Dýravistfræðingur segir hegðun gæsarinnar eðlilega Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 5. júní 2019 20:30 Gæsin liggur á hreiðri sínu EGILL AÐALSTEINSSON Gæs sem búsett er í Breiðholti hefur vakið athygli vegfarenda þar sem hún stendur vörð um hreiður sitt á hringtorgi einu. Vegfarendur eru misánægðir með hegðun gæsarinnar en dýravistfræðingur segir ekki ráð að fjarlægja hana. Gæsin sem um ræðir er staðsett í návígi við hringtorgið að Stekkjarbakka í Breiðholti. Fyrir stuttu réðst hún á hjólreiðamann sem stóð ekki á sama og lýsa íbúar því hvernig hún hvæsir á gangandi vegfarendur eða hreinlega ræðst til atlögu. Dýravistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands segir hegðun gæsarinnar mjög eðlilega. Á varptíma hrekja þær allt sem þær telja ógn frá hreiðri sínu. Hann segir einstaklingsbundið hversu miklu gæsirnar ógna. Venjan sé að kvenfuglinn liggi á hreiðri en karlfuglinn ver það fyrir utanaðkomandi ógn. „Varptíminn stendur yfir núna og grágæsir eru víða komnar með unga. Að öllum líkindum er stutt í klak og þá fara þær,“ sagði Guðmundur A. Guðmundsson, dýravistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands.Gæsin er óhrædd við að stöðva umferðSKJÁSKOT ÚR FRÉTTGetur gæsin verið hættuleg í þessu ástandi? „Ég myndi ekki segja það. Þær geta slegið en það lít ég ekki á sem vandamál. Ég hef aldrei lent í því að gæs meiði mig á neinn hátt,“ saði Guðmundur. Þegar fréttastofa heimsótti gæsina umtöluðu var hún róleg og gerði ekki tilraun til að ráðast á fréttamann. Vegfarendur hafa haft samband við lögreglu, vegna gæsarinnar, sem vísar á borgaryfirvöld en einhverjir vegfarendur vilja fá gæsina fjarlægða. „Mér finnst það algjör firra að hlutast til um náttúruna á þann hátt. Það er bara hið besta mál að hafa gæs í borginni,“ sagði Guðmundur. Dýr Reykjavík Umferðaröryggi Tengdar fréttir Vilja að borgaryfirvöld grípi gæsina Íbúar í Breiðholti hafa lýst yfir áhyggjum vegna málsins. 4. júní 2019 17:00 Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent „Lærið af mistökum okkar!“ Innlent „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sá hvítt eftir árás með járnkarli Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Fleiri fréttir Kallaði kynferðisbrot gegn stjúpdóttur djók og leik Ein sleppur en mæðgurnar skulda tugi milljóna Fyrsta skóflustungan að nýrri Ölfusárbrú „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Bíll fór á hliðina á Suðurlandsvegi Bann við dvöl í bústað og aðgerðir sem bitnuðu á börnum ósanngjarnastar „Lærið af mistökum okkar!“ „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Pallborðið: Er harka að færast í leikinn? Krefst undanbragðalausra skýringa á því hversvegna Vestfirðir voru snuðaðir Sérfræðingar fengnir til að liðka fyrir viðræðum Vaxtalækkun fellur í góðan jarðveg Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Sá hvítt eftir árás með járnkarli Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Samþykktu að strætó stoppi við Egilsstaðaflugvöll Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt „Það var reitt hátt til höggs“ Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Sjá meira
Gæs sem búsett er í Breiðholti hefur vakið athygli vegfarenda þar sem hún stendur vörð um hreiður sitt á hringtorgi einu. Vegfarendur eru misánægðir með hegðun gæsarinnar en dýravistfræðingur segir ekki ráð að fjarlægja hana. Gæsin sem um ræðir er staðsett í návígi við hringtorgið að Stekkjarbakka í Breiðholti. Fyrir stuttu réðst hún á hjólreiðamann sem stóð ekki á sama og lýsa íbúar því hvernig hún hvæsir á gangandi vegfarendur eða hreinlega ræðst til atlögu. Dýravistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands segir hegðun gæsarinnar mjög eðlilega. Á varptíma hrekja þær allt sem þær telja ógn frá hreiðri sínu. Hann segir einstaklingsbundið hversu miklu gæsirnar ógna. Venjan sé að kvenfuglinn liggi á hreiðri en karlfuglinn ver það fyrir utanaðkomandi ógn. „Varptíminn stendur yfir núna og grágæsir eru víða komnar með unga. Að öllum líkindum er stutt í klak og þá fara þær,“ sagði Guðmundur A. Guðmundsson, dýravistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands.Gæsin er óhrædd við að stöðva umferðSKJÁSKOT ÚR FRÉTTGetur gæsin verið hættuleg í þessu ástandi? „Ég myndi ekki segja það. Þær geta slegið en það lít ég ekki á sem vandamál. Ég hef aldrei lent í því að gæs meiði mig á neinn hátt,“ saði Guðmundur. Þegar fréttastofa heimsótti gæsina umtöluðu var hún róleg og gerði ekki tilraun til að ráðast á fréttamann. Vegfarendur hafa haft samband við lögreglu, vegna gæsarinnar, sem vísar á borgaryfirvöld en einhverjir vegfarendur vilja fá gæsina fjarlægða. „Mér finnst það algjör firra að hlutast til um náttúruna á þann hátt. Það er bara hið besta mál að hafa gæs í borginni,“ sagði Guðmundur.
Dýr Reykjavík Umferðaröryggi Tengdar fréttir Vilja að borgaryfirvöld grípi gæsina Íbúar í Breiðholti hafa lýst yfir áhyggjum vegna málsins. 4. júní 2019 17:00 Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent „Lærið af mistökum okkar!“ Innlent „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sá hvítt eftir árás með járnkarli Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Fleiri fréttir Kallaði kynferðisbrot gegn stjúpdóttur djók og leik Ein sleppur en mæðgurnar skulda tugi milljóna Fyrsta skóflustungan að nýrri Ölfusárbrú „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Bíll fór á hliðina á Suðurlandsvegi Bann við dvöl í bústað og aðgerðir sem bitnuðu á börnum ósanngjarnastar „Lærið af mistökum okkar!“ „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Pallborðið: Er harka að færast í leikinn? Krefst undanbragðalausra skýringa á því hversvegna Vestfirðir voru snuðaðir Sérfræðingar fengnir til að liðka fyrir viðræðum Vaxtalækkun fellur í góðan jarðveg Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Sá hvítt eftir árás með járnkarli Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Samþykktu að strætó stoppi við Egilsstaðaflugvöll Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt „Það var reitt hátt til höggs“ Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Sjá meira
Vilja að borgaryfirvöld grípi gæsina Íbúar í Breiðholti hafa lýst yfir áhyggjum vegna málsins. 4. júní 2019 17:00