Björgunarsveitarmanni ekki vikið úr starfi þrátt fyrir nauðgunarkæru Nadine Guðrún Yaghi skrifar 4. júní 2019 18:48 Björgunarsveitarmanni hjá Landsbjörg, sem annar félagsmaður kærði fyrir nauðgun, var ekki vikið úr sveitinni meðan rannsókn á málinu fór fram. Málið er nú til meðferðar hjá héraðssaksóknara. Kærandi í málinu fann sig knúna til að hætta í félagsskapnum og segir framkvæmdastjóri Landsbjargar það vera dapurlegt. Í janúar í fyrra kærði félagsmaður Landsbjargar annan félagsmanna til lögreglu fyrir nauðgun. Meintur gerandi og þolandi voru ekki í sömu björgunarsveit og átti meint nauðgun sér ekki stað á viðburði tengdum félaginu. Ævar Pálmi Pálmason, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar, stafestir að lögreglan hafi verið með til rannsóknar kynferðisbrot þar sem báðir aðilar höfðu tekið þátt í starfi björgunarsveita. Málið sé nú komið í ákærumeðferð til héraðssaksóknara. Þolandi í málinu, sem er ung kona, tilkynnti um meint brot til framkvæmdastjóra félagsins síðastliðið haust. Umræða skapaðist um málið á lokuðum Facebook-hópi félagsmanna í gær þar sem gefið var í skyn að framkvæmdastjórinn hefði þaggað málið niður. „Það er sárt að fá slíkar ávirðingar en ef við fáum tilkynningar um mál þess eðlis þá tökum við þau, ræðum þau og tilkynnum viðkomandi einingum eða forsvarsmönnum eininga félagsins um þau. Það var gert,“ segir Jón Svanberg Hjartarson, framkvæmdastjóri Landsbjargar. Manninum var ekki vikið úr félaginu á meðan rannsókn málsins var í gangi. Jón segir að hver eining eða björgunarsveit innan félagsins sé sjálfstæð og hann geti ekki svarað því á hvaða grundvelli sú ákvörðun var tekin. „[Það er á] stjórn hverrar einingar að ákveða hvort að bregðast þurfi við.“ Formaður björgunarsveitarinnar sem um ræðir segist ekki geta tjáð sig um málið að svo stöddu. Þolandinn í málinu sagði sig frá félagsskapnum en hún er sögð hafa verið öflugur liðsmaður. „Það er náttúrulega mjög dapurlegt og hreint ömurlegt ef að þolendur í svona atvikum hrökklast úr starfinu.“ Jón segir að í siðareglum félagsins segi að ofbeldi sé ekki liðið. „Við viljum gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að standa gegn því.“ Í maí hafi siðareglur verið endurskoðaðar og ákveðið stofna siðanefnd félagsins. Björgunarsveitir Kynferðisofbeldi Lögreglumál Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Sjá meira
Björgunarsveitarmanni hjá Landsbjörg, sem annar félagsmaður kærði fyrir nauðgun, var ekki vikið úr sveitinni meðan rannsókn á málinu fór fram. Málið er nú til meðferðar hjá héraðssaksóknara. Kærandi í málinu fann sig knúna til að hætta í félagsskapnum og segir framkvæmdastjóri Landsbjargar það vera dapurlegt. Í janúar í fyrra kærði félagsmaður Landsbjargar annan félagsmanna til lögreglu fyrir nauðgun. Meintur gerandi og þolandi voru ekki í sömu björgunarsveit og átti meint nauðgun sér ekki stað á viðburði tengdum félaginu. Ævar Pálmi Pálmason, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar, stafestir að lögreglan hafi verið með til rannsóknar kynferðisbrot þar sem báðir aðilar höfðu tekið þátt í starfi björgunarsveita. Málið sé nú komið í ákærumeðferð til héraðssaksóknara. Þolandi í málinu, sem er ung kona, tilkynnti um meint brot til framkvæmdastjóra félagsins síðastliðið haust. Umræða skapaðist um málið á lokuðum Facebook-hópi félagsmanna í gær þar sem gefið var í skyn að framkvæmdastjórinn hefði þaggað málið niður. „Það er sárt að fá slíkar ávirðingar en ef við fáum tilkynningar um mál þess eðlis þá tökum við þau, ræðum þau og tilkynnum viðkomandi einingum eða forsvarsmönnum eininga félagsins um þau. Það var gert,“ segir Jón Svanberg Hjartarson, framkvæmdastjóri Landsbjargar. Manninum var ekki vikið úr félaginu á meðan rannsókn málsins var í gangi. Jón segir að hver eining eða björgunarsveit innan félagsins sé sjálfstæð og hann geti ekki svarað því á hvaða grundvelli sú ákvörðun var tekin. „[Það er á] stjórn hverrar einingar að ákveða hvort að bregðast þurfi við.“ Formaður björgunarsveitarinnar sem um ræðir segist ekki geta tjáð sig um málið að svo stöddu. Þolandinn í málinu sagði sig frá félagsskapnum en hún er sögð hafa verið öflugur liðsmaður. „Það er náttúrulega mjög dapurlegt og hreint ömurlegt ef að þolendur í svona atvikum hrökklast úr starfinu.“ Jón segir að í siðareglum félagsins segi að ofbeldi sé ekki liðið. „Við viljum gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að standa gegn því.“ Í maí hafi siðareglur verið endurskoðaðar og ákveðið stofna siðanefnd félagsins.
Björgunarsveitir Kynferðisofbeldi Lögreglumál Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum