Körfubolti

Frábær endurkoma hjá meisturunum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Igodala eftir að hann gekk frá leiknum í nótt.
Igodala eftir að hann gekk frá leiknum í nótt. vísir/getty
Golden State Warriors jafnaði í nótt einvígið gegn Toronto Raptors í úrslitum NBA-deildarinnar með 104-109 sigri. Frábær síðari hálfleikur lagði grunninn að sigri meistaranna. Staðan í einvíginu því 1-1.

Toronto leiddi í hálfleik en það hefur verið siður hjá Golden State að koma til baka í þriðja leikhluta og á því varð engin breyting í gær. Liðið byrjaði síðari hálfleikinn á 18-0 kafla og Toronto náði aldrei að svara því áhlaupi.

Steph Curry var kaldur framan af í liði Warriors en kom til og endaði með 23 stig. Klay Thompson skoraði 25 stig fyrir Warriors.

Það var þó Andre Iguodala sem skoraði mikilvægustu körfu leiksins er hann setti niður þrist á ögurstundu til þess að loka leiknum endanlega.





Kawhi Leonard var frábær í liði Toronto með 34 stig og 14 fráköst en það dugði ekki til. Fred VanVleet skoraði 17 stig.

Nú færist einvígið yfir á vesturströndina og þriðji leikur liðanna fer fram á miðvikudag.

 

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×