Innlent

Myndi kjósa að ungmenni sem aka um á vespum taki ökupróf

Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar
Forvarnarfulltrúi Sniglanna vill að ungmenni sem eiga og aka um á vespum verði skylduð til að fara í ökupróf til að læra betur á tækið og umhverfið. Vespuslys séu að færast í aukana og nauðsynlegt sé að brýna fyrir krökkunum almennar umferðarreglur og af hverju þau þurfi hjálm á hausinn.

Bifhjólasamtök lýðveldisins Snigla hrintu af stað forvarnarfræðslu í dag í samvinnu við Sjóvá. Ungmenni voru frædd um notkun á léttum bifhjólum, hættur og öryggi. Þau segja fræðslu sem þessa mikilvæga. Nú er tíminn sem vespurnar eru í mikilli notkun og því miður blasi oft við hjálmlausir krakkar, jafnvel mörg saman á einu hjóli, sem eiga það til að fara of geyst á göngustígum. strax séu byrjaðar að berast fréttir af óhöppum og slysum.

Við erum líka bara að tala um það við þau ef þau eru með farþega aftan á þá bera þau ábyrgð ef slys verður. Við erum fyrst og fremst að brýna fyrir þeim að nota viðurkennda hjálma. Það skiptir öllu máli ef þau detta af hjólinu eða er keyrt í veg fyrir þau,“ segir Vilberg Kjartansson, varaformaður Sniglanna.

Hann segir að alltof algengt sé að krakkarnir reiði hvert annaðá hjólunum. brýna þurfi fyrir þeim að það megi alls ekki sértu undir tvítugu. Krakkarnir sem sátu fyrirlesturinn sögðust átta sig á mikilvægi þess að vera með hjálm og nú væru þau meðvitaðri um að slysahættan gæti verið mikil ef vespunum er ekið ógætilega.

En eru svona ungir krakkar hæfir tilþess aðvera aðkeyraávespumágöngustígum og annarsstaðar?

„Mér finnst það ekki. Eins og viðþurftum að gera þegar viðætluðum að keyra skellinöðru þegar við vorum áþessum aldri. Þáþurftum við að fara í skellnöðrupróf. Ég myndi bara hreinlega vilja sjá aðþau þurfi að fara í slíkt próf til að aka þessu. Sama á hvaða aldri þú ert," segir Guðrún I Ámundadóttir, forvarnarfulltrúi Sniglanna.

„Líka bara það að brýna fyrir foreldrum að sjá um það aðþau séu með viðeigandi búnaðá hjólunum. Fara ekki í skólann eða hvert sem þau eru að fara á vespunum án þess að vera með hjálmana á sér,“ bætir Vilberg við.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×