Hlébarði drap tveggja ára dreng í Suður-Afríku Birgir Olgeirsson skrifar 6. júní 2019 12:57 Hlébarðanum tókst að komast inn fyrir afgirt svæði þar sem hann náði til drengsins sem var sonur starfsmanns þjóðgarðsins. Vísir/Getty Hlébarði drap tveggja ára dreng í Kruger-þjóðgarðinum í Suður-Afríku í gær. Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC greinir frá því að hlébarðanum hafi tekist að komast inn fyrir afgirt svæði þar sem hann náði til drengsins sem var sonur starfsmanns þjóðgarðsins. Fjölskylda drengsins hraðaði honum á sjúkrahús þar sem hann var úrskurðaður látinn. Forsvarsmenn þjóðgarðsins sendu frá sér yfirlýsingu í gær þar sem þeir sögðu árásir hlébarða sjaldgæfar en þjóðgarðsverðir felldu hlébarðann til að afstýra frekari hættu. Ike Phaahla, talsmaður þjóðgarðsins, sagði að aðdragandi dauða drengsins væri ekki á hreinu. Hann sagði að dýrin væru venjulega hrædd við mannfólk og færu alla jafna ekki nálægt þeim. „Í þjóðgörðum eiga rándýr það til að nálgast ferðamenn og starfsmenn sem gerir það að verkum að tegundir á borð við hlébarða venjast nærveru mannfólks og verða þar með ekki lengur hrædd,“ sagði Phaahla. Þeir sem heimsækja þjóðgarðinn þurfa að fylgja ströngum reglum til að halda fjarlægð frá dýrunum. Þar á meðal þarf að tryggja að öllum hliðum sé læst eftir að farið er í gegnum þau og ferðast ávallt í hópum. Phaahla segir að hlébarði þurfi að vera mjög hugrakkur til að ráðast á fullorðna manneskju en gæti hugsað sér gott til glóðarinnar þegar hann sér lítið barn. Sá sem er yfir öllum þjóðgörðum Suður-Afríku, Fundisile Mketeni, sagði hug sinn hjá fjölskyldu barnsins. „Þetta er áhættan sem við lifum við á hverjum degi á sama tíma og við reynum að viðhalda tegundum öllum til hagsbóta,“ sagði Mketeni. Dýr Suður-Afríka Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira
Hlébarði drap tveggja ára dreng í Kruger-þjóðgarðinum í Suður-Afríku í gær. Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC greinir frá því að hlébarðanum hafi tekist að komast inn fyrir afgirt svæði þar sem hann náði til drengsins sem var sonur starfsmanns þjóðgarðsins. Fjölskylda drengsins hraðaði honum á sjúkrahús þar sem hann var úrskurðaður látinn. Forsvarsmenn þjóðgarðsins sendu frá sér yfirlýsingu í gær þar sem þeir sögðu árásir hlébarða sjaldgæfar en þjóðgarðsverðir felldu hlébarðann til að afstýra frekari hættu. Ike Phaahla, talsmaður þjóðgarðsins, sagði að aðdragandi dauða drengsins væri ekki á hreinu. Hann sagði að dýrin væru venjulega hrædd við mannfólk og færu alla jafna ekki nálægt þeim. „Í þjóðgörðum eiga rándýr það til að nálgast ferðamenn og starfsmenn sem gerir það að verkum að tegundir á borð við hlébarða venjast nærveru mannfólks og verða þar með ekki lengur hrædd,“ sagði Phaahla. Þeir sem heimsækja þjóðgarðinn þurfa að fylgja ströngum reglum til að halda fjarlægð frá dýrunum. Þar á meðal þarf að tryggja að öllum hliðum sé læst eftir að farið er í gegnum þau og ferðast ávallt í hópum. Phaahla segir að hlébarði þurfi að vera mjög hugrakkur til að ráðast á fullorðna manneskju en gæti hugsað sér gott til glóðarinnar þegar hann sér lítið barn. Sá sem er yfir öllum þjóðgörðum Suður-Afríku, Fundisile Mketeni, sagði hug sinn hjá fjölskyldu barnsins. „Þetta er áhættan sem við lifum við á hverjum degi á sama tíma og við reynum að viðhalda tegundum öllum til hagsbóta,“ sagði Mketeni.
Dýr Suður-Afríka Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira