Kaldidalur og Kjalvegur færir og stutt í að Sprengisandur opnist Kristján Már Unnarsson skrifar 3. júní 2019 22:49 Frá veginum inn í Landmannalaugar, sem opnaðist fyrir rúmri viku. Mynd/Stöð 2. Hálendisvegir landsins opnast óvenju snemma í ár, jafnvel allt að mánuði fyrr en venjulega. Þannig er þegar búið að opna Kjalveg og Kaldadalsveg og Sprengisandsleið gæti opnast í næstu viku. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Það urðu margir hissa þegar fregnir bárust af því fyrir tíu dögum að Vegagerðin væri að opna leiðina inn í Landmannalaugar. Og núna hafa fleiri fjallvegir bæst við, eins og Þorskafjarðarheiði, Kaldidalur og Kjalvegur.G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Já, þetta er óvenju snemma. Þetta er jafnvel mánuði fyrr en það sem fyrst er, liggur mér við að segja. Þannig að þetta er óvenju snemma. Aðstæður hafa verið mjög góðar. Lítill snjór, frostið hefur farið fljótt úr jörðu þannig að vegirnir þorna hraðar en venjulega,“ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. Nýjasta hálendiskort Vegagerðarinnar.Kort/Vegagerðin.Nýjasta hálendiskort Vegagerðarinnar sýnir að búið er að aflétta akstursbanni um Kaldadal, Kjöl, inn í Landmannalaugar og Veiðivötn, um Fjallabaksleið syðri og að Lakagígum. Upplýsingafulltrúinn tekur þó fram að þótt búið sé að taka akstursbann af þýði það ekki endilega að viðkomandi vegur sé orðinn fær. Þannig sé Fjallabaksleið syðri ennþá merkt ófær, þótt öflugustu bílar komist hana.Frá hálendinu á Tungnaársvæði. Horft yfir Krókslón í átt að fjallinu Löðmundi.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Af fjallvegum sem enn eru lokaðir má nefna Fjallabaksleið nyrðri, Sprengisand og Öskjuleið. Það styttist þó í að Sprengisandsleið opnist. Vegagerðin stefnir raunar að því að senda veghefil á Sprengisand í lok vikunnar, en nánar má heyra um það í frétt Stöðvar 2: Samgöngur Tengdar fréttir Mörg ljót sár í Friðlandi að Fjallabaki Ólöglegur utanvegaakstur í Friðlandi að Fjallabaki hefur skilið eftir sig mörg ljót sár. Þetta kom í ljós nú þegar landverðir Umhverfisstofnunar mættu til starfa fyrr en vanalega enda hefur vorað snemma á miðhálendinu í ár. 31. maí 2019 10:05 Vonast til að geta opnað veginn í Landmannalaugar á laugardag Opnunin yrði mun fyrr en áður. 23. maí 2019 15:13 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Þórdís vill ekki fresta landsfundi Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Sjá meira
Hálendisvegir landsins opnast óvenju snemma í ár, jafnvel allt að mánuði fyrr en venjulega. Þannig er þegar búið að opna Kjalveg og Kaldadalsveg og Sprengisandsleið gæti opnast í næstu viku. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Það urðu margir hissa þegar fregnir bárust af því fyrir tíu dögum að Vegagerðin væri að opna leiðina inn í Landmannalaugar. Og núna hafa fleiri fjallvegir bæst við, eins og Þorskafjarðarheiði, Kaldidalur og Kjalvegur.G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Já, þetta er óvenju snemma. Þetta er jafnvel mánuði fyrr en það sem fyrst er, liggur mér við að segja. Þannig að þetta er óvenju snemma. Aðstæður hafa verið mjög góðar. Lítill snjór, frostið hefur farið fljótt úr jörðu þannig að vegirnir þorna hraðar en venjulega,“ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. Nýjasta hálendiskort Vegagerðarinnar.Kort/Vegagerðin.Nýjasta hálendiskort Vegagerðarinnar sýnir að búið er að aflétta akstursbanni um Kaldadal, Kjöl, inn í Landmannalaugar og Veiðivötn, um Fjallabaksleið syðri og að Lakagígum. Upplýsingafulltrúinn tekur þó fram að þótt búið sé að taka akstursbann af þýði það ekki endilega að viðkomandi vegur sé orðinn fær. Þannig sé Fjallabaksleið syðri ennþá merkt ófær, þótt öflugustu bílar komist hana.Frá hálendinu á Tungnaársvæði. Horft yfir Krókslón í átt að fjallinu Löðmundi.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Af fjallvegum sem enn eru lokaðir má nefna Fjallabaksleið nyrðri, Sprengisand og Öskjuleið. Það styttist þó í að Sprengisandsleið opnist. Vegagerðin stefnir raunar að því að senda veghefil á Sprengisand í lok vikunnar, en nánar má heyra um það í frétt Stöðvar 2:
Samgöngur Tengdar fréttir Mörg ljót sár í Friðlandi að Fjallabaki Ólöglegur utanvegaakstur í Friðlandi að Fjallabaki hefur skilið eftir sig mörg ljót sár. Þetta kom í ljós nú þegar landverðir Umhverfisstofnunar mættu til starfa fyrr en vanalega enda hefur vorað snemma á miðhálendinu í ár. 31. maí 2019 10:05 Vonast til að geta opnað veginn í Landmannalaugar á laugardag Opnunin yrði mun fyrr en áður. 23. maí 2019 15:13 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Þórdís vill ekki fresta landsfundi Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Sjá meira
Mörg ljót sár í Friðlandi að Fjallabaki Ólöglegur utanvegaakstur í Friðlandi að Fjallabaki hefur skilið eftir sig mörg ljót sár. Þetta kom í ljós nú þegar landverðir Umhverfisstofnunar mættu til starfa fyrr en vanalega enda hefur vorað snemma á miðhálendinu í ár. 31. maí 2019 10:05
Vonast til að geta opnað veginn í Landmannalaugar á laugardag Opnunin yrði mun fyrr en áður. 23. maí 2019 15:13