Forseti Real Madrid lofar að sjá um son Reyes þar til hann verður átján ára Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. júní 2019 11:00 Jose Antonio Reyes á tíma sínum sem leikmaður Real Madrid liðsins. Nú reynir sonur hans fyrir sér hjá félaginu og fær stuðning frá forseta félagsins. Getty/Denis Doyle Sviplegt fráfall spænska knattspyrnumannsins Jose Antonio Reyes hafði mikil áhrif á alla í knattspyrnuheiminum og sérstaklega í herbúðum þeirra félaga þar sem hann spilaði. Eitt af þeim er Real Madrid og þangað stefndi einmitt sonur Jose Antonio Reyes. Jose Antonio Reyes lést í skelfilegu bílslysi á hraðbraut rétt hjá Sevilla. Hann missti stjórn á bílnum á miklu hraða eftir að það sprakk dekk og bílinn endaði alelda utan vegar. Jose Antonio Reyes Lopez er ellefu ára sonur Reyes og hann var búinn að ákveða það að skipta yfir í unglingalið Real Madrid í sumar. Strákurinn lék í vetur með Leganes en hann og faðir hans voru búnir að ákveða það að hann færi til Real Madrid.Cristóbal Soria desvela la promesa que hizo Florentino con el hijo mayor de Reyes https://t.co/3DfmP54V8Y — MARCA (@marca) June 4, 2019Spænska blaðið Marca segir frá því að Florentino Perez, forseti Real Madrid, hafi nú boðist til að sjá um Jose Antonio Reyes Lopez næstu sjö árin eða þar til að hann verður átján ára gamall og sjálfráða. Það var Cristobal Soria sem sagði fyrst frá þessu í El Chiringuito sjónvarpsþættinum. „Perez var magnaður, ótrúlegur,“ sagði Cristobal Soria með tárin í augunum. „Það ótrúlegt að hann væri tilbúinn að hugsa um strákinn í allan þennan tíma,“ sagði Cristobal Soria. „Perez sagði við mig að hann ætlaði að passa upp á strákinn fram yfir átján ára afmælið hans og að hann þyrfti ekki að hafa áhyggjur af neinu,“ sagði Cristobal Soria. Jose Antonio Reyes sjálfur lék með Real Madrid tímabilið 2006 til 2007 en hann kom þangað á láni frá Arsenal. Reyes skoraði 6 mörk í 30 leikjum í deildinni og hjálpaði Real að vinna spænsku deildina. Það var aftur á móti ekki Real Madrid sem keypti hann frá Arsenal sumarið eftir heldur Atlético Madrid.Heartwarming gesture from Florentino Perez. One Spanish sportscaster reports that the @realmadrid president has offered to take care of Jose Antonio Reyes's son after the former player lost his life in a car accident. #Reyes#Perez#RealMadridhttps://t.co/9kGgUsIT4g — FOX Sports Asia (@FOXSportsAsia) June 4, 2019 Spánn Spænski boltinn Tengdar fréttir Fyrrum Englandsmeistari með Arsenal lést í bílslysi Jose Antonio Reyes, fyrrum leikmaður Arsenal, er látinn 35 ára að aldri. Hann lést í bílslysi á Spáni. 1. júní 2019 11:29 Bíll Jose Antonio Reyes var á 237 kílómetra hraða Jose Antonio Reyes lést í umferðarslysi um helgina en nú er vitað meira um slysið sem varð á hraðbraut nálægt Sevilla. 3. júní 2019 14:15 Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Fótbolti Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fótbolti EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Fótbolti Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Fótbolti Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Íslenski boltinn Æfir í Dublin en fer fyrr til New Orleans „að venjast hitanum og rakanum“ Sport Bandaríkin áfram en Kanada úr leik eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Fótbolti Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fótbolti Fleiri fréttir Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Bandaríkin áfram en Kanada úr leik eftir vítaspyrnukeppni Tekur Martinez við hönskunum hjá United? Paul Ince ákærður fyrir ölvunarakstur Eina konan í tækninefnd FIFA á HM: Ég er langsigursælust af þeim öllum Kane afgreiddi Brassana „Ég hef aldrei séð aðrar eins tölur“ Joao Pedro til Chelsea Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Evrópumeistararnir rúlluðu yfir Messi og félaga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Sextán manns í fullu starfi við að þjónusta Ronaldo Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Stelpurnar stungu sér til sunds í vatninu Útskrifuð af sjúkrahúsinu og gæti verið með á EM „Mér finnst þetta vera brandari“ Sjá meira
Sviplegt fráfall spænska knattspyrnumannsins Jose Antonio Reyes hafði mikil áhrif á alla í knattspyrnuheiminum og sérstaklega í herbúðum þeirra félaga þar sem hann spilaði. Eitt af þeim er Real Madrid og þangað stefndi einmitt sonur Jose Antonio Reyes. Jose Antonio Reyes lést í skelfilegu bílslysi á hraðbraut rétt hjá Sevilla. Hann missti stjórn á bílnum á miklu hraða eftir að það sprakk dekk og bílinn endaði alelda utan vegar. Jose Antonio Reyes Lopez er ellefu ára sonur Reyes og hann var búinn að ákveða það að skipta yfir í unglingalið Real Madrid í sumar. Strákurinn lék í vetur með Leganes en hann og faðir hans voru búnir að ákveða það að hann færi til Real Madrid.Cristóbal Soria desvela la promesa que hizo Florentino con el hijo mayor de Reyes https://t.co/3DfmP54V8Y — MARCA (@marca) June 4, 2019Spænska blaðið Marca segir frá því að Florentino Perez, forseti Real Madrid, hafi nú boðist til að sjá um Jose Antonio Reyes Lopez næstu sjö árin eða þar til að hann verður átján ára gamall og sjálfráða. Það var Cristobal Soria sem sagði fyrst frá þessu í El Chiringuito sjónvarpsþættinum. „Perez var magnaður, ótrúlegur,“ sagði Cristobal Soria með tárin í augunum. „Það ótrúlegt að hann væri tilbúinn að hugsa um strákinn í allan þennan tíma,“ sagði Cristobal Soria. „Perez sagði við mig að hann ætlaði að passa upp á strákinn fram yfir átján ára afmælið hans og að hann þyrfti ekki að hafa áhyggjur af neinu,“ sagði Cristobal Soria. Jose Antonio Reyes sjálfur lék með Real Madrid tímabilið 2006 til 2007 en hann kom þangað á láni frá Arsenal. Reyes skoraði 6 mörk í 30 leikjum í deildinni og hjálpaði Real að vinna spænsku deildina. Það var aftur á móti ekki Real Madrid sem keypti hann frá Arsenal sumarið eftir heldur Atlético Madrid.Heartwarming gesture from Florentino Perez. One Spanish sportscaster reports that the @realmadrid president has offered to take care of Jose Antonio Reyes's son after the former player lost his life in a car accident. #Reyes#Perez#RealMadridhttps://t.co/9kGgUsIT4g — FOX Sports Asia (@FOXSportsAsia) June 4, 2019
Spánn Spænski boltinn Tengdar fréttir Fyrrum Englandsmeistari með Arsenal lést í bílslysi Jose Antonio Reyes, fyrrum leikmaður Arsenal, er látinn 35 ára að aldri. Hann lést í bílslysi á Spáni. 1. júní 2019 11:29 Bíll Jose Antonio Reyes var á 237 kílómetra hraða Jose Antonio Reyes lést í umferðarslysi um helgina en nú er vitað meira um slysið sem varð á hraðbraut nálægt Sevilla. 3. júní 2019 14:15 Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Fótbolti Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fótbolti EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Fótbolti Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Fótbolti Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Íslenski boltinn Æfir í Dublin en fer fyrr til New Orleans „að venjast hitanum og rakanum“ Sport Bandaríkin áfram en Kanada úr leik eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Fótbolti Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fótbolti Fleiri fréttir Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Bandaríkin áfram en Kanada úr leik eftir vítaspyrnukeppni Tekur Martinez við hönskunum hjá United? Paul Ince ákærður fyrir ölvunarakstur Eina konan í tækninefnd FIFA á HM: Ég er langsigursælust af þeim öllum Kane afgreiddi Brassana „Ég hef aldrei séð aðrar eins tölur“ Joao Pedro til Chelsea Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Evrópumeistararnir rúlluðu yfir Messi og félaga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Sextán manns í fullu starfi við að þjónusta Ronaldo Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Stelpurnar stungu sér til sunds í vatninu Útskrifuð af sjúkrahúsinu og gæti verið með á EM „Mér finnst þetta vera brandari“ Sjá meira
Fyrrum Englandsmeistari með Arsenal lést í bílslysi Jose Antonio Reyes, fyrrum leikmaður Arsenal, er látinn 35 ára að aldri. Hann lést í bílslysi á Spáni. 1. júní 2019 11:29
Bíll Jose Antonio Reyes var á 237 kílómetra hraða Jose Antonio Reyes lést í umferðarslysi um helgina en nú er vitað meira um slysið sem varð á hraðbraut nálægt Sevilla. 3. júní 2019 14:15