Viðskipti innlent

Einn nýjasti togari HB Granda seldur til Rússlands

Kjartan Kjartansson skrifar
Engeyin kostaði um sjö milljarða króna á sínum tíma.
Engeyin kostaði um sjö milljarða króna á sínum tíma. HB Grandi
Útgerðarfyrirtækið HB Grandi hefur selt ferskfisktogarann Engey RE 1 til Rússlands og verður skipið afhent nýjum eigendum í fyrri hluta þessa mánaðar. Engeyin var einn tæknivæddasti togari landsins og kom til landsins fyrir tveimur árum.

Í tilkynningu á vefsíðu HB Granda kemur fram að kaupandinn Murmansk Trawl Fleet sé kaupandinn. Í kjölfarið verði ísfisktogarinn Helga María AK 16 tekinn aftur í rekstur en skipinu var lagt í febrúar. Skipverjum í áhöfn Engeyjar verður boðið pláss á öðrum skipum útgerðarinnar.

Engey var smíðuð í Tyrklandi árið 2017 og kom til landsins í apríl það ár. HB Grandi hefur gert út togarann síðan þá.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×