Trump lofaði May viðskiptasamningi eftir Brexit Kjartan Kjartansson skrifar 4. júní 2019 11:16 May og Trump við Downingstræti 10 í morgun. Vísir/EPA Theresa May, fráfarandi forsætisráðherra Bretlands, fundaði með Donald Trump Bandaríkjaforseta á öðrum degi opinberrar heimsóknar hans á Bretlandi. Þar lofaði Trump Bretum viðamiklum viðskiptasamningi þegar þeir ganga úr Evrópusambandinu. „Við munum gera mjög, mjög viðamikinn viðskiptasamning, það verður mjög sanngjarn samningur og ég held að það sé eitthvað sem við viljum bæði gera,“ sagði Trump við May. Kátínu vakti þegar Trump lagði til að May yrði um kyrrt og gengi frá samningnum með honum. May ætlar að segja af sér sem leiðtogi Íhaldsflokksins á föstudag en gegna embætti forsætisráðherra áfram þar til nýr leiðtogi hefur verið valinn. May sagði að Bretland og Bandaríkin ættu að vinna saman að því að halda mörkuðum frjálsum, sanngjörnum og opnum, að því er segir í frétt Reuters.Trump-loftbelginn ber við Westminsterhöll.Vísir/EPATrump hitti konungsfjölskylduna í gær en í dag er búist við að hann hitti fleiri breska stjórnmálaleiðtoga, þar á meðal frambjóðendur í leiðtogavali Íhaldsflokksins. Boðað hefur verið til áframhaldandi mótmæla gegn Trump víða um Bretland í dag. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, ætlar að taka þátt í þeim í London. Loftbelgur í líki Trump sem smábarns í fýlukasti var sendur á loft við þinghúsið. „Við erum að reyna að minna forsetann á hversu óvelkominn hann er í þessu landi. Donald Trump er barnalegur, ómerkilegur, móðgandi. Hann er holdgervingur alls þessa. Þetta er ótrúlega viðeigandi leið til að bjóða hann velkominn,“ segir Leo Murray, einn þeirra sem gerði loftbelginn. Bandaríkin Bretland Brexit Donald Trump Tengdar fréttir Snæðir kvöldverð með drottningunni Opinber heimsókn Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Melaniu Trump forsetafrúar til Bretlands hefur verið efst á baugi breskra fjölmiðla í allan dag. 3. júní 2019 18:30 Komu Trump til Bretlands mótmælt í stærstu borgum landsins Donald Trump Bandaríkjaforseti kom í gær í opinbera heimsókn til Bretlands ásamt Melaniu eiginkonu sinni. Þau heimsóttu meðal annars Buckingham höll þar sem þau hittu meðal annars Elísabetu drottningu. 4. júní 2019 07:15 Bandaríkjaforseti jós auri yfir gestgjafa sinn í flugvélinni Trump tísti tvisvar um Sadiq Khan, borgarstjóra London, rétt áður en forsetaflugvélin lenti á Bretlandi í morgun. 3. júní 2019 08:59 Mest lesið Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Erlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Sjá meira
Theresa May, fráfarandi forsætisráðherra Bretlands, fundaði með Donald Trump Bandaríkjaforseta á öðrum degi opinberrar heimsóknar hans á Bretlandi. Þar lofaði Trump Bretum viðamiklum viðskiptasamningi þegar þeir ganga úr Evrópusambandinu. „Við munum gera mjög, mjög viðamikinn viðskiptasamning, það verður mjög sanngjarn samningur og ég held að það sé eitthvað sem við viljum bæði gera,“ sagði Trump við May. Kátínu vakti þegar Trump lagði til að May yrði um kyrrt og gengi frá samningnum með honum. May ætlar að segja af sér sem leiðtogi Íhaldsflokksins á föstudag en gegna embætti forsætisráðherra áfram þar til nýr leiðtogi hefur verið valinn. May sagði að Bretland og Bandaríkin ættu að vinna saman að því að halda mörkuðum frjálsum, sanngjörnum og opnum, að því er segir í frétt Reuters.Trump-loftbelginn ber við Westminsterhöll.Vísir/EPATrump hitti konungsfjölskylduna í gær en í dag er búist við að hann hitti fleiri breska stjórnmálaleiðtoga, þar á meðal frambjóðendur í leiðtogavali Íhaldsflokksins. Boðað hefur verið til áframhaldandi mótmæla gegn Trump víða um Bretland í dag. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, ætlar að taka þátt í þeim í London. Loftbelgur í líki Trump sem smábarns í fýlukasti var sendur á loft við þinghúsið. „Við erum að reyna að minna forsetann á hversu óvelkominn hann er í þessu landi. Donald Trump er barnalegur, ómerkilegur, móðgandi. Hann er holdgervingur alls þessa. Þetta er ótrúlega viðeigandi leið til að bjóða hann velkominn,“ segir Leo Murray, einn þeirra sem gerði loftbelginn.
Bandaríkin Bretland Brexit Donald Trump Tengdar fréttir Snæðir kvöldverð með drottningunni Opinber heimsókn Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Melaniu Trump forsetafrúar til Bretlands hefur verið efst á baugi breskra fjölmiðla í allan dag. 3. júní 2019 18:30 Komu Trump til Bretlands mótmælt í stærstu borgum landsins Donald Trump Bandaríkjaforseti kom í gær í opinbera heimsókn til Bretlands ásamt Melaniu eiginkonu sinni. Þau heimsóttu meðal annars Buckingham höll þar sem þau hittu meðal annars Elísabetu drottningu. 4. júní 2019 07:15 Bandaríkjaforseti jós auri yfir gestgjafa sinn í flugvélinni Trump tísti tvisvar um Sadiq Khan, borgarstjóra London, rétt áður en forsetaflugvélin lenti á Bretlandi í morgun. 3. júní 2019 08:59 Mest lesið Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Erlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Sjá meira
Snæðir kvöldverð með drottningunni Opinber heimsókn Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Melaniu Trump forsetafrúar til Bretlands hefur verið efst á baugi breskra fjölmiðla í allan dag. 3. júní 2019 18:30
Komu Trump til Bretlands mótmælt í stærstu borgum landsins Donald Trump Bandaríkjaforseti kom í gær í opinbera heimsókn til Bretlands ásamt Melaniu eiginkonu sinni. Þau heimsóttu meðal annars Buckingham höll þar sem þau hittu meðal annars Elísabetu drottningu. 4. júní 2019 07:15
Bandaríkjaforseti jós auri yfir gestgjafa sinn í flugvélinni Trump tísti tvisvar um Sadiq Khan, borgarstjóra London, rétt áður en forsetaflugvélin lenti á Bretlandi í morgun. 3. júní 2019 08:59