Fótbolti

Rúrik ætlar að vera áfram hjá Sandhausen

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Rúrik í leik með Sandhausen.
Rúrik í leik með Sandhausen. vísir/getty
Rúrik Gíslason segist vera sáttur í herbúðum þýska B-deildarliðsins Sandhausen og hefur ekki í hyggju að söðla um í sumar.

„Ég er í fínu standi. Náði að fara í örstutt frí, tæma aðeins hausinn sem var mikilvægt eftir erfitt tímabil,“ segir Rúrik en lið hans rétt slapp við fall úr deildinni í vetur.

„Ég hugsa að ég verði áfram enda áfram í sömu deild og ég fæ að spila mikið. Það er mikilvægt enda hef ég gaman af því að spila.“

Allir í landsliðinu búast við mjög erfiðum leik gegn Albaníu á laugardag enda eru Albanir með seigt lið.

„Þetta verður erfitt. Þeir eru svolítið fastir fyrir og við verðum að vera klárir í það. Ég vona að Laugardalsvöllurinn vinni með okkur og við náum að landa sigri.“



Klippa: Rúrik um framhaldið

Tengdar fréttir

Gylfi: Verð hjá Everton í einhver ár

Gylfi Þór Sigurðsson er nokkuð ánægður með nýliðið tímabil með Everton og stefnir á að vera áfram í herbúðum Bítlaborgarfélagsins næstu árin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×