Fótbolti

Forseti Real Madrid lofar að sjá um son Reyes þar til hann verður átján ára

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jose Antonio Reyes á tíma sínum sem leikmaður Real Madrid liðsins. Nú reynir sonur hans fyrir sér hjá félaginu og fær stuðning frá forseta félagsins.
Jose Antonio Reyes á tíma sínum sem leikmaður Real Madrid liðsins. Nú reynir sonur hans fyrir sér hjá félaginu og fær stuðning frá forseta félagsins. Getty/Denis Doyle
Sviplegt fráfall spænska knattspyrnumannsins Jose Antonio Reyes hafði mikil áhrif á alla í knattspyrnuheiminum og sérstaklega í herbúðum þeirra félaga þar sem hann spilaði.

Eitt af þeim er Real Madrid og þangað stefndi einmitt sonur Jose Antonio Reyes.

Jose Antonio Reyes lést í skelfilegu bílslysi á hraðbraut rétt hjá Sevilla. Hann missti stjórn á bílnum á miklu hraða eftir að það sprakk dekk og bílinn endaði alelda utan vegar.

Jose Antonio Reyes Lopez er ellefu ára sonur Reyes og hann var búinn að ákveða það að skipta yfir í unglingalið Real Madrid í sumar.

Strákurinn lék í vetur með Leganes en hann og faðir hans voru búnir að ákveða það að hann færi til Real Madrid.





Spænska blaðið Marca segir frá því að Florentino Perez, forseti Real Madrid, hafi nú boðist til að sjá um Jose Antonio Reyes Lopez næstu sjö árin eða þar til að hann verður átján ára gamall og sjálfráða.

Það var Cristobal Soria sem sagði fyrst frá þessu í El Chiringuito sjónvarpsþættinum.

„Perez var magnaður, ótrúlegur,“ sagði Cristobal Soria með tárin í augunum.

„Það ótrúlegt að hann væri tilbúinn að hugsa um strákinn í allan þennan tíma,“ sagði Cristobal Soria.

„Perez sagði við mig að hann ætlaði að passa upp á strákinn fram yfir átján ára afmælið hans og að hann þyrfti ekki að hafa áhyggjur af neinu,“ sagði Cristobal Soria.

Jose Antonio Reyes sjálfur lék með Real Madrid tímabilið 2006 til 2007 en hann kom þangað á láni frá Arsenal. Reyes skoraði 6 mörk í 30 leikjum í deildinni og hjálpaði Real að vinna spænsku deildina.

Það var aftur á móti ekki Real Madrid sem keypti hann frá Arsenal sumarið eftir heldur Atlético Madrid.








Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×