Viðskipti innlent

Bein útsending: Skúli Mogensen ræðir endurreisn OZ og WOW air

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Skúli Mogensen.
Skúli Mogensen. Getty/bloomberg
Startup Iceland fer fram í dag í Hörpu. Þemað í ár er Stofnendur og undirstöður (e. Founders and Foundations) og mun Skúli Mogensen meðal annars flytja erindi í fyrsta sinn eftir gjaldþrot WOW air í mars síðastliðnum. Umræðuefni hans verður reynsla hans og lærdómur af endurreisn OZ og hvernig hann ætlar sér að gera slíkt hið sama við WOW air. 

Beina útsendingu frá ráðstefnunni má sjá hér að neðan.

Að auki talar Terry Jones, stofnandi Travelocity og Kayak sem eru tvö stærstu tæknifyrirtækin á sviði ferðaþjónustu á heimsvísu. Terry var áður CMO hjá American Airlines.

Kaidi Ruusalepp, stofnandi og framkvæmdastjóri fjármögnunarvettvangsins Funderbeam mun einnig tala um þær breytingar sem nýsköpunarfyrirtæki standa frammi fyrir hvað varðar fjármögnun og þær hindranir sem hún sem kona þurfti að yfirstíga þegar kemur að stofnun tæknifyrirtækis.

Nánari upplýsingar um viðburðinn og dagskrána má nálgast hér. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×