Umfjöllun Þjóðmála um Kjarnann ekki fréttaskýring Kjartan Kjartansson skrifar 3. júní 2019 14:10 Kjarninn var gagnrýninn á ýmsar aðgerðir ríkisstjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks eins og Leiðréttinguna þegar Sigurður Már (t.v.) var upplýsingafulltrúi hennar. Þórður Snær (t.h.) skrifaði meðal annars leiðara gegn Leiðréttingunni. Vísir Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands vísaði frá kæru ritstjóra vefmiðilsins Kjarnans á hendur fyrrverandi upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar og ritstjóra tímaritsins Þjóðmála vegna greinar um Kjarnann. Meirihluti nefndarinnar taldi að greinin væri ekki fréttefni eða skýring og bæri frekar keim af skoðanagrein. Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, kærði þá Sigurð Má Jónsson, fyrrverandi upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar, og Gísla Frey Valdórsson, ritstjóra Þjóðmála, vegna greinar sem sá fyrrnefndi skrifaði í Þjóðmál í apríl. Í grein sinni sakaði Sigurður Má Kjarnann um að hafa verið settur á fót af vinstrimönnum sem vildu veita ríkisstjórn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks mótstöðu árið 2013. Sigurður Már var upplýsingafulltrúi þeirrar ríkisstjórnar. Í kærunni sakar Þórður Snær Sigurð Má meðal annars um að hafa „ekki sýnt vilja til að leiðrétta þær skýru staðreyndavillur og annars konar rangfærslur sem er að finna í fréttaskýringunni né beiðnum um að biðja fólk sem gerðar eru upp skoðanir og hvatir í fréttaskýringunni afsökunar“. Í úrskurði siðanefndar Blaðamannafélagsins sem var birtur í dag kemur fram að nefndin taldi grein Sigurðar Más falla utan verksviðs hennar þar sem hún gæti ekki talist fréttaefni eða fréttaskýring. Það gerði hún þrátt fyrir að Sigurður Má hafi sjálfur lýst greininni sem „fréttaskýringu“ í færslu á bloggsíðu sinni. „Telur siðanefnd umrædda umfjöllun fremur bera persónulegan keim með framsetningu höfundar á skoðunum sínum á miðlinum fremur en rökstudda greiningu eða fréttaskýringu,“ segir í úrskurðinum. Kæru Þórðar Snæs var því vísað frá. Einn nefndarmaður var ósammála meirihlutanum um að vísa kærunni frá. Friðrik Þór Guðmundsson taldi að virða bæri lýsingu Sigurðar Más á greininni sem „fréttaskýringu“ og því bæri að taka kæruna til efnislegrar meðferðar. Fjölmiðlar Tengdar fréttir Sakar fyrrum upplýsingafulltrúa ríkisstjórnar um rangfærslur Sigurður Már Jónsson, fyrrverandi upplýsingafulltrúi ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, skrifaði grein þar sem gefið er í skyn að Kjarninn sé notaður til að kaupa áhrif fyrir borgaralega vinstristefnu. 26. apríl 2019 16:00 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands vísaði frá kæru ritstjóra vefmiðilsins Kjarnans á hendur fyrrverandi upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar og ritstjóra tímaritsins Þjóðmála vegna greinar um Kjarnann. Meirihluti nefndarinnar taldi að greinin væri ekki fréttefni eða skýring og bæri frekar keim af skoðanagrein. Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, kærði þá Sigurð Má Jónsson, fyrrverandi upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar, og Gísla Frey Valdórsson, ritstjóra Þjóðmála, vegna greinar sem sá fyrrnefndi skrifaði í Þjóðmál í apríl. Í grein sinni sakaði Sigurður Má Kjarnann um að hafa verið settur á fót af vinstrimönnum sem vildu veita ríkisstjórn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks mótstöðu árið 2013. Sigurður Már var upplýsingafulltrúi þeirrar ríkisstjórnar. Í kærunni sakar Þórður Snær Sigurð Má meðal annars um að hafa „ekki sýnt vilja til að leiðrétta þær skýru staðreyndavillur og annars konar rangfærslur sem er að finna í fréttaskýringunni né beiðnum um að biðja fólk sem gerðar eru upp skoðanir og hvatir í fréttaskýringunni afsökunar“. Í úrskurði siðanefndar Blaðamannafélagsins sem var birtur í dag kemur fram að nefndin taldi grein Sigurðar Más falla utan verksviðs hennar þar sem hún gæti ekki talist fréttaefni eða fréttaskýring. Það gerði hún þrátt fyrir að Sigurður Má hafi sjálfur lýst greininni sem „fréttaskýringu“ í færslu á bloggsíðu sinni. „Telur siðanefnd umrædda umfjöllun fremur bera persónulegan keim með framsetningu höfundar á skoðunum sínum á miðlinum fremur en rökstudda greiningu eða fréttaskýringu,“ segir í úrskurðinum. Kæru Þórðar Snæs var því vísað frá. Einn nefndarmaður var ósammála meirihlutanum um að vísa kærunni frá. Friðrik Þór Guðmundsson taldi að virða bæri lýsingu Sigurðar Más á greininni sem „fréttaskýringu“ og því bæri að taka kæruna til efnislegrar meðferðar.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Sakar fyrrum upplýsingafulltrúa ríkisstjórnar um rangfærslur Sigurður Már Jónsson, fyrrverandi upplýsingafulltrúi ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, skrifaði grein þar sem gefið er í skyn að Kjarninn sé notaður til að kaupa áhrif fyrir borgaralega vinstristefnu. 26. apríl 2019 16:00 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Sakar fyrrum upplýsingafulltrúa ríkisstjórnar um rangfærslur Sigurður Már Jónsson, fyrrverandi upplýsingafulltrúi ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, skrifaði grein þar sem gefið er í skyn að Kjarninn sé notaður til að kaupa áhrif fyrir borgaralega vinstristefnu. 26. apríl 2019 16:00