Hæstaréttardómari vanhæfur í Al-Thani málinu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. júní 2019 08:45 Sigurður Einarsson, Hreiðar Már Sigurðsson, Magnús Guðmundsson og Ólafur Ólafsson voru allir sakfelldir og hlutu fangelsisdóma í Al-Thani málinu. Mannréttindadómstóll Evrópu hefur komist að þeirri niðurstöðu að 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu hafi verið brotin í Al-Thani málinu svokallaða þar sem Hæstaréttardómarinn Árni Kolbeinsson hafi verið vanhæfur til að dæma í málinu vegna fjölskyldutengsla sinna. Íslenska ríkið þarf að greiða Sigurði Einarssyni, Hreiðari Má Sigurðssyni, Magnúsi Guðmundssyni og Ólafi Ólafssyni tvö þúsund evrur hverjum vegna málskostnaðar. Fjórmenningarnir hlutu þunga dóma í Hæstarétti árið 2015 vegna Al-Thani málsins svokallaða en það á rætur að rekja til hlutabréfakaupa sheikh Mohammad Bin Khalifa Al-Thani hlut í Kaupþingi banka fyrir 25,7 milljarða, króna með láni frá bankanum, 22. september árið 2008. Fyrir þessa upphæð fengust 5,01 prósent í bankanum á þeim tíma. Embætti sérstaks saksóknara hélt því fram að um sýndarviðskipti hafi verið að ræða. Kærðu þeir málið til Mannréttindadómstóls Evrópu þar sem þeir töldu að að brotið hafi verið á rétti þeirra til réttlátrar málsmeðferðar auk þess sem að þeir efuðust um óhlutdrægni Hæstaréttardómarans Árna Kolbeinssonar í málinu. Eiginkona hans starfaði hjá Fjármálaeftirlitinu á sama tíma og það rannsakaði Kaupþing auk þess sem að sonur hans starfaði í lögfræðideild bankans fyrir hrun og fyrir skilanefnd bankans eftir hrun. Er það niðurstaða Mannréttindadómstólsins að brotið hafi verið á rétti fjórmenninganna þar sem þeir, eða lögmenn þeirra, hafi ekki verið látnir vita af tengslum sonar dómarans við Kaupþing eða þrotabú Kaupþings, því hafi þeir ekki fengið tækifæri til þess að andmæla því að Árni tæki sæti sem dómari í málinu. Voru þessi fjölskyldutengsl nægjanleg til að draga óhlutdrægni dómarans í málinu í efa, að því er fram kemur í úrskurði Mannréttindadómstólsins.Að öðru leyti telur dómstóllinn að málsmeðferðin í málinu hafi verið réttlát og var öðrum kröfum fjórmenninganna ýmist vísað frá eða hafnað. Dómsmál Dómstólar Hrunið Íslenskir bankar Tengdar fréttir Sigurður Einarsson segir að dómsmorð hafi verið framið í Hæstarétti Heldur fram sakleysi sínu og segist hvergi finna vísun í sannanir um að hann sé sekur í dómi Hæstaréttar. 18. febrúar 2015 07:00 Dómur fallinn í Al-Thani málinu: Þungur dómur yfir Hreiðari staðfestur Dómur yfir Sigurði Einarssyni mildaður en dómar Ólafs og Magnúsar þyngdir. 12. febrúar 2015 16:00 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Sjá meira
Mannréttindadómstóll Evrópu hefur komist að þeirri niðurstöðu að 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu hafi verið brotin í Al-Thani málinu svokallaða þar sem Hæstaréttardómarinn Árni Kolbeinsson hafi verið vanhæfur til að dæma í málinu vegna fjölskyldutengsla sinna. Íslenska ríkið þarf að greiða Sigurði Einarssyni, Hreiðari Má Sigurðssyni, Magnúsi Guðmundssyni og Ólafi Ólafssyni tvö þúsund evrur hverjum vegna málskostnaðar. Fjórmenningarnir hlutu þunga dóma í Hæstarétti árið 2015 vegna Al-Thani málsins svokallaða en það á rætur að rekja til hlutabréfakaupa sheikh Mohammad Bin Khalifa Al-Thani hlut í Kaupþingi banka fyrir 25,7 milljarða, króna með láni frá bankanum, 22. september árið 2008. Fyrir þessa upphæð fengust 5,01 prósent í bankanum á þeim tíma. Embætti sérstaks saksóknara hélt því fram að um sýndarviðskipti hafi verið að ræða. Kærðu þeir málið til Mannréttindadómstóls Evrópu þar sem þeir töldu að að brotið hafi verið á rétti þeirra til réttlátrar málsmeðferðar auk þess sem að þeir efuðust um óhlutdrægni Hæstaréttardómarans Árna Kolbeinssonar í málinu. Eiginkona hans starfaði hjá Fjármálaeftirlitinu á sama tíma og það rannsakaði Kaupþing auk þess sem að sonur hans starfaði í lögfræðideild bankans fyrir hrun og fyrir skilanefnd bankans eftir hrun. Er það niðurstaða Mannréttindadómstólsins að brotið hafi verið á rétti fjórmenninganna þar sem þeir, eða lögmenn þeirra, hafi ekki verið látnir vita af tengslum sonar dómarans við Kaupþing eða þrotabú Kaupþings, því hafi þeir ekki fengið tækifæri til þess að andmæla því að Árni tæki sæti sem dómari í málinu. Voru þessi fjölskyldutengsl nægjanleg til að draga óhlutdrægni dómarans í málinu í efa, að því er fram kemur í úrskurði Mannréttindadómstólsins.Að öðru leyti telur dómstóllinn að málsmeðferðin í málinu hafi verið réttlát og var öðrum kröfum fjórmenninganna ýmist vísað frá eða hafnað.
Dómsmál Dómstólar Hrunið Íslenskir bankar Tengdar fréttir Sigurður Einarsson segir að dómsmorð hafi verið framið í Hæstarétti Heldur fram sakleysi sínu og segist hvergi finna vísun í sannanir um að hann sé sekur í dómi Hæstaréttar. 18. febrúar 2015 07:00 Dómur fallinn í Al-Thani málinu: Þungur dómur yfir Hreiðari staðfestur Dómur yfir Sigurði Einarssyni mildaður en dómar Ólafs og Magnúsar þyngdir. 12. febrúar 2015 16:00 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Sjá meira
Sigurður Einarsson segir að dómsmorð hafi verið framið í Hæstarétti Heldur fram sakleysi sínu og segist hvergi finna vísun í sannanir um að hann sé sekur í dómi Hæstaréttar. 18. febrúar 2015 07:00
Dómur fallinn í Al-Thani málinu: Þungur dómur yfir Hreiðari staðfestur Dómur yfir Sigurði Einarssyni mildaður en dómar Ólafs og Magnúsar þyngdir. 12. febrúar 2015 16:00