta tengist ýmsu í hinu daglega lífi og því sem liggur að baki þeim ákvörðunum sem fólk tekur,“ segir Harpa. „Norska verkefnið var mjög viðamikið og hlaut styrk úr Rannsóknarsjóði Noregs. Fljótlega eftir að vinnan við það hófst fór ég að leita leiða til að gera sömu rannsókn á höfuðborgarsvæðinu. Það er mjög mikilvægt að efla til muna rannsóknir sem tengjast borgarskipulagi hérlendis þótt íslenska tilviksrannsóknin hafi úr litlu fé að moða miðað við þá norsku. Það takmarkar okkur auðvitað heilmikið.“ Norsku rannsókninni er nú lokið en í tengslum við hana hafa nú þegar verið birtar í alþjóðlegum tímaritum þrettán ritrýndar greinar. Vinna við rannsóknina á höfuðborgarsvæðinu, sem byggði meðal annars á könnun úr tíu þúsund manna úrtaki, er nú langt komin. Það sem er sérstakt við nálgunina í þessum rannsóknum eru viðtöl við fólk þar sem leitað er að orsakasamhengi, hvað það er sem liggur að baki vali á áfangastöðum og ferðavenjum. „Við er búin að safna mjög miklu af gögnum og getum vonandi unnið meira úr þeim síðar. Til dæmis um hreyfingu og notkun grænna svæða, en við erum m.a. að leita að viðmiðum sem tengjast hugmyndafræði um grænar borgir og þéttleika byggðar.“ Á málþinginu verða, eins og áður segir, fyrstu niðurstöður rannsóknarinnar kynntar auk þess sem aðilar úr stjórnsýslu skipulagsmála verða í pallborði. „Notkun einkabílsins er miklu miklu meiri hér en til dæmis í Noregi. Þar kemur ýmislegt til. Meðal annars hefur umhverfið verið mikið til skipulagt miðað við notkun einkabílsins síðustu áratugi. En það er ekki nóg að bara segja fólki að fara að ganga meira, hjóla og taka strætó, það er líka á ábyrgð stjórnvalda og þeirra sem koma að skipulagsmálum að gera það aðlaðandi.“ Harpa segir að í heildina séu áhrif byggðamynstursins á ferðavenjur svipaðar og í Noregi. „En við erum líka að skoða hvað liggur að baki þeim. Hér fara ótrúlega margir ferða sinna á bíl og sumir meira að segja alltaf á bíl, þótt um örstutta vegalengd sé að ræða. Hér spilar upplifun á umhverfinu inn í.“
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Skipulag Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka Sjá meira