Fótbolti

Jóhann Berg, Aron Einar og Kári æfa af fullum krafti í dag

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jóhann Berg Guðmundsson í landsleik gegn Frökkum.
Jóhann Berg Guðmundsson í landsleik gegn Frökkum. vísir/getty
Erik Hamrén, landsliðsþjálfari Íslands, segir að allir leikmenn Íslands muni æfa með liðinu í dag fyrir leikinn gegn Albaníu á morgun en nokkrir leikmenn liðsins hafa verið að glíma við meiðsli í vikunni.

Jóhann Berg Guðmundsson ferðaðist til Dublin fyrr í vikunni og gekkst undir læknisskoðun hjá lækni þar í landi og þeir Kári Árnarson og Aron Einar Gunnarsson hafa einnig verið tæpir.

Erik Hamrén staðfesti hins vegar á blaðamannafundi í Laugardalnum í morgun að allir leikmenn liðsins myndu æfa með liðinu í dag af fullum krafti.

„Allir æfa 100% í dag. Það er mjög jákvætt og svo munum við sjá. Stundum gerist eitthvað á æfingum en ég vona að þetta verði í lagi eftir æfinguna,“ sagði Hamrén.

Fylgst var með blaðamannafundinum hér en flautað verður til leiks klukkan 13.00 í Laugardalnum á morgun.


Tengdar fréttir

Bein útsending: Blaðamannafundur KSÍ

Erik Hamrén, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu og fyrirliði liðsins, Aron Einar Gunnarsson, héldu blaðamannafund í dag fyrir leikinn á móti Albaníu á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×