Ferðamenn hvattir til þess að drekka kranavatn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. júní 2019 08:10 Bareigandinn, danskennarinn og ljósmyndarinn George Leite tekur þátt í herferðinni. íslandsstofa Ferðamenn sem koma hingað til lands eru hvattir til þess að drekka kranavatn og draga úr plastnotkun í nýrri markaðsherferð Íslandsstofu undir merkjum Inspired by Iceland. Herferðin er unnin í samstarfi við Umhverfisstofnun og fleiri aðila að því er fram kemur í tilkynningu frá Íslandsstofu en í henni er lögð áhersla á að kynna íslenska vatnið sem lúxusvöru undir heitinu „Kranavatn“ sem finna má ókeypis í næsta krana um land allt. „Markmiðið er að draga úr óþarfa plastnotkun ferðamanna og vekja um leið athygli á gæðum íslenska vatnsins sem er eitt hreinasta og bragðbesta kranavatn í heimi. Með verkefninu er einnig ætlunin að styðja við umhverfisvernd og aðgerðir til að uppfylla Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Í könnun sem framkvæmd var meðal 16.000 manns í Norður-Ameríku og Evrópu sögðust 65% aðspurðra nota meira af plastflöskum á ferðalögum heldur en heima hjá sér. Aðspurð um meginástæður þess nefndu 70% órökstuddan ótta við kranavatn og 19% nefndu þægindi. Í Kranavatnsherferðinni er skorað á ferðamenn að breyta þessu mynstri og drekka vatn beint af krana þegar þeir ferðast um Ísland og fylla á endurnýjanleg ílát í stað þess að kaupa vatn á plastflöskum. Fáar þjóðir hafa jafn gott aðgengi að vatni eins og Íslendingar. Íslenska vatnið er einnig sérstakt að því leyti að 98% af því er ómeðhöndlað grunnvatn og mælingar sýna að óæskileg efni eru langt undir viðmiðunarmörkum samkvæmt upplýsingum frá Umhverfisstofnun. Neysluvatn á Íslandi er alls staðar talið hreint og öruggt til neyslu og erlendir ferðamenn átta sig ekki allir á þeirri staðreynd,“ segir í tilkynningu Íslandsstofu.Þar er jafnframt haft eftir Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála,- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra að það sé ánægjulegt að geta boðið ferðamönnum upp á þá lúxusvöru sem íslenska vatnið er. „Við tökum á móti rúmlega tveimur milljónum ferðamanna til Íslands á ári og margir þekkja ekki gæði kranavatnsins. Það er til mikils að vinna að efla þekkingu á því og stuðla þannig að minni plastneyslu ferðamanna hér á landi,“ segir Þórdís Kolbrún. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, segir að í verkefninu felist mikilvæg áskorun til ferðamanna um að draga úr plastneyslu og nota frekar margnota flöskur sem fylla má með kranavatni. „Um þessar mundir eru stigin fjölmörg mikilvæg skref við að minnka plastneyslu í heiminum. Kranavatnsverkefnið er eitt af þessum skrefum sem mun vonandi stuðla að ábyrgari hegðun ferðamanna á Íslandi og víðar um heiminn,“ segir Guðmundur. Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Tengdar fréttir Níu Íslendingar kynna Ísland frá A til Ö Íslandsstofa kynnir herferðina "Ísland frá A til Ö“ þar sem íslenska tungumálið er nýtt til að auka vitund um Ísland sem góðan stað til að heimsækja, upprunaland gæða í matvælum, vörum og framleiðslu og tilvalinn stað fyrir fjárfestingar og viðskipti. Herferðin er undir merkjum Inspired by Iceland. 22. október 2018 09:00 Talandi hestur stelur senunni í nýju myndbandi Inspired by Iceland Inspired by Iceland gaf í gær út nýtt myndband þar sem öllum er boðið að ganga til liðs við Team Iceland og styðja við Ísland á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í Rússlandi. 30. maí 2018 11:30 Steindi nýjasta andlit Inspired By Iceland: Tekur erfiðasta karókílag heims Steinþór Hróar Steinþórsson, betur þekktur sem Steindi Jr., er nýtt andlit Inspired By Iceland en hann kemur fram í nýju myndbandi þar sem farið er yfir erfiðasta karaoke lag heims. 9. október 2017 11:15 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent Fleiri fréttir Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Sjá meira
Ferðamenn sem koma hingað til lands eru hvattir til þess að drekka kranavatn og draga úr plastnotkun í nýrri markaðsherferð Íslandsstofu undir merkjum Inspired by Iceland. Herferðin er unnin í samstarfi við Umhverfisstofnun og fleiri aðila að því er fram kemur í tilkynningu frá Íslandsstofu en í henni er lögð áhersla á að kynna íslenska vatnið sem lúxusvöru undir heitinu „Kranavatn“ sem finna má ókeypis í næsta krana um land allt. „Markmiðið er að draga úr óþarfa plastnotkun ferðamanna og vekja um leið athygli á gæðum íslenska vatnsins sem er eitt hreinasta og bragðbesta kranavatn í heimi. Með verkefninu er einnig ætlunin að styðja við umhverfisvernd og aðgerðir til að uppfylla Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Í könnun sem framkvæmd var meðal 16.000 manns í Norður-Ameríku og Evrópu sögðust 65% aðspurðra nota meira af plastflöskum á ferðalögum heldur en heima hjá sér. Aðspurð um meginástæður þess nefndu 70% órökstuddan ótta við kranavatn og 19% nefndu þægindi. Í Kranavatnsherferðinni er skorað á ferðamenn að breyta þessu mynstri og drekka vatn beint af krana þegar þeir ferðast um Ísland og fylla á endurnýjanleg ílát í stað þess að kaupa vatn á plastflöskum. Fáar þjóðir hafa jafn gott aðgengi að vatni eins og Íslendingar. Íslenska vatnið er einnig sérstakt að því leyti að 98% af því er ómeðhöndlað grunnvatn og mælingar sýna að óæskileg efni eru langt undir viðmiðunarmörkum samkvæmt upplýsingum frá Umhverfisstofnun. Neysluvatn á Íslandi er alls staðar talið hreint og öruggt til neyslu og erlendir ferðamenn átta sig ekki allir á þeirri staðreynd,“ segir í tilkynningu Íslandsstofu.Þar er jafnframt haft eftir Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála,- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra að það sé ánægjulegt að geta boðið ferðamönnum upp á þá lúxusvöru sem íslenska vatnið er. „Við tökum á móti rúmlega tveimur milljónum ferðamanna til Íslands á ári og margir þekkja ekki gæði kranavatnsins. Það er til mikils að vinna að efla þekkingu á því og stuðla þannig að minni plastneyslu ferðamanna hér á landi,“ segir Þórdís Kolbrún. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, segir að í verkefninu felist mikilvæg áskorun til ferðamanna um að draga úr plastneyslu og nota frekar margnota flöskur sem fylla má með kranavatni. „Um þessar mundir eru stigin fjölmörg mikilvæg skref við að minnka plastneyslu í heiminum. Kranavatnsverkefnið er eitt af þessum skrefum sem mun vonandi stuðla að ábyrgari hegðun ferðamanna á Íslandi og víðar um heiminn,“ segir Guðmundur.
Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Tengdar fréttir Níu Íslendingar kynna Ísland frá A til Ö Íslandsstofa kynnir herferðina "Ísland frá A til Ö“ þar sem íslenska tungumálið er nýtt til að auka vitund um Ísland sem góðan stað til að heimsækja, upprunaland gæða í matvælum, vörum og framleiðslu og tilvalinn stað fyrir fjárfestingar og viðskipti. Herferðin er undir merkjum Inspired by Iceland. 22. október 2018 09:00 Talandi hestur stelur senunni í nýju myndbandi Inspired by Iceland Inspired by Iceland gaf í gær út nýtt myndband þar sem öllum er boðið að ganga til liðs við Team Iceland og styðja við Ísland á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í Rússlandi. 30. maí 2018 11:30 Steindi nýjasta andlit Inspired By Iceland: Tekur erfiðasta karókílag heims Steinþór Hróar Steinþórsson, betur þekktur sem Steindi Jr., er nýtt andlit Inspired By Iceland en hann kemur fram í nýju myndbandi þar sem farið er yfir erfiðasta karaoke lag heims. 9. október 2017 11:15 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent Fleiri fréttir Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Sjá meira
Níu Íslendingar kynna Ísland frá A til Ö Íslandsstofa kynnir herferðina "Ísland frá A til Ö“ þar sem íslenska tungumálið er nýtt til að auka vitund um Ísland sem góðan stað til að heimsækja, upprunaland gæða í matvælum, vörum og framleiðslu og tilvalinn stað fyrir fjárfestingar og viðskipti. Herferðin er undir merkjum Inspired by Iceland. 22. október 2018 09:00
Talandi hestur stelur senunni í nýju myndbandi Inspired by Iceland Inspired by Iceland gaf í gær út nýtt myndband þar sem öllum er boðið að ganga til liðs við Team Iceland og styðja við Ísland á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í Rússlandi. 30. maí 2018 11:30
Steindi nýjasta andlit Inspired By Iceland: Tekur erfiðasta karókílag heims Steinþór Hróar Steinþórsson, betur þekktur sem Steindi Jr., er nýtt andlit Inspired By Iceland en hann kemur fram í nýju myndbandi þar sem farið er yfir erfiðasta karaoke lag heims. 9. október 2017 11:15
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent