Þriggja manna nefnd tekur afstöðu til kæru Vigdísar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. júní 2019 10:55 Vigdís Hauksdóttir, oddviti Miðflokksins í borgarstjórn. Fréttablaðið/Ernir Dómsmálaráðuneytið hefur fellt úr gildi ákvörðun sýslumanns á höfuðborgarsvæðinu þess efnis að vísa frá kæru Vigdísar Hauksdóttir, borgarfulltrúa Miðflokksins, um gildi borgarstjórnarkosninganna í Reykjavík. Lagt hefur verið fyrir sýslumann að skipa þriggja manna nefnd til að úrskurða um kæruefni. Vigdís greinir frá þessu sjálf á Facebook-síðu hennar en í febrúar kærði hún borgarstjórnarkosningarnar sem haldnar voru á síðasta ári. Skömmu áður hafði Persónuvernd úrskurðað að ekki hafi verið gætt að persónuverndarákvæðum þegar borgaryfirvöld sendu út á tiltekna hópa hvatningu um að taka þátt í kosningunum. Forsaga málsins er sú að Reykjavíkurborg ákvað snemma árs 2018 að ráðast í aðgerðir til að auka kosningaþátttöku. Send voru bréf á innflytjendur sem nýverið höfðu öðlast kosningarétt í borgarstjórnarkosningum, konur yfir áttrætt og ungt fólk sem var að kjósa í fyrsta skipti. Á síðastnefnda hópnum stóð til að gera rannsókn á hvaða áhrif hvatningin hefði. Kæru Vigdísar var hins vegar vísað frá af sýslumanni en Vigdís kærði niðurstöðu hans til dómsmálaráðuneytisins sem nú hefur komist að niðurstöðu. Í henni er vísað til 2. mgr 93. gr. laga um sveitarstjórnarkosninga sem fjallar um kosningakærur. Þar segir að iðkomandi sýslumaður skuli skipa þriggja manna nefnd til að úrskurða um kæruefnið þegar er honum hefur borist kæra. Skal hann leita umsagnar yfirkjörstjórnar um kæru og skal hún láta uppi álit sitt innan viku frá því að hún fékk kæruna og kjörnefnd kveða upp úrskurð sinn innan viku þar frá. Vigdís Hauksdóttir ræddi niðurstöðu ráðuneytisins í Bítinu á Bylgjunni á morgun þar sem hún sagði niðurstöðuna vera áfangasigur. Hlusta má á viðtalið við Vigdísi hér að neðan. Borgarstjórn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Vigdís kærir kosningarnar Vigdís Hauksdóttir, fulltrúi Miðflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur, hefur kært borgarstjórnarkosningarnar sem fóru fram hinn 26. maí 2018. 14. febrúar 2019 16:35 Mannréttindastjóri segir ásakanir um kosningasvindl alvarlegar og meiðandi Fulltrúi frá Persónuvernd, mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar og borgarlögmaður vinna áfram að nánari greiningu á ákvörðun Persónuverndar um brot á persónuverndarlögum. 10. febrúar 2019 23:31 Kæru Vigdísar til sýslumanns vísað frá Kæru Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins, til sýslumanns höfuðborgarsvæðisins vegna borgarstjórnarkosninganna síðastliðið vor hefur verið vísað frá. 22. febrúar 2019 11:20 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Sjá meira
Dómsmálaráðuneytið hefur fellt úr gildi ákvörðun sýslumanns á höfuðborgarsvæðinu þess efnis að vísa frá kæru Vigdísar Hauksdóttir, borgarfulltrúa Miðflokksins, um gildi borgarstjórnarkosninganna í Reykjavík. Lagt hefur verið fyrir sýslumann að skipa þriggja manna nefnd til að úrskurða um kæruefni. Vigdís greinir frá þessu sjálf á Facebook-síðu hennar en í febrúar kærði hún borgarstjórnarkosningarnar sem haldnar voru á síðasta ári. Skömmu áður hafði Persónuvernd úrskurðað að ekki hafi verið gætt að persónuverndarákvæðum þegar borgaryfirvöld sendu út á tiltekna hópa hvatningu um að taka þátt í kosningunum. Forsaga málsins er sú að Reykjavíkurborg ákvað snemma árs 2018 að ráðast í aðgerðir til að auka kosningaþátttöku. Send voru bréf á innflytjendur sem nýverið höfðu öðlast kosningarétt í borgarstjórnarkosningum, konur yfir áttrætt og ungt fólk sem var að kjósa í fyrsta skipti. Á síðastnefnda hópnum stóð til að gera rannsókn á hvaða áhrif hvatningin hefði. Kæru Vigdísar var hins vegar vísað frá af sýslumanni en Vigdís kærði niðurstöðu hans til dómsmálaráðuneytisins sem nú hefur komist að niðurstöðu. Í henni er vísað til 2. mgr 93. gr. laga um sveitarstjórnarkosninga sem fjallar um kosningakærur. Þar segir að iðkomandi sýslumaður skuli skipa þriggja manna nefnd til að úrskurða um kæruefnið þegar er honum hefur borist kæra. Skal hann leita umsagnar yfirkjörstjórnar um kæru og skal hún láta uppi álit sitt innan viku frá því að hún fékk kæruna og kjörnefnd kveða upp úrskurð sinn innan viku þar frá. Vigdís Hauksdóttir ræddi niðurstöðu ráðuneytisins í Bítinu á Bylgjunni á morgun þar sem hún sagði niðurstöðuna vera áfangasigur. Hlusta má á viðtalið við Vigdísi hér að neðan.
Borgarstjórn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Vigdís kærir kosningarnar Vigdís Hauksdóttir, fulltrúi Miðflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur, hefur kært borgarstjórnarkosningarnar sem fóru fram hinn 26. maí 2018. 14. febrúar 2019 16:35 Mannréttindastjóri segir ásakanir um kosningasvindl alvarlegar og meiðandi Fulltrúi frá Persónuvernd, mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar og borgarlögmaður vinna áfram að nánari greiningu á ákvörðun Persónuverndar um brot á persónuverndarlögum. 10. febrúar 2019 23:31 Kæru Vigdísar til sýslumanns vísað frá Kæru Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins, til sýslumanns höfuðborgarsvæðisins vegna borgarstjórnarkosninganna síðastliðið vor hefur verið vísað frá. 22. febrúar 2019 11:20 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Sjá meira
Vigdís kærir kosningarnar Vigdís Hauksdóttir, fulltrúi Miðflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur, hefur kært borgarstjórnarkosningarnar sem fóru fram hinn 26. maí 2018. 14. febrúar 2019 16:35
Mannréttindastjóri segir ásakanir um kosningasvindl alvarlegar og meiðandi Fulltrúi frá Persónuvernd, mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar og borgarlögmaður vinna áfram að nánari greiningu á ákvörðun Persónuverndar um brot á persónuverndarlögum. 10. febrúar 2019 23:31
Kæru Vigdísar til sýslumanns vísað frá Kæru Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins, til sýslumanns höfuðborgarsvæðisins vegna borgarstjórnarkosninganna síðastliðið vor hefur verið vísað frá. 22. febrúar 2019 11:20